Geest samþykkir tilboð Bakkavarar 22. desember 2004 00:01 Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðanleikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði Big Food Group er samkvæmt tilboði fjárfesta undir forystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bilinu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrirtækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakkavarar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóðlegt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvælamarkaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækisins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsamkeppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakkavör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrirtækið telji batnandi tíð framundan. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrirtækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungshlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjármagna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyfirlýsingu frá alþjóðlegum bönkum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðanleikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði Big Food Group er samkvæmt tilboði fjárfesta undir forystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bilinu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrirtækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakkavarar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóðlegt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvælamarkaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækisins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsamkeppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakkavör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrirtækið telji batnandi tíð framundan. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrirtækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungshlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjármagna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyfirlýsingu frá alþjóðlegum bönkum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira