Nýjar kosningar eina leiðin 29. nóvember 2004 00:01 Leóníd Kútsma, forseti Úkraínu segir að nýjar forsetakosningar kunni að vera eina leiðin til að losa þjóðina úr þeirri spennutreyju sem hún sé í. Ólga fer hratt vaxandi með hótunum um aðskilnað og sjálfsstjórn í austurhluta landsins. Janúkovítsj, sem hefur verið lýstur sigurvegari í kosningunum, segist styðja að þær verði endurteknar ef svik verða sönnuð. Spennan er slík í landinu að óttast er að upp úr sjóði. Stjórnarandstaðan vill láta ógilda kosningarnar og boða til nýrra þann 12. desember vegna kosningasvika. Myndband sem sýnt var í sjónvarpi í dag sýnir eyðileggingu á kjörgögnum og kjósendur sem ekið er um í bíl merktum stórnvöldum á milli margra kjörstaða, og kjósendum eru réttir fleiri en einn kjörseðill. Hæstiréttur landsins hóf að fjalla um málið í morgun en það mun eflaust taka nokkra daga að ná niðurstöðu. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Júsjenkos standa nú þúsundum saman fyrir utan Hæstarétt. Þar eru einnig samankomnir stuðningsmenn Janúkovítsj sem yfirkjörstjórn Úkraínu hefur lýst sigurvegara. Þeir hóta að krefjast sjálfstjórnar í austurhluta landsins ef Júsjenko, keppinautur hans, verður lýstur sigurvegari. Sergej Kunitsyn, forsætisráðherra Krímskaga, segir fulltrúa frá yfirvöldum í Rússlandi spyrja hvort ekki sé brýnt að boða til kosninga til að skera úr um aðskilnað sjálfsstjórnarlýðveldisins Krím og að það gerist aðili að ríkjasambandi Rússlands. Viktor Janúkovítsj lýsti því óvænt yfir í dag að hann myndi styðja að kosningarnar verði endurteknar ef svik verða sönnuð. Á meðan hafa leiðtogar fjölda landa lýst yfir áhyggjum sínum af ólgunni í landinu. Fráfarandi forseti, Leóníd Kútsma, segir útilokað að landinu verði skipt og varaði við hættunni á því að efnahagur landsins hrynji vegna deilnanna. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, segir að fyrst af öllu beri að endurtaka kosningarnar án alls ofbeldis og að skera verði úr um öll ágreiningsmál eins og haft hafi verið eftir Hæstarétti í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir áhyggjuefni flestra í dag sé hvernig best sé að halda landinu saman, greina hvað hafi gerst, hvaða skref beri að stíga næst og gera það þannig að fólki verði ekki misboðið. „Ég tel að best sé að þetta sé í höndum fólksins á bak við tjöldin,“ sagði Blair. Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Leóníd Kútsma, forseti Úkraínu segir að nýjar forsetakosningar kunni að vera eina leiðin til að losa þjóðina úr þeirri spennutreyju sem hún sé í. Ólga fer hratt vaxandi með hótunum um aðskilnað og sjálfsstjórn í austurhluta landsins. Janúkovítsj, sem hefur verið lýstur sigurvegari í kosningunum, segist styðja að þær verði endurteknar ef svik verða sönnuð. Spennan er slík í landinu að óttast er að upp úr sjóði. Stjórnarandstaðan vill láta ógilda kosningarnar og boða til nýrra þann 12. desember vegna kosningasvika. Myndband sem sýnt var í sjónvarpi í dag sýnir eyðileggingu á kjörgögnum og kjósendur sem ekið er um í bíl merktum stórnvöldum á milli margra kjörstaða, og kjósendum eru réttir fleiri en einn kjörseðill. Hæstiréttur landsins hóf að fjalla um málið í morgun en það mun eflaust taka nokkra daga að ná niðurstöðu. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Júsjenkos standa nú þúsundum saman fyrir utan Hæstarétt. Þar eru einnig samankomnir stuðningsmenn Janúkovítsj sem yfirkjörstjórn Úkraínu hefur lýst sigurvegara. Þeir hóta að krefjast sjálfstjórnar í austurhluta landsins ef Júsjenko, keppinautur hans, verður lýstur sigurvegari. Sergej Kunitsyn, forsætisráðherra Krímskaga, segir fulltrúa frá yfirvöldum í Rússlandi spyrja hvort ekki sé brýnt að boða til kosninga til að skera úr um aðskilnað sjálfsstjórnarlýðveldisins Krím og að það gerist aðili að ríkjasambandi Rússlands. Viktor Janúkovítsj lýsti því óvænt yfir í dag að hann myndi styðja að kosningarnar verði endurteknar ef svik verða sönnuð. Á meðan hafa leiðtogar fjölda landa lýst yfir áhyggjum sínum af ólgunni í landinu. Fráfarandi forseti, Leóníd Kútsma, segir útilokað að landinu verði skipt og varaði við hættunni á því að efnahagur landsins hrynji vegna deilnanna. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, segir að fyrst af öllu beri að endurtaka kosningarnar án alls ofbeldis og að skera verði úr um öll ágreiningsmál eins og haft hafi verið eftir Hæstarétti í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir áhyggjuefni flestra í dag sé hvernig best sé að halda landinu saman, greina hvað hafi gerst, hvaða skref beri að stíga næst og gera það þannig að fólki verði ekki misboðið. „Ég tel að best sé að þetta sé í höndum fólksins á bak við tjöldin,“ sagði Blair.
Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira