Verið að éta okkur út á gaddinn? 29. júní 2004 00:01 Hvalveiðar - Örnólfur Thorlacius, líffræðingur og fv. rektor. Í upphafi skal tekið fram að ég tel engan vafa á því að stofnar hrefnu og fleiri hvala við Ísland þola hóflegar veiðar, og ég er síst á móti þeim, að því tilskildu að markaður fáist fyrir afurðirnar og öfgamönnum takist ekki að spilla orðstír okkar með áróðri. Enga afstöðu tek ég til deilna á milli hvalaskoðunar- og hvalveiðimanna um það hvorir dragi meiri björg í bú, eða hvort þessar atvinnugreinar geti farið saman. Ég tek ekki undir það að hvalirnir eigi að njóta fríðinda umfram önnur dýr í fæðukeðju okkar og annarra, svo fremi að ekki sé gengið svo nærri stofnum þeirra að horfi við aldauða, eins og menn vilja gleyma að var, þegar alþjóðasamtök komu hvalveiðabanni á. Ég efast hins vegar um sumar röksemdir hvalveiðisinna fyrir nauðsyn hvalveiða í atvinnuskyni, og þær staðhæfingar, að þeir sem leggjast gegn þessum veiðum tali gegn betri vitund með óábyrgum og röngum málflutningi, eins og framkvæmdastjóri LÍÚ heldur fram í grein í Fréttablaðinu á þjóðhátíðardegi. Oft sést sú skoðun, eins og í greininni, að hvalurinn sé að éta okkur út á gaddinn, og með auknum hvalveiðum gætum við snúið þessari öfugþróun við. Vel má vera að þetta sé rétt, en það er þó engan veginn sjálfgefið. Ég dreg ekki í efa þær tölur sem fram koma í greininni, að hvalir við Ísland éti um sex milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um tvær milljónir tonna af fiski. Í framhaldi er bent á að hrefnan éti um helming af þessum fiski eða milljón tonn, sem óneitanlega er há tala, miðað við það að heildarafli íslenska fiskveiðiflotans hefur verið á bilinu 1,5 til tvær milljónir tonna undanfarin ár. Greinarhöfundur bætir við að skv. fyrirliggjandi gögnum séu 6% af fæðu hrefnunnar þorskfiskar (og takmörkuð gögn bendi til að helmingur þess sé þorskur) og 23% loðna. Í framhaldi af þessu mælir höfundur með hóflegum hvalveiðum til að stuðla að stærri þorskstofni. En vistkerfi sjávar eru mjög flókin, og því miður er alls óvíst að hægt væri að auka þorskgengd með hvalveiðum. Við ættum að fara varlega í að kenna hvalnum um ástand fiskistofna við Ísland. Fyrir allmörgum árum höfðu Namibíumenn áhyggjur af loðselum, sem þeir vissu að sóttu í stofna af þorskfiskum úti fyrir strönd landsins. Með sömu rökum og hér eru uppi um ásókn hvala (og sela) í nytjafiska komu fram tillögur um stórauknar selveiðar. En áður var leitað álits sjólíffræðinga. Þeir bentu á að á miðunum væru nokkrar tegundir þorskfiska, en aðeins ein hefði gildi fyrir útveginn, og vel gæti verið (en þó engan veginn víst) að selurinn æti einkum verðlausu fiskana og veitti þar með nytjafiskunum meira lífsrými. Namibíumenn létu selinn njóta vafans og hættu við herferðina. Þegar íbúar Nýfundnalands reyndu að sporna gegn hruni þorskstofnsins með veiðum á sel, sem talið var að keppti við þá um lífsbjörgina, var á það bent að selurinn veiddi ekki aðeins þorsk, heldur líka sjávardýr sem kepptu við þorskinn um fæðu, svo sem smokkfisk, og óvíst hvort hann gerði meiri usla en gagn. Í tuga- eða hundraða árþúsunda sögu mannkyns veiddu menn lengst af nær engan hval og aðeins lítið eitt af fiski næst ströndum. Hvalveiðar hófust trúlega víðast ekki að gagni fyrr en á 18. öld, og tækni til að ná reyðarhvölum kom ekki fram fyrr en á síðari hluta 19. aldar, þegar Norðmenn tóku upp sprengiskutulinn og hraðskreið vélskip sem höfðu við þessum skepnum. Fram að þeim tíma var samt nóg af fiski um allan sjó. Þrátt fyrir áralanga friðun eiga allir hvalastofnar langt í land með að ná þeirri stærð sem þeir höfðu fyrr á tímum. Ætli skýringin á ástandi fiskistofnanna standi ekki nær okkur mönnunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar - Örnólfur Thorlacius, líffræðingur og fv. rektor. Í upphafi skal tekið fram að ég tel engan vafa á því að stofnar hrefnu og fleiri hvala við Ísland þola hóflegar veiðar, og ég er síst á móti þeim, að því tilskildu að markaður fáist fyrir afurðirnar og öfgamönnum takist ekki að spilla orðstír okkar með áróðri. Enga afstöðu tek ég til deilna á milli hvalaskoðunar- og hvalveiðimanna um það hvorir dragi meiri björg í bú, eða hvort þessar atvinnugreinar geti farið saman. Ég tek ekki undir það að hvalirnir eigi að njóta fríðinda umfram önnur dýr í fæðukeðju okkar og annarra, svo fremi að ekki sé gengið svo nærri stofnum þeirra að horfi við aldauða, eins og menn vilja gleyma að var, þegar alþjóðasamtök komu hvalveiðabanni á. Ég efast hins vegar um sumar röksemdir hvalveiðisinna fyrir nauðsyn hvalveiða í atvinnuskyni, og þær staðhæfingar, að þeir sem leggjast gegn þessum veiðum tali gegn betri vitund með óábyrgum og röngum málflutningi, eins og framkvæmdastjóri LÍÚ heldur fram í grein í Fréttablaðinu á þjóðhátíðardegi. Oft sést sú skoðun, eins og í greininni, að hvalurinn sé að éta okkur út á gaddinn, og með auknum hvalveiðum gætum við snúið þessari öfugþróun við. Vel má vera að þetta sé rétt, en það er þó engan veginn sjálfgefið. Ég dreg ekki í efa þær tölur sem fram koma í greininni, að hvalir við Ísland éti um sex milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um tvær milljónir tonna af fiski. Í framhaldi er bent á að hrefnan éti um helming af þessum fiski eða milljón tonn, sem óneitanlega er há tala, miðað við það að heildarafli íslenska fiskveiðiflotans hefur verið á bilinu 1,5 til tvær milljónir tonna undanfarin ár. Greinarhöfundur bætir við að skv. fyrirliggjandi gögnum séu 6% af fæðu hrefnunnar þorskfiskar (og takmörkuð gögn bendi til að helmingur þess sé þorskur) og 23% loðna. Í framhaldi af þessu mælir höfundur með hóflegum hvalveiðum til að stuðla að stærri þorskstofni. En vistkerfi sjávar eru mjög flókin, og því miður er alls óvíst að hægt væri að auka þorskgengd með hvalveiðum. Við ættum að fara varlega í að kenna hvalnum um ástand fiskistofna við Ísland. Fyrir allmörgum árum höfðu Namibíumenn áhyggjur af loðselum, sem þeir vissu að sóttu í stofna af þorskfiskum úti fyrir strönd landsins. Með sömu rökum og hér eru uppi um ásókn hvala (og sela) í nytjafiska komu fram tillögur um stórauknar selveiðar. En áður var leitað álits sjólíffræðinga. Þeir bentu á að á miðunum væru nokkrar tegundir þorskfiska, en aðeins ein hefði gildi fyrir útveginn, og vel gæti verið (en þó engan veginn víst) að selurinn æti einkum verðlausu fiskana og veitti þar með nytjafiskunum meira lífsrými. Namibíumenn létu selinn njóta vafans og hættu við herferðina. Þegar íbúar Nýfundnalands reyndu að sporna gegn hruni þorskstofnsins með veiðum á sel, sem talið var að keppti við þá um lífsbjörgina, var á það bent að selurinn veiddi ekki aðeins þorsk, heldur líka sjávardýr sem kepptu við þorskinn um fæðu, svo sem smokkfisk, og óvíst hvort hann gerði meiri usla en gagn. Í tuga- eða hundraða árþúsunda sögu mannkyns veiddu menn lengst af nær engan hval og aðeins lítið eitt af fiski næst ströndum. Hvalveiðar hófust trúlega víðast ekki að gagni fyrr en á 18. öld, og tækni til að ná reyðarhvölum kom ekki fram fyrr en á síðari hluta 19. aldar, þegar Norðmenn tóku upp sprengiskutulinn og hraðskreið vélskip sem höfðu við þessum skepnum. Fram að þeim tíma var samt nóg af fiski um allan sjó. Þrátt fyrir áralanga friðun eiga allir hvalastofnar langt í land með að ná þeirri stærð sem þeir höfðu fyrr á tímum. Ætli skýringin á ástandi fiskistofnanna standi ekki nær okkur mönnunum?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar