Sport

Maður kom í manns stað hjá Pacers

Lið Indiana Pacers lét leikbönn lykilmanna ekkert á sig fá og vann öruggan sigur gegn Boston Celtics, 106-96. Menn á borð við Jamaal Tinsley nutu góðs af fjarveru þremenninganna sem dæmdir voru í keppnisbann fyrir slagsmál við áhorfendur um síðustu helgi. Tinsley skoraði 29 stig og James Jones hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum, gerði 22 stig og tók 10 fráköst. "Það vantar stóran hluta í litla hjartað okkar meðan þeir eru fjarri góðu gamni," sagði Jones. "Áhorfendur fylltu upp í það skarð í kvöld."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×