Hætta vegna hagstjórnarblöndu 6. desember 2004 00:01 Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. "Með því að kalla fram ofris krónunnar eru hliðarverkanir peningastefnunnar margfaldaðar - líkurnar á kröftugu bakslagi verða þá meiri þar sem atvinnuleysi myndast í því gati sem áður var útflutningsstarfsemi. Gengisfall, verðbólguskot, rýrnun kaupmáttar og samdráttur í efnahagslífinu væri þá endirinn á því hagvaxtartímabili sem nú ríkir," segir í Morgunkorninu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir að "hagstjórnarblandan" sé óheppileg. "Þessar aðgerðir eins og þeim er stillt saman, það er lítið aðhald í opinberum rekstri og mikið aðhald í peningamálum, kalla á mjög slæmar hliðarverkanir sem eru þær að ákveðin starfsemi er hrakin úr landi," segir hann. Ingólfur nefnir ferðamannaiðnaðinn, hugbúnaðargerð og önnur útflutningsfyrirtæki. "Það eru þessi fyrirtæki sem munu blæða fyrir þessa hagstjórnarblöndu sem við höfum verið hrakin út í vegna þess að ríki og sveitarfélög eru ekki að standa sig í að beita nægu aðhaldi," segir hann. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að sterkt gengi valdi félaginu ákveðnum vanda. "Við erum búnir að færa hingað framleiðslu markvisst á síðustu árum og hún hækkar alltaf í verði miðað við þá gjaldmiðla sem tekjur okkar eru í," segir hann. Jón bendir hins vegar á að sterkt gengi skapi einnig tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki því fjárfestingar erlendis verði hlutfallslega ódýrari. Jón segir hagstætt skattaumhverfi hafa ráðið því að Össur hafi valið framleiðslu sinni stað á Íslandi. Hann segir ennfremur að gjaldeyrisáhættu sé ekki hægt að komast hjá í útflutningsgeirum sama hvaða gjaldmiðil menn starfa með. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að gengisstefnan geri það að verkum að líklegra sé að vöxtur fyrirtækisins eigi sér stað í útlöndum en hér á landi. Hann segist hins vegar vantrúaður á að gengi krónunnar haldist svo hátt til lengdar en telur það samt sem áður áhyggjuefni að genginu verði áfram beitt svo harkalega í hagstjórninni. "Skilningsleysi á stöðu útflutningsgreinanna er okkur áhyggjuefni," segir hann. Viðskipti Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. "Með því að kalla fram ofris krónunnar eru hliðarverkanir peningastefnunnar margfaldaðar - líkurnar á kröftugu bakslagi verða þá meiri þar sem atvinnuleysi myndast í því gati sem áður var útflutningsstarfsemi. Gengisfall, verðbólguskot, rýrnun kaupmáttar og samdráttur í efnahagslífinu væri þá endirinn á því hagvaxtartímabili sem nú ríkir," segir í Morgunkorninu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir að "hagstjórnarblandan" sé óheppileg. "Þessar aðgerðir eins og þeim er stillt saman, það er lítið aðhald í opinberum rekstri og mikið aðhald í peningamálum, kalla á mjög slæmar hliðarverkanir sem eru þær að ákveðin starfsemi er hrakin úr landi," segir hann. Ingólfur nefnir ferðamannaiðnaðinn, hugbúnaðargerð og önnur útflutningsfyrirtæki. "Það eru þessi fyrirtæki sem munu blæða fyrir þessa hagstjórnarblöndu sem við höfum verið hrakin út í vegna þess að ríki og sveitarfélög eru ekki að standa sig í að beita nægu aðhaldi," segir hann. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að sterkt gengi valdi félaginu ákveðnum vanda. "Við erum búnir að færa hingað framleiðslu markvisst á síðustu árum og hún hækkar alltaf í verði miðað við þá gjaldmiðla sem tekjur okkar eru í," segir hann. Jón bendir hins vegar á að sterkt gengi skapi einnig tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki því fjárfestingar erlendis verði hlutfallslega ódýrari. Jón segir hagstætt skattaumhverfi hafa ráðið því að Össur hafi valið framleiðslu sinni stað á Íslandi. Hann segir ennfremur að gjaldeyrisáhættu sé ekki hægt að komast hjá í útflutningsgeirum sama hvaða gjaldmiðil menn starfa með. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að gengisstefnan geri það að verkum að líklegra sé að vöxtur fyrirtækisins eigi sér stað í útlöndum en hér á landi. Hann segist hins vegar vantrúaður á að gengi krónunnar haldist svo hátt til lengdar en telur það samt sem áður áhyggjuefni að genginu verði áfram beitt svo harkalega í hagstjórninni. "Skilningsleysi á stöðu útflutningsgreinanna er okkur áhyggjuefni," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira