Að vera eða vera ekki 26. júní 2004 00:01 Umræðan - Guðbrandur Einarsson skrifar um Varnarliðið. Þessa dagana dynur yfir okkur Suðunesjamenn enn ein bylgja uppsagna starfsmanna hjá Varnarliðinu. Reikna má með að u.þ.b. 20 starfsmenn fái uppsagnarbréf fyrir næstu mánaðarmót og lætur nærri að um 150 manns hafi þá misst vinnu sína frá því að þessi hrina hófst í nóvember sl. Þá eru ónefndir þeir sem misst hafa vinnu sína vegna samdráttar hjá verktökum sem unnið hafa fyrir varnarliðið. Málið er grafalvarlegt, ekki síst fyrir þá sem fyrir þessu verða og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er sú nagandi óvissa sem starfsmenn búa við, ólíðandi og óverjandi til lengri tíma. Legið hefur fyrir um langa hríð sá vilji bandarískra stjórnvalda að dregið verði úr starfssemi varnarliðsins hér á landi eða hún jafnvel slegin af. Bandarísk stjórnvöld meta það svo að fjármunum sé betur varið annars staðar, á svæðum þar sem ófriður er fyrir hendi eða á svæðum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa verið að efna til ófriðar. Embættismenn í Pentagon sjá ofsjónum yfir þeim uppæðum sem eytt er í varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli, enda ekki verið að eyða neinum smápeningum í starfssemi varnarliðsins hér á landi, sem kostar jafnmikið og jafnvel meira en reksturinn á öllum norska hernum. Íslenskir ráðamenn hafa ýmislegt gert til þess að halda í varnarliðið m.a. stutt innrás í Írak og afsalað sér möguleikum á aðkomu að endurskipulagningu hersins hér á landi, með því að samþykkja að yfirstjórn starfssemi varnarliðsins hér á landi sé niðri í Evrópu en ekki í tvíhliða samningi Íslendinga og Bandaríkjamanna. Afleiðingin er að ráðamenn hér eru nánast áhorfendur að því sem er að gerast, án þess að fá rönd við reist. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra hefur talað um áframhald hagræðingar á Keflavíkurflugvelli sem þýðir það eitt, að áfram mega starfsmenn varnarliðsins búa við þá óvissu sem af þessu hlýst. En mér þykir eðlileg að spyrja, hversu langt er hægt að ganga í hagræðingu án þess að til niðurskurðar á starfsemi varnarliðsins komi og þá vörnum landsins. Þegar búið er að segja upp rúmlega 15% starfsmanna, ásamt þeim sem eiga eftir að missa vinnuna þegar nýtt fjárhagsár rennur í garð, má þá ekki reikna með að þetta sé farið að hafa áhrif á starfssemi varnarliðsins. Og hvenær eigum við Íslendingar að segja hingað og ekki lengra?Atvinnuleysi hefur verið mikið hér á Suðurnesjum undanfarin misseri, en sem betur fer hefur það ekki aukist, þrátt fyrir þessa miklu fækkun starfa hjá varnarliðinu. Sveitarfélög hafa gripið til aðgerða með því að ráðast í kostnaðarsöm verkefni sem dregið hafa úr atvinnuleysi. Má nefna uppbyggingu Hafnargötu í Reykjanesbæ sem dæmi um slíkt verkefni. Einnig hafa þau, ásamt ýmsum fyrirtækjum í samvinnu við atvinnuleysistryggingarsjóð, hrint af stað ýmsum átaksverkefnum sem einnig hafa slegið á atvinnuleysi. Sem betur fer er ýmislegt fleira í farvatninu s.s fjölgun starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstu misserum, virkjun á Reykjanesi og einnig og vonandi Stálpípuverksmiðja í Helguvík. Þá hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýst yfir þeim vilja sínum að Tækniháskólanum verði fundinn staður í Reykjanesbæ sem myndi örugglega hafa jafngóð áhrif á okkar samfélag og Háskólinn á Akureyri hefur haft á Eyjafjarðarsvæðið. Það mætti því með góðu móti halda því fram að atvinnuhorfur hér á Suðurnesjum væru ekki alslæmar ef ekki hefði komið til þessa samdráttar hjá varnarliðinu. Þegar staðan í heimsmálunum er orðin slík að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands fá sér í glas saman, er ljóst að Bandaríkjamenn hafa enga hagsmuni af því að reka herstöð á Íslandi. Einnig eru þeir varnarhagsmunir sem við Íslendingar höfum af herstöðinni mjög óljósir. Það má spyrja að því hvort vera okkar í Nato nægi ekki, því að árás á eitt Nato ríki jafngildir árás á öll hin. Við hljótum því, í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða á starfssemi varnarliðsins hér á landi, að að horfast í augu við þetta og fara að spyrja annara spurninga. Erum við kannski komin að þeim tímapunkti að við eigum að fara að velta fyrir hvernig hægt sé að semja um brottför hersins í áföngum og leggja þá áherslu á að haldið sé utan um þá starfsmenn varnarliðsins sem þurfa endumenntunar við, til þess að komast aftur inn á almennan vinnumarkað og að eldri starfsmönnum varnarliðsins sem unnið hafa þar í áratugi, verði gert kleift að ljúka störfum með reisn. Eiga Davíð Oddson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að fara með slíkar vangaveltur í farteskinu á Nato fundinn sem hefst í Tyrklandi næstu viku? Greinarhöfundur er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan - Guðbrandur Einarsson skrifar um Varnarliðið. Þessa dagana dynur yfir okkur Suðunesjamenn enn ein bylgja uppsagna starfsmanna hjá Varnarliðinu. Reikna má með að u.þ.b. 20 starfsmenn fái uppsagnarbréf fyrir næstu mánaðarmót og lætur nærri að um 150 manns hafi þá misst vinnu sína frá því að þessi hrina hófst í nóvember sl. Þá eru ónefndir þeir sem misst hafa vinnu sína vegna samdráttar hjá verktökum sem unnið hafa fyrir varnarliðið. Málið er grafalvarlegt, ekki síst fyrir þá sem fyrir þessu verða og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er sú nagandi óvissa sem starfsmenn búa við, ólíðandi og óverjandi til lengri tíma. Legið hefur fyrir um langa hríð sá vilji bandarískra stjórnvalda að dregið verði úr starfssemi varnarliðsins hér á landi eða hún jafnvel slegin af. Bandarísk stjórnvöld meta það svo að fjármunum sé betur varið annars staðar, á svæðum þar sem ófriður er fyrir hendi eða á svæðum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa verið að efna til ófriðar. Embættismenn í Pentagon sjá ofsjónum yfir þeim uppæðum sem eytt er í varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli, enda ekki verið að eyða neinum smápeningum í starfssemi varnarliðsins hér á landi, sem kostar jafnmikið og jafnvel meira en reksturinn á öllum norska hernum. Íslenskir ráðamenn hafa ýmislegt gert til þess að halda í varnarliðið m.a. stutt innrás í Írak og afsalað sér möguleikum á aðkomu að endurskipulagningu hersins hér á landi, með því að samþykkja að yfirstjórn starfssemi varnarliðsins hér á landi sé niðri í Evrópu en ekki í tvíhliða samningi Íslendinga og Bandaríkjamanna. Afleiðingin er að ráðamenn hér eru nánast áhorfendur að því sem er að gerast, án þess að fá rönd við reist. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra hefur talað um áframhald hagræðingar á Keflavíkurflugvelli sem þýðir það eitt, að áfram mega starfsmenn varnarliðsins búa við þá óvissu sem af þessu hlýst. En mér þykir eðlileg að spyrja, hversu langt er hægt að ganga í hagræðingu án þess að til niðurskurðar á starfsemi varnarliðsins komi og þá vörnum landsins. Þegar búið er að segja upp rúmlega 15% starfsmanna, ásamt þeim sem eiga eftir að missa vinnuna þegar nýtt fjárhagsár rennur í garð, má þá ekki reikna með að þetta sé farið að hafa áhrif á starfssemi varnarliðsins. Og hvenær eigum við Íslendingar að segja hingað og ekki lengra?Atvinnuleysi hefur verið mikið hér á Suðurnesjum undanfarin misseri, en sem betur fer hefur það ekki aukist, þrátt fyrir þessa miklu fækkun starfa hjá varnarliðinu. Sveitarfélög hafa gripið til aðgerða með því að ráðast í kostnaðarsöm verkefni sem dregið hafa úr atvinnuleysi. Má nefna uppbyggingu Hafnargötu í Reykjanesbæ sem dæmi um slíkt verkefni. Einnig hafa þau, ásamt ýmsum fyrirtækjum í samvinnu við atvinnuleysistryggingarsjóð, hrint af stað ýmsum átaksverkefnum sem einnig hafa slegið á atvinnuleysi. Sem betur fer er ýmislegt fleira í farvatninu s.s fjölgun starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstu misserum, virkjun á Reykjanesi og einnig og vonandi Stálpípuverksmiðja í Helguvík. Þá hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýst yfir þeim vilja sínum að Tækniháskólanum verði fundinn staður í Reykjanesbæ sem myndi örugglega hafa jafngóð áhrif á okkar samfélag og Háskólinn á Akureyri hefur haft á Eyjafjarðarsvæðið. Það mætti því með góðu móti halda því fram að atvinnuhorfur hér á Suðurnesjum væru ekki alslæmar ef ekki hefði komið til þessa samdráttar hjá varnarliðinu. Þegar staðan í heimsmálunum er orðin slík að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands fá sér í glas saman, er ljóst að Bandaríkjamenn hafa enga hagsmuni af því að reka herstöð á Íslandi. Einnig eru þeir varnarhagsmunir sem við Íslendingar höfum af herstöðinni mjög óljósir. Það má spyrja að því hvort vera okkar í Nato nægi ekki, því að árás á eitt Nato ríki jafngildir árás á öll hin. Við hljótum því, í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða á starfssemi varnarliðsins hér á landi, að að horfast í augu við þetta og fara að spyrja annara spurninga. Erum við kannski komin að þeim tímapunkti að við eigum að fara að velta fyrir hvernig hægt sé að semja um brottför hersins í áföngum og leggja þá áherslu á að haldið sé utan um þá starfsmenn varnarliðsins sem þurfa endumenntunar við, til þess að komast aftur inn á almennan vinnumarkað og að eldri starfsmönnum varnarliðsins sem unnið hafa þar í áratugi, verði gert kleift að ljúka störfum með reisn. Eiga Davíð Oddson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að fara með slíkar vangaveltur í farteskinu á Nato fundinn sem hefst í Tyrklandi næstu viku? Greinarhöfundur er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun