Þorskeldi framtíð Vestfjarða 21. nóvember 2004 00:01 Það er með ólíkindum að fylgjast með svöngum þorski svamla við yfirborð sjávar og bíða þess að fá að éta. Aðfarirnar sýna svo ekki verður um villst að baráttueðli þorsksins er mikið, hann gefur ekkert eftir í hörðum slagnum um ætið og teygir sig jafnvel upp að mannfólkinu í von um bita. Þorskurinn í kvíunum í Tálknafirði veit hvenær von er á málsverði, hann þekkir vélarniðinn í bátnum sem ber honum björgina tvisvar á dag og fetar sig frá botninum og upp að yfirborðinu eftir því sem niðurinn færist nær. Bolfiskurinn, sem alla tíð hefur haldið sig við botninn, verður allt í einu eins og hver annar uppsjávarfiskur og hegðar sér líkt og frænkurnar loðna og síld. Og loðnan kemur aldeilis við sögu, hún er á matseðlinum. Þennan dag og aðra. "Þetta er framtíðaratvinnugrein hér í firðinum og eflaust víðar, það er engin spurning," segir Jón Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Þórodds, á stíminu út að kvínni. "Það þarf að minnsta kosti mikið út af að bera til að svo verði ekki." Þrátt fyrir að vera bjartsýnn að eðlisfari byggir Jón Örn svör sín á þekkingu og reynslu. Hann veit hvað þarf til að ala þorsk upp í sláturstærð en veit líka að ekkert má klikka. "Sjúkdóma hefur ekki orðið vart hér, líkt og komið hafa upp í Noregi." Sjö, níu, þrettán. Tálknafjörðurinn er eins og hannaður fyrir þorskeldi, hann er skjólríkur, straumar eru hagstæðir og "sjórinn almennt góður", eins og Jón Örn orðar það. Þar er líka heitt vatn sem nýtist vart til annars en fiskeldis því það er ekki nema tíu til tuttugu gráður. Tálknfirðingar eiga að baki langa reynslu af fiskeldi. Þar hófst laxeldi fyrir tuttugu árum og um skeið var alið í 22 kvíum. Það fór hins vegar illa, meðal annars vegna þess að notast var við íslenska stofna sem kunnu helsinu illa. Þorskurinn er viðráðanlegri. Jón Örn Pálsson telur að eftir um tíu ár verði að stórfjölga starfsfólki, bæði í þorskeldinu sjálfu og eins í vinnslunni. Fiskurinn er unninn hjá Þórsbergi á Tálknafirði og Odda á Patreksfirði en Þóroddur er í eigu fyrirtækjanna tveggja. "Um 50 til 60 störf munu byggja á eldinu," segir hann og bætir við: "Þetta er okkar auðlind og mun breyta byggðaskilyrðum á Vestfjörðum. Það eina sem þarf er þekking og aftur þekking og hana erum við að byggja upp." Í dag eru smáfiskar veiddir og settir í kvínna þar sem þeir eru aldir upp í sláturstærð. Samhliða fara fram tilraunir með seiðaeldi og er stefnt að því að uppistaða starfseminnar verði á þann veg innan fárra ára; seiði verða framleidd, þau stríðalin upp í fullvaxta þorska og svo er slátrað, verkað og selt á borð svangra, austan hafs og vestan. Og móðir náttúra á litla möguleika í samkeppninni, villtur þorskur er mörg ár að ná sama vexti og hinn aldi í kvíunum í Tálknafirði. Jón Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Þórodds, nartar í loðnu.MYND/Vilhelm Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Það er með ólíkindum að fylgjast með svöngum þorski svamla við yfirborð sjávar og bíða þess að fá að éta. Aðfarirnar sýna svo ekki verður um villst að baráttueðli þorsksins er mikið, hann gefur ekkert eftir í hörðum slagnum um ætið og teygir sig jafnvel upp að mannfólkinu í von um bita. Þorskurinn í kvíunum í Tálknafirði veit hvenær von er á málsverði, hann þekkir vélarniðinn í bátnum sem ber honum björgina tvisvar á dag og fetar sig frá botninum og upp að yfirborðinu eftir því sem niðurinn færist nær. Bolfiskurinn, sem alla tíð hefur haldið sig við botninn, verður allt í einu eins og hver annar uppsjávarfiskur og hegðar sér líkt og frænkurnar loðna og síld. Og loðnan kemur aldeilis við sögu, hún er á matseðlinum. Þennan dag og aðra. "Þetta er framtíðaratvinnugrein hér í firðinum og eflaust víðar, það er engin spurning," segir Jón Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Þórodds, á stíminu út að kvínni. "Það þarf að minnsta kosti mikið út af að bera til að svo verði ekki." Þrátt fyrir að vera bjartsýnn að eðlisfari byggir Jón Örn svör sín á þekkingu og reynslu. Hann veit hvað þarf til að ala þorsk upp í sláturstærð en veit líka að ekkert má klikka. "Sjúkdóma hefur ekki orðið vart hér, líkt og komið hafa upp í Noregi." Sjö, níu, þrettán. Tálknafjörðurinn er eins og hannaður fyrir þorskeldi, hann er skjólríkur, straumar eru hagstæðir og "sjórinn almennt góður", eins og Jón Örn orðar það. Þar er líka heitt vatn sem nýtist vart til annars en fiskeldis því það er ekki nema tíu til tuttugu gráður. Tálknfirðingar eiga að baki langa reynslu af fiskeldi. Þar hófst laxeldi fyrir tuttugu árum og um skeið var alið í 22 kvíum. Það fór hins vegar illa, meðal annars vegna þess að notast var við íslenska stofna sem kunnu helsinu illa. Þorskurinn er viðráðanlegri. Jón Örn Pálsson telur að eftir um tíu ár verði að stórfjölga starfsfólki, bæði í þorskeldinu sjálfu og eins í vinnslunni. Fiskurinn er unninn hjá Þórsbergi á Tálknafirði og Odda á Patreksfirði en Þóroddur er í eigu fyrirtækjanna tveggja. "Um 50 til 60 störf munu byggja á eldinu," segir hann og bætir við: "Þetta er okkar auðlind og mun breyta byggðaskilyrðum á Vestfjörðum. Það eina sem þarf er þekking og aftur þekking og hana erum við að byggja upp." Í dag eru smáfiskar veiddir og settir í kvínna þar sem þeir eru aldir upp í sláturstærð. Samhliða fara fram tilraunir með seiðaeldi og er stefnt að því að uppistaða starfseminnar verði á þann veg innan fárra ára; seiði verða framleidd, þau stríðalin upp í fullvaxta þorska og svo er slátrað, verkað og selt á borð svangra, austan hafs og vestan. Og móðir náttúra á litla möguleika í samkeppninni, villtur þorskur er mörg ár að ná sama vexti og hinn aldi í kvíunum í Tálknafirði. Jón Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Þórodds, nartar í loðnu.MYND/Vilhelm
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira