Skuldirnar lifa 8. desember 2004 00:01 Gjaldþrota menn og aðrir skuldarar geta ekki lengur treyst því að skuldir þeirra fyrnist eftir ákveðinn tíma. Fyrning skulda verður sífellt fátíðari því að í dag er unnið markvisst að því að halda við skuldum einstaklinga og fyrirtækja í gegnum kröfuvakt hjá innheimtufyrirtækjum og rjúfa fyrninguna. Þetta kerfi hefur orðið til þess að reglulega er reynt að innheimta skuldir og fylgst er með því hvort skuldararnir eru borgunarmenn fyrir skuldum sínum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Intrum á Íslandi, telur þetta ekki merki um aukna hörku í kerfinu. Hann kallar þetta merki um aukið siðferði. "Sú breyting er að eiga sér stað í kerfinu í dag að skuldari getur ekki treyst því að kröfurnar á hann týnist þó að hann borgi ekki eins og var kannski hér áður fyrr. Í bankakerfinu var það t.d. þannig að krafan var afskrifuð og fyrntist á ákveðnum tíma og þá gátu menn bara treyst því að það var þannig. En það er ekki lengur þannig. Skuldunum er viðhaldið. Í dag er unnið markvisst að því að færa skuldarann inn á skrá hjá Lánstrausti og þar geta menn verið í fjögur ár á vanskilunum og svo er hægt að halda kröfunum lifandi eftir það," segir Sigurður. Þessi breyting mun hafa verið að eiga sér stað frá 1995 og hefur tækniþróunin átt sinn þátt í að ýta undir hana. "Þetta er eðlilega bara sú uppstokkun sem hefur verið að eiga sér stað í viðskiptalífinu, t.d. með einkavæðingu bankanna og aukinni samkeppni. Hún hefur haft áhrif á það að menn hafa meiri áhuga á að vinna markvisst að því að nýta þessa hluti. Menn þurfa að fara betur með peningana sína, þetta snýst bara um það." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gjaldþrota menn og aðrir skuldarar geta ekki lengur treyst því að skuldir þeirra fyrnist eftir ákveðinn tíma. Fyrning skulda verður sífellt fátíðari því að í dag er unnið markvisst að því að halda við skuldum einstaklinga og fyrirtækja í gegnum kröfuvakt hjá innheimtufyrirtækjum og rjúfa fyrninguna. Þetta kerfi hefur orðið til þess að reglulega er reynt að innheimta skuldir og fylgst er með því hvort skuldararnir eru borgunarmenn fyrir skuldum sínum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Intrum á Íslandi, telur þetta ekki merki um aukna hörku í kerfinu. Hann kallar þetta merki um aukið siðferði. "Sú breyting er að eiga sér stað í kerfinu í dag að skuldari getur ekki treyst því að kröfurnar á hann týnist þó að hann borgi ekki eins og var kannski hér áður fyrr. Í bankakerfinu var það t.d. þannig að krafan var afskrifuð og fyrntist á ákveðnum tíma og þá gátu menn bara treyst því að það var þannig. En það er ekki lengur þannig. Skuldunum er viðhaldið. Í dag er unnið markvisst að því að færa skuldarann inn á skrá hjá Lánstrausti og þar geta menn verið í fjögur ár á vanskilunum og svo er hægt að halda kröfunum lifandi eftir það," segir Sigurður. Þessi breyting mun hafa verið að eiga sér stað frá 1995 og hefur tækniþróunin átt sinn þátt í að ýta undir hana. "Þetta er eðlilega bara sú uppstokkun sem hefur verið að eiga sér stað í viðskiptalífinu, t.d. með einkavæðingu bankanna og aukinni samkeppni. Hún hefur haft áhrif á það að menn hafa meiri áhuga á að vinna markvisst að því að nýta þessa hluti. Menn þurfa að fara betur með peningana sína, þetta snýst bara um það."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira