Gætu grætt milljarð 5. ágúst 2004 00:01 Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða. Samkvæmt heimildum hefur fjárfesting Burðaráss verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Markmiðið með henni er skammtímahagnaður vegna mats á því að KB banki taki bankann yfir. Burðarás hefur flutt úr landi um tíu milljarða króna til erlendra fjárfestinga. Sérfræðingar á markaði telja að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sé maðurinn á bak við þessa fjárfestingu. Innan KB banka gætir ákveðings pirrings yfir því sem menn kalla hugmyndaleysi; að verpa í hreiður annarra. Landsbankinn ræður för í Burðarási og núningur vegna baráttu um danska FIH bankann situr enn í mönnum. KB bankamenn telja að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka sjö milljarða króna. KB banki getur auðveldlega komið í veg fyrir yfirtöku Burðaráss og hugsanlegt að ef Burðarás þvælist fyrir yfirtökunni, þá muni KB banki einfaldlega bíða með að hefja yfirtökuferlið. Slík störukeppni yrði þó sennilega hvorugum til hagsbóta. Algengt er að greitt sé 15 til 20 prósenta álag frá markaðsgengi við yfirtöku. Hins vegar er þá horft framhjá hækkunum sem verða vegna væntinga um yfirtöku. Líklegt er að Burðarás vilji skjótan hagnað, fremur en að liggja lengi með svo stóra fjárfestingu upp á óvissa von um frekari ávinning. Burðarás gæti ef væntingar ganga eftir hagnast um milli hálfan og einn milljarð á fjárfestingunni. Fulltrúar Burðaráss hafa ekki tjáð sig um stefnuna með fjárfestingu sinni öðruvísi en með vísun í fjárfestingarstefnu sína. Á breska markaðnum kannar yfirtökunefnd slíkar fjárfestingar, þar til eignarhlutur er kominn yfir fimmtán prósent. Þá tekur strangara eftirlit við í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. Þeir sem gerst þekkja til á breska markaðnum telja að Burðarás muni fá símtal frá yfirtökunefndinni vegna kaupanna. Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga á séu tengsl við KB banka eða þátttöku í yfirtökuferli. Í öðru lagi munu þeir þurfa að svara því hvort þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari þeir játandi verða þeir að hefja ferlið en neiti þeir mega þeir ekki reyna slíkt næsta hálfa ári Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða. Samkvæmt heimildum hefur fjárfesting Burðaráss verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Markmiðið með henni er skammtímahagnaður vegna mats á því að KB banki taki bankann yfir. Burðarás hefur flutt úr landi um tíu milljarða króna til erlendra fjárfestinga. Sérfræðingar á markaði telja að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sé maðurinn á bak við þessa fjárfestingu. Innan KB banka gætir ákveðings pirrings yfir því sem menn kalla hugmyndaleysi; að verpa í hreiður annarra. Landsbankinn ræður för í Burðarási og núningur vegna baráttu um danska FIH bankann situr enn í mönnum. KB bankamenn telja að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka sjö milljarða króna. KB banki getur auðveldlega komið í veg fyrir yfirtöku Burðaráss og hugsanlegt að ef Burðarás þvælist fyrir yfirtökunni, þá muni KB banki einfaldlega bíða með að hefja yfirtökuferlið. Slík störukeppni yrði þó sennilega hvorugum til hagsbóta. Algengt er að greitt sé 15 til 20 prósenta álag frá markaðsgengi við yfirtöku. Hins vegar er þá horft framhjá hækkunum sem verða vegna væntinga um yfirtöku. Líklegt er að Burðarás vilji skjótan hagnað, fremur en að liggja lengi með svo stóra fjárfestingu upp á óvissa von um frekari ávinning. Burðarás gæti ef væntingar ganga eftir hagnast um milli hálfan og einn milljarð á fjárfestingunni. Fulltrúar Burðaráss hafa ekki tjáð sig um stefnuna með fjárfestingu sinni öðruvísi en með vísun í fjárfestingarstefnu sína. Á breska markaðnum kannar yfirtökunefnd slíkar fjárfestingar, þar til eignarhlutur er kominn yfir fimmtán prósent. Þá tekur strangara eftirlit við í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. Þeir sem gerst þekkja til á breska markaðnum telja að Burðarás muni fá símtal frá yfirtökunefndinni vegna kaupanna. Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga á séu tengsl við KB banka eða þátttöku í yfirtökuferli. Í öðru lagi munu þeir þurfa að svara því hvort þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari þeir játandi verða þeir að hefja ferlið en neiti þeir mega þeir ekki reyna slíkt næsta hálfa ári
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira