Sport

Björgvin í 5. sæti

Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson varð í fimmta sæti í svigi á Evrópubikarmóti á skíðum í Landgraaf í Hollandi í gær. Mót þetta er nokkuð sérstætt því það fór fram innanhúss og keppt var með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur fengu ekki stig fyrir frammistöðuna en næst verður keppt í Levi í Finnlandi 1. og 2. desember, þar fara fram tvö stórsvigsmót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×