SPRON og SPV líklega að sameinast 8. október 2004 00:01 Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) hafa í umboði stjórna undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sparisjóðanna. Stjórnir beggja sjóðanna eru sammála um að fleiri sparisjóðir geti gengið til sameiningar við SPRON og SPV, enda muni hagur sparisjóðanna tveggja eflast við sameiningu og jafnframt hagur annarra sparisjóða í landinu ef af frekari sameiningu verður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðunum sem send var út fyrir stundu.Verðmætamat og greining hefur farið fram á báðum sjóðum af óháðum endurskoðanda. Á grundvelli hennar og annarra atriða sem mikilvæg eru í tengslum við samrunann eru stjórnirnar sammála um að hlutfall SPRON verði 60/100 og hlutfall SPV verði 40/100 í sameinuðum sparisjóði. Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, telur að sameining af þessu tagi muni bæta hag stofnfjáreigenda, auka verðmæti stofnfjárbréfa og gera viðskipti með þau greiðari. Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, telur þessu til viðbótar að sameining sjóðanna muni leiða til hagræðingar í rekstri og aukinna sóknarfæra. Þá væntir hann þess að arðsemi verði betri til hagsbóta fyrir viðskiptamenn sparisjóðanna og jafnframt skapa starfsmönnum traustara starfsumhverfi. Á næstunni verður í þessum tilgangi skipuð samrunanefnd sem í eiga sæti tveir menn frá hvorum sjóði, Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, og Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, ásamt endurskoðendum beggja sparisjóðanna, þeim Sigurði Jónssyni og Þóri Ólafssyni. Á meðal verkefna samrunanefndarinnar verður að setja fram markmið með samrunanum, áætla samrunaáhrif, gera tillögu um samrunaaðferð, skipulag, stjórn og helstu stjórnendur. Ef sameining sjóðanna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi 1. janúar 2005. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) hafa í umboði stjórna undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sparisjóðanna. Stjórnir beggja sjóðanna eru sammála um að fleiri sparisjóðir geti gengið til sameiningar við SPRON og SPV, enda muni hagur sparisjóðanna tveggja eflast við sameiningu og jafnframt hagur annarra sparisjóða í landinu ef af frekari sameiningu verður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðunum sem send var út fyrir stundu.Verðmætamat og greining hefur farið fram á báðum sjóðum af óháðum endurskoðanda. Á grundvelli hennar og annarra atriða sem mikilvæg eru í tengslum við samrunann eru stjórnirnar sammála um að hlutfall SPRON verði 60/100 og hlutfall SPV verði 40/100 í sameinuðum sparisjóði. Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, telur að sameining af þessu tagi muni bæta hag stofnfjáreigenda, auka verðmæti stofnfjárbréfa og gera viðskipti með þau greiðari. Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, telur þessu til viðbótar að sameining sjóðanna muni leiða til hagræðingar í rekstri og aukinna sóknarfæra. Þá væntir hann þess að arðsemi verði betri til hagsbóta fyrir viðskiptamenn sparisjóðanna og jafnframt skapa starfsmönnum traustara starfsumhverfi. Á næstunni verður í þessum tilgangi skipuð samrunanefnd sem í eiga sæti tveir menn frá hvorum sjóði, Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, og Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, ásamt endurskoðendum beggja sparisjóðanna, þeim Sigurði Jónssyni og Þóri Ólafssyni. Á meðal verkefna samrunanefndarinnar verður að setja fram markmið með samrunanum, áætla samrunaáhrif, gera tillögu um samrunaaðferð, skipulag, stjórn og helstu stjórnendur. Ef sameining sjóðanna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi 1. janúar 2005.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira