Þorskeldi framtíð Vestfjarða 21. nóvember 2004 00:01 Það er með ólíkindum að fylgjast með svöngum þorski svamla við yfirborð sjávar og bíða þess að fá að éta. Aðfarirnar sýna svo ekki verður um villst að baráttueðli þorsksins er mikið, hann gefur ekkert eftir í hörðum slagnum um ætið og teygir sig jafnvel upp að mannfólkinu í von um bita. Þorskurinn í kvíunum í Tálknafirði veit hvenær von er á málsverði, hann þekkir vélarniðinn í bátnum sem ber honum björgina tvisvar á dag og fetar sig frá botninum og upp að yfirborðinu eftir því sem niðurinn færist nær. Bolfiskurinn, sem alla tíð hefur haldið sig við botninn, verður allt í einu eins og hver annar uppsjávarfiskur og hegðar sér líkt og frænkurnar loðna og síld. Og loðnan kemur aldeilis við sögu, hún er á matseðlinum. Þennan dag og aðra. "Þetta er framtíðaratvinnugrein hér í firðinum og eflaust víðar, það er engin spurning," segir Jón Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Þórodds, á stíminu út að kvínni. "Það þarf að minnsta kosti mikið út af að bera til að svo verði ekki." Þrátt fyrir að vera bjartsýnn að eðlisfari byggir Jón Örn svör sín á þekkingu og reynslu. Hann veit hvað þarf til að ala þorsk upp í sláturstærð en veit líka að ekkert má klikka. "Sjúkdóma hefur ekki orðið vart hér, líkt og komið hafa upp í Noregi." Sjö, níu, þrettán. Tálknafjörðurinn er eins og hannaður fyrir þorskeldi, hann er skjólríkur, straumar eru hagstæðir og "sjórinn almennt góður", eins og Jón Örn orðar það. Þar er líka heitt vatn sem nýtist vart til annars en fiskeldis því það er ekki nema tíu til tuttugu gráður. Tálknfirðingar eiga að baki langa reynslu af fiskeldi. Þar hófst laxeldi fyrir tuttugu árum og um skeið var alið í 22 kvíum. Það fór hins vegar illa, meðal annars vegna þess að notast var við íslenska stofna sem kunnu helsinu illa. Þorskurinn er viðráðanlegri. Jón Örn Pálsson telur að eftir um tíu ár verði að stórfjölga starfsfólki, bæði í þorskeldinu sjálfu og eins í vinnslunni. Fiskurinn er unninn hjá Þórsbergi á Tálknafirði og Odda á Patreksfirði en Þóroddur er í eigu fyrirtækjanna tveggja. "Um 50 til 60 störf munu byggja á eldinu," segir hann og bætir við: "Þetta er okkar auðlind og mun breyta byggðaskilyrðum á Vestfjörðum. Það eina sem þarf er þekking og aftur þekking og hana erum við að byggja upp." Í dag eru smáfiskar veiddir og settir í kvínna þar sem þeir eru aldir upp í sláturstærð. Samhliða fara fram tilraunir með seiðaeldi og er stefnt að því að uppistaða starfseminnar verði á þann veg innan fárra ára; seiði verða framleidd, þau stríðalin upp í fullvaxta þorska og svo er slátrað, verkað og selt á borð svangra, austan hafs og vestan. Og móðir náttúra á litla möguleika í samkeppninni, villtur þorskur er mörg ár að ná sama vexti og hinn aldi í kvíunum í Tálknafirði. Jón Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Þórodds, nartar í loðnu.MYND/Vilhelm Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Það er með ólíkindum að fylgjast með svöngum þorski svamla við yfirborð sjávar og bíða þess að fá að éta. Aðfarirnar sýna svo ekki verður um villst að baráttueðli þorsksins er mikið, hann gefur ekkert eftir í hörðum slagnum um ætið og teygir sig jafnvel upp að mannfólkinu í von um bita. Þorskurinn í kvíunum í Tálknafirði veit hvenær von er á málsverði, hann þekkir vélarniðinn í bátnum sem ber honum björgina tvisvar á dag og fetar sig frá botninum og upp að yfirborðinu eftir því sem niðurinn færist nær. Bolfiskurinn, sem alla tíð hefur haldið sig við botninn, verður allt í einu eins og hver annar uppsjávarfiskur og hegðar sér líkt og frænkurnar loðna og síld. Og loðnan kemur aldeilis við sögu, hún er á matseðlinum. Þennan dag og aðra. "Þetta er framtíðaratvinnugrein hér í firðinum og eflaust víðar, það er engin spurning," segir Jón Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Þórodds, á stíminu út að kvínni. "Það þarf að minnsta kosti mikið út af að bera til að svo verði ekki." Þrátt fyrir að vera bjartsýnn að eðlisfari byggir Jón Örn svör sín á þekkingu og reynslu. Hann veit hvað þarf til að ala þorsk upp í sláturstærð en veit líka að ekkert má klikka. "Sjúkdóma hefur ekki orðið vart hér, líkt og komið hafa upp í Noregi." Sjö, níu, þrettán. Tálknafjörðurinn er eins og hannaður fyrir þorskeldi, hann er skjólríkur, straumar eru hagstæðir og "sjórinn almennt góður", eins og Jón Örn orðar það. Þar er líka heitt vatn sem nýtist vart til annars en fiskeldis því það er ekki nema tíu til tuttugu gráður. Tálknfirðingar eiga að baki langa reynslu af fiskeldi. Þar hófst laxeldi fyrir tuttugu árum og um skeið var alið í 22 kvíum. Það fór hins vegar illa, meðal annars vegna þess að notast var við íslenska stofna sem kunnu helsinu illa. Þorskurinn er viðráðanlegri. Jón Örn Pálsson telur að eftir um tíu ár verði að stórfjölga starfsfólki, bæði í þorskeldinu sjálfu og eins í vinnslunni. Fiskurinn er unninn hjá Þórsbergi á Tálknafirði og Odda á Patreksfirði en Þóroddur er í eigu fyrirtækjanna tveggja. "Um 50 til 60 störf munu byggja á eldinu," segir hann og bætir við: "Þetta er okkar auðlind og mun breyta byggðaskilyrðum á Vestfjörðum. Það eina sem þarf er þekking og aftur þekking og hana erum við að byggja upp." Í dag eru smáfiskar veiddir og settir í kvínna þar sem þeir eru aldir upp í sláturstærð. Samhliða fara fram tilraunir með seiðaeldi og er stefnt að því að uppistaða starfseminnar verði á þann veg innan fárra ára; seiði verða framleidd, þau stríðalin upp í fullvaxta þorska og svo er slátrað, verkað og selt á borð svangra, austan hafs og vestan. Og móðir náttúra á litla möguleika í samkeppninni, villtur þorskur er mörg ár að ná sama vexti og hinn aldi í kvíunum í Tálknafirði. Jón Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Þórodds, nartar í loðnu.MYND/Vilhelm
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira