Erlent

31 látinn hið minnsta

Að minnsta kosti þrjátíu og einn fórst og fjölmargir slösuðust þegar farþegaþotu hlekktist á í lendingu á indónesísku eyjunni Jövu í dag. 153 voru um borð í þotunni sem er af gerðinni McDonnell-Douglas MD-82. Vélin tilheyrði lággjaldaflugfélaginu Lion Air. Hún fór af einhverjum ástæðum út af brautinni í lendingu og tættist í sundur. Búist er við að tala látinna eigi enn eftir að hækka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×