Félagslegur jöfnunarsjóður 23. júní 2004 00:01 LÍN - Agnar Freyr Helgason Fyrir stuttu síðan voru samþykktar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir næsta vetur. Niðurstöður samninganefndar sem vann að málinu fyrir hönd stjórnar lánasjóðsins voru mikil vonbrigði fyrir þann mikla fjölda námsmanna sem treysta á framfærslu frá sjóðnum yfir vetrarmánuðina.Þær kjarabætur sem stúdentum eru veittar eru afar rýrar samanborið við nýlega kjarasamninga annarra stétta. Þannig hækkar grunnframfærsla námslánanna einungis um 2,6 prósent (úr 77.500 kr. í 79.500 kr.) og hið svokallaða skerðingarhlutfall lækkar um 2 prósent, úr 35 prósentum í 33 prósent. Frítekjumarkið stendur í stað - er áfram 300.000 kr. Miðað við þessar tölur er meðalhækkun ráðstöfunartekna stúdenta 3 prósent á milli ára. Raunlækkun mun því verða á kjörum námsmanna enn eitt árið. Þessi þrjú lykilhugtök eru lánþegum sjóðsins að góðu kunn, en aðrir hafa líklega varla meira en óskýra mynd af merkingu þeirra. Grunnframfærslan er sú upphæð sem námsmanni í leiguhúsnæði er ætluð á mánuði. Fæstir lánþegar fá þessa upphæð þó óskerta, sökum tekjutengingar. Sú skerðing hefst þegar frítekjumarkinu er náð - það er að segja, tekjur undir frítekjumarkinu koma ekki til skerðingar námslánanna. Eins og staðan er í dag er þessi þröskuldur hins vegar svo neðarlega að námsmaður sem er duglegur yfir sumarmánuðina fær ekki óskert lán. Skerðingarhlutfallið er það hlutfall af tekjum umfram frítekjumark sem lánið skerðist um. Núverandi ríkisstjórn hefur kappkostað að lækka þetta hlutfall sem mest, en á meðan hafa grunnframfærslan og frítekjumarkið setið á hakanum. Meginrökin fyrir því að lækka skerðingarhlutfallið hafa ætíð verið þau, að ekki eigi að refsa námsmanni fyrir að vera duglegur við vinnu með því að skerða námslánin um of. Þessi fullyrðing á þó varla við um meðalnámsmanninn, sem berst við það á hverju misseri að láta enda ná saman. Fullyrðingin er meira í takt við hinn draumkennda athafnamann sem af einhverjum ástæðum þarf að þiggja námslán frá ríkinu, þrátt fyrir að hafa rausnarlegar mánaðartekjur. Þessi sjónarmið eru einnig ansi vafasöm í ljósi meginmarkmiðs sjóðsins. Í þriðju grein laga um lánasjóðinn segir: "Miða skal við að námslán samkvæmt lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af náms- og framfærslukostnaði meðan á námi stendur...". Það er nefnilega þannig að grunnframfærslan er innan við 70 prósent af áætluðum framfærslukostnaði námsmanns (um 116.000 kr. á mánuði). Lánþegum er því ætlað að leita á náðir vina og vandamanna nái þeir ekki að lifa 30 prósent undir eðlilegum framfærslukostnaði - nú eða ellegar vinna meðfram náminu. Það má vel vera að það sé á færi margra námsmanna að gera það - undirritaður er til að mynda einn af þeim sem á bæði kost á því að vinna eilítið á veturna og að njóta ríkulegs stuðnings fjölskyldunnar. Það eru hins vegar mun fleiri sem hvorki eiga kost á því að njóta fjárhagsstuðnings né að vinna - enda getur háskólanám verið rúmlega fullt starf á álagstímum. Núverandi lánasjóðskerfi er því síður en svo hvetjandi fyrir efnalitla einstaklinga sem hyggja á nám. Á meðan margir lánþegar lifa langt undir áætluðum framfærslukostnaði námsmanns getur það engan veginn verið réttlætanlegt að lækka skerðingarhlutfallið enn frekar. Hlutverk sjóðsins er, og mun vonandi alltaf verða, að tryggja jafnrétti til náms á Íslandi, óháð efnahag. Lánin sem sjóðurinn veitir eru ekki dagpeningar fyrir alla þá sem stunda háskólanám. Þvert á móti eru þau neyðarúrræði sem gerir efnalitlum námsmönnum kleift að stunda námið. Þau eru ekki ætluð til þess að standa undir stórbrotnum lífsstíl efnameiri einstaklinga - borga fyrir sólarlandarferðir eða safna á bankabók. Því er mikilvægt að tryggja hlutverk lánasjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs við gerð næstu úthlutunarreglna. Það verður einungis gert með því að sníða lánin að raunhæfum útgjöldum námsmanns og úthluta þeim á réttlátan hátt - hækka grunnframfærsluna og frítekjumarkið, en leyfa skerðingarhlutfallinu að haldast óbreyttu. Höfundur er hagfræðinemi og fulltrúi Röskvu í lánasjóðsnefnd Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
LÍN - Agnar Freyr Helgason Fyrir stuttu síðan voru samþykktar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir næsta vetur. Niðurstöður samninganefndar sem vann að málinu fyrir hönd stjórnar lánasjóðsins voru mikil vonbrigði fyrir þann mikla fjölda námsmanna sem treysta á framfærslu frá sjóðnum yfir vetrarmánuðina.Þær kjarabætur sem stúdentum eru veittar eru afar rýrar samanborið við nýlega kjarasamninga annarra stétta. Þannig hækkar grunnframfærsla námslánanna einungis um 2,6 prósent (úr 77.500 kr. í 79.500 kr.) og hið svokallaða skerðingarhlutfall lækkar um 2 prósent, úr 35 prósentum í 33 prósent. Frítekjumarkið stendur í stað - er áfram 300.000 kr. Miðað við þessar tölur er meðalhækkun ráðstöfunartekna stúdenta 3 prósent á milli ára. Raunlækkun mun því verða á kjörum námsmanna enn eitt árið. Þessi þrjú lykilhugtök eru lánþegum sjóðsins að góðu kunn, en aðrir hafa líklega varla meira en óskýra mynd af merkingu þeirra. Grunnframfærslan er sú upphæð sem námsmanni í leiguhúsnæði er ætluð á mánuði. Fæstir lánþegar fá þessa upphæð þó óskerta, sökum tekjutengingar. Sú skerðing hefst þegar frítekjumarkinu er náð - það er að segja, tekjur undir frítekjumarkinu koma ekki til skerðingar námslánanna. Eins og staðan er í dag er þessi þröskuldur hins vegar svo neðarlega að námsmaður sem er duglegur yfir sumarmánuðina fær ekki óskert lán. Skerðingarhlutfallið er það hlutfall af tekjum umfram frítekjumark sem lánið skerðist um. Núverandi ríkisstjórn hefur kappkostað að lækka þetta hlutfall sem mest, en á meðan hafa grunnframfærslan og frítekjumarkið setið á hakanum. Meginrökin fyrir því að lækka skerðingarhlutfallið hafa ætíð verið þau, að ekki eigi að refsa námsmanni fyrir að vera duglegur við vinnu með því að skerða námslánin um of. Þessi fullyrðing á þó varla við um meðalnámsmanninn, sem berst við það á hverju misseri að láta enda ná saman. Fullyrðingin er meira í takt við hinn draumkennda athafnamann sem af einhverjum ástæðum þarf að þiggja námslán frá ríkinu, þrátt fyrir að hafa rausnarlegar mánaðartekjur. Þessi sjónarmið eru einnig ansi vafasöm í ljósi meginmarkmiðs sjóðsins. Í þriðju grein laga um lánasjóðinn segir: "Miða skal við að námslán samkvæmt lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af náms- og framfærslukostnaði meðan á námi stendur...". Það er nefnilega þannig að grunnframfærslan er innan við 70 prósent af áætluðum framfærslukostnaði námsmanns (um 116.000 kr. á mánuði). Lánþegum er því ætlað að leita á náðir vina og vandamanna nái þeir ekki að lifa 30 prósent undir eðlilegum framfærslukostnaði - nú eða ellegar vinna meðfram náminu. Það má vel vera að það sé á færi margra námsmanna að gera það - undirritaður er til að mynda einn af þeim sem á bæði kost á því að vinna eilítið á veturna og að njóta ríkulegs stuðnings fjölskyldunnar. Það eru hins vegar mun fleiri sem hvorki eiga kost á því að njóta fjárhagsstuðnings né að vinna - enda getur háskólanám verið rúmlega fullt starf á álagstímum. Núverandi lánasjóðskerfi er því síður en svo hvetjandi fyrir efnalitla einstaklinga sem hyggja á nám. Á meðan margir lánþegar lifa langt undir áætluðum framfærslukostnaði námsmanns getur það engan veginn verið réttlætanlegt að lækka skerðingarhlutfallið enn frekar. Hlutverk sjóðsins er, og mun vonandi alltaf verða, að tryggja jafnrétti til náms á Íslandi, óháð efnahag. Lánin sem sjóðurinn veitir eru ekki dagpeningar fyrir alla þá sem stunda háskólanám. Þvert á móti eru þau neyðarúrræði sem gerir efnalitlum námsmönnum kleift að stunda námið. Þau eru ekki ætluð til þess að standa undir stórbrotnum lífsstíl efnameiri einstaklinga - borga fyrir sólarlandarferðir eða safna á bankabók. Því er mikilvægt að tryggja hlutverk lánasjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs við gerð næstu úthlutunarreglna. Það verður einungis gert með því að sníða lánin að raunhæfum útgjöldum námsmanns og úthluta þeim á réttlátan hátt - hækka grunnframfærsluna og frítekjumarkið, en leyfa skerðingarhlutfallinu að haldast óbreyttu. Höfundur er hagfræðinemi og fulltrúi Röskvu í lánasjóðsnefnd Stúdentaráðs.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun