Kjör aldraðra eru til skammar 7. júlí 2004 00:01 Einn stærsti bletturinn á stefnu ríkisstjórnarinnar er slæm kjör aldraðra og öryrkja. Á því tímabili sem góðæri hefur ríkt í landinu og auðvelt hefði átt að vera að bæta kjör þessara hópa hafa kjör þeirra versnað í samanburði við kjör láglaunafólks á almennum vinnumarkaði. Aldraðir og öryrkjar hafa dregist aftur úr í launaþróun hinna lægst launuðu. Árið 1995 var skorið á tengsl milli elli- og örorkulífeyris og lágmarkslauna á vinnumarkaði. Fram að þeim tíma hækkuðu bætur aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um leið og lágmarkslaun hækkuðu. Frá 1990 hefur kaupmáttur lágmarkslauna hækkað um 52% en á sama tímabili hefur kaupmáttur lífeyris aldraðra einstaklinga aðeins aukist um 25%. Það er skilyrðislaus krafa aldraðra, að þessi skerðing verði leiðrétt. Árið 1990 nam ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu 83,4 % af lágmarkslaunum verkafólks. Í dag nemur ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu aðeins 66,5% af lágmarkslaunum. Þessar tölur tala sínu máli.Þær leiða í ljós, að þegar bæta hefði átt kjör aldraðra og öryrkja voru kjörin skert í samanburði við kjör láglaunafólks. Þetta er ótrúlegt á góðæristímum. Skattar aldraðra hafa einnig hækkað á sama tíma og ríkisstjórnin segist hafa lækkað skatta. Tekjuskattur af 100 þús. kr. tekjum nemur í dag 11,1% en nam árið 1990 5,5% (miðað við sambærilegar tekjur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga). Lyf hafa einnig hækkað en það bitnar þungt á öldruðum. Aldraður einstaklingur sem einungis hefur bætur frá Tryggingastofnun ríkisins hefur í dag í kringum 100 þús. kr. á mánuði í lífeyri. Af þeirri fjárhæð greiðir hann 11 þús. kr. í skatt. Harpa Njáls félagsfræðingur, sem ritaði bók um fátækt á Íslandi, telur að það vanti 40 þús. kr. á mánuði til þess að unnt sé að framfleyta sér á bótum Tryggingastofnunar. Það er sem sagt verið að skammta öldruðum skammarlega lágar bætur, sem ekki duga til framfærslu. Og þetta gerist á uppgangstímum. Bæturnar þyrftu að áliti Hörpu að vera a.m.k. 140 þús. kr. á mánuði. Einn stærsti útgjaldaliður fólks er húsnæðiskostnaður. Algengt er að aldraðir einstaklingar þurfi að greiða 40 til 50 þús. kr. á mánuði fyrir húsnæði. Sjá þá allir hversu lítið er eftir af bótunum fyrir mat, fatnaði og öllum öðrum kostnaði. Krafan er sú, að aldraðir, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag, geti lifað með reisn á efri árum. Hagstofan birti fyrir skömmu niðurstöður nýrrar neyslukönnunar, sem gerð var á árunum 2000 til 2002. Samkvæmt henni nema meðalneysluútgjöld einstaklinga 161 þús. kr. á mánuði að meðtöldum húsnæðiskostnaði. Hagstofan reiknar húsnæðiskostnað 38 þús. kr. á mánuði í þessum tölum. Er það lágt reiknað. Ýmsa liði "vantar" í þessar tölur Hagstofunnar, t.d. fasteignaskatta, bifreiðagjöld, vexti, félagsútgjöld o.fl. Og að sjálfsögðu eru opinber gjöld ekki inni í þessum tölum, þar eð hér er um neyslukönnun að ræða. Samt sem áður er hér að finna góða vísbendingu um það hvað aldraðir einstaklingar þurfa mikið til framfærslu á mánuði. Það eru 123 þús. kr. fyrir utan húsnæðiskostnað og skatta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar þyrfti talan að vera rúmar 170 þús. kr. ef hún ætti að duga fyrir húsnæði og sköttum einnig. Af því er ljóst, að 140 þús. kr. bætur á mánuði er of lág tala. Í rauninni þyrftu bætur að vera mun hærri miðað við þessa nýju könnun Hagstofunnar. Í nóvember 2002 samþykkti ríkisstjórnin, að gera örlitlar lagfæringar á kjörum aldraðra samkvæmt samkomulagi við samtök aldraðra.. En þetta voru smánarlega litlar breytingar á bótum. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sagði á síðasta aðalfundi félagsins, að samningamenn aldraðra hefðu verið of undanlátssamir í samningum við ríkisstjórnina. Og það er rétt. Þessar breytingar á bótum vigta sáralítið. Meira munaði um það sem samið var um til lagfæringar á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. En ríkisstjórnin getur enn tekið sig á í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Stjórnin getur ákveðið að hækka bætur um a.m.k. 40 þús. á mánuði.Það er lágmarkslagfæring. Stjórnin ætti að sjá sóma sinn í að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Einn stærsti bletturinn á stefnu ríkisstjórnarinnar er slæm kjör aldraðra og öryrkja. Á því tímabili sem góðæri hefur ríkt í landinu og auðvelt hefði átt að vera að bæta kjör þessara hópa hafa kjör þeirra versnað í samanburði við kjör láglaunafólks á almennum vinnumarkaði. Aldraðir og öryrkjar hafa dregist aftur úr í launaþróun hinna lægst launuðu. Árið 1995 var skorið á tengsl milli elli- og örorkulífeyris og lágmarkslauna á vinnumarkaði. Fram að þeim tíma hækkuðu bætur aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um leið og lágmarkslaun hækkuðu. Frá 1990 hefur kaupmáttur lágmarkslauna hækkað um 52% en á sama tímabili hefur kaupmáttur lífeyris aldraðra einstaklinga aðeins aukist um 25%. Það er skilyrðislaus krafa aldraðra, að þessi skerðing verði leiðrétt. Árið 1990 nam ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu 83,4 % af lágmarkslaunum verkafólks. Í dag nemur ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu aðeins 66,5% af lágmarkslaunum. Þessar tölur tala sínu máli.Þær leiða í ljós, að þegar bæta hefði átt kjör aldraðra og öryrkja voru kjörin skert í samanburði við kjör láglaunafólks. Þetta er ótrúlegt á góðæristímum. Skattar aldraðra hafa einnig hækkað á sama tíma og ríkisstjórnin segist hafa lækkað skatta. Tekjuskattur af 100 þús. kr. tekjum nemur í dag 11,1% en nam árið 1990 5,5% (miðað við sambærilegar tekjur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga). Lyf hafa einnig hækkað en það bitnar þungt á öldruðum. Aldraður einstaklingur sem einungis hefur bætur frá Tryggingastofnun ríkisins hefur í dag í kringum 100 þús. kr. á mánuði í lífeyri. Af þeirri fjárhæð greiðir hann 11 þús. kr. í skatt. Harpa Njáls félagsfræðingur, sem ritaði bók um fátækt á Íslandi, telur að það vanti 40 þús. kr. á mánuði til þess að unnt sé að framfleyta sér á bótum Tryggingastofnunar. Það er sem sagt verið að skammta öldruðum skammarlega lágar bætur, sem ekki duga til framfærslu. Og þetta gerist á uppgangstímum. Bæturnar þyrftu að áliti Hörpu að vera a.m.k. 140 þús. kr. á mánuði. Einn stærsti útgjaldaliður fólks er húsnæðiskostnaður. Algengt er að aldraðir einstaklingar þurfi að greiða 40 til 50 þús. kr. á mánuði fyrir húsnæði. Sjá þá allir hversu lítið er eftir af bótunum fyrir mat, fatnaði og öllum öðrum kostnaði. Krafan er sú, að aldraðir, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag, geti lifað með reisn á efri árum. Hagstofan birti fyrir skömmu niðurstöður nýrrar neyslukönnunar, sem gerð var á árunum 2000 til 2002. Samkvæmt henni nema meðalneysluútgjöld einstaklinga 161 þús. kr. á mánuði að meðtöldum húsnæðiskostnaði. Hagstofan reiknar húsnæðiskostnað 38 þús. kr. á mánuði í þessum tölum. Er það lágt reiknað. Ýmsa liði "vantar" í þessar tölur Hagstofunnar, t.d. fasteignaskatta, bifreiðagjöld, vexti, félagsútgjöld o.fl. Og að sjálfsögðu eru opinber gjöld ekki inni í þessum tölum, þar eð hér er um neyslukönnun að ræða. Samt sem áður er hér að finna góða vísbendingu um það hvað aldraðir einstaklingar þurfa mikið til framfærslu á mánuði. Það eru 123 þús. kr. fyrir utan húsnæðiskostnað og skatta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar þyrfti talan að vera rúmar 170 þús. kr. ef hún ætti að duga fyrir húsnæði og sköttum einnig. Af því er ljóst, að 140 þús. kr. bætur á mánuði er of lág tala. Í rauninni þyrftu bætur að vera mun hærri miðað við þessa nýju könnun Hagstofunnar. Í nóvember 2002 samþykkti ríkisstjórnin, að gera örlitlar lagfæringar á kjörum aldraðra samkvæmt samkomulagi við samtök aldraðra.. En þetta voru smánarlega litlar breytingar á bótum. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sagði á síðasta aðalfundi félagsins, að samningamenn aldraðra hefðu verið of undanlátssamir í samningum við ríkisstjórnina. Og það er rétt. Þessar breytingar á bótum vigta sáralítið. Meira munaði um það sem samið var um til lagfæringar á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. En ríkisstjórnin getur enn tekið sig á í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Stjórnin getur ákveðið að hækka bætur um a.m.k. 40 þús. á mánuði.Það er lágmarkslagfæring. Stjórnin ætti að sjá sóma sinn í að gera það.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun