Verið að éta okkur út á gaddinn? 29. júní 2004 00:01 Hvalveiðar - Örnólfur Thorlacius, líffræðingur og fv. rektor. Í upphafi skal tekið fram að ég tel engan vafa á því að stofnar hrefnu og fleiri hvala við Ísland þola hóflegar veiðar, og ég er síst á móti þeim, að því tilskildu að markaður fáist fyrir afurðirnar og öfgamönnum takist ekki að spilla orðstír okkar með áróðri. Enga afstöðu tek ég til deilna á milli hvalaskoðunar- og hvalveiðimanna um það hvorir dragi meiri björg í bú, eða hvort þessar atvinnugreinar geti farið saman. Ég tek ekki undir það að hvalirnir eigi að njóta fríðinda umfram önnur dýr í fæðukeðju okkar og annarra, svo fremi að ekki sé gengið svo nærri stofnum þeirra að horfi við aldauða, eins og menn vilja gleyma að var, þegar alþjóðasamtök komu hvalveiðabanni á. Ég efast hins vegar um sumar röksemdir hvalveiðisinna fyrir nauðsyn hvalveiða í atvinnuskyni, og þær staðhæfingar, að þeir sem leggjast gegn þessum veiðum tali gegn betri vitund með óábyrgum og röngum málflutningi, eins og framkvæmdastjóri LÍÚ heldur fram í grein í Fréttablaðinu á þjóðhátíðardegi. Oft sést sú skoðun, eins og í greininni, að hvalurinn sé að éta okkur út á gaddinn, og með auknum hvalveiðum gætum við snúið þessari öfugþróun við. Vel má vera að þetta sé rétt, en það er þó engan veginn sjálfgefið. Ég dreg ekki í efa þær tölur sem fram koma í greininni, að hvalir við Ísland éti um sex milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um tvær milljónir tonna af fiski. Í framhaldi er bent á að hrefnan éti um helming af þessum fiski eða milljón tonn, sem óneitanlega er há tala, miðað við það að heildarafli íslenska fiskveiðiflotans hefur verið á bilinu 1,5 til tvær milljónir tonna undanfarin ár. Greinarhöfundur bætir við að skv. fyrirliggjandi gögnum séu 6% af fæðu hrefnunnar þorskfiskar (og takmörkuð gögn bendi til að helmingur þess sé þorskur) og 23% loðna. Í framhaldi af þessu mælir höfundur með hóflegum hvalveiðum til að stuðla að stærri þorskstofni. En vistkerfi sjávar eru mjög flókin, og því miður er alls óvíst að hægt væri að auka þorskgengd með hvalveiðum. Við ættum að fara varlega í að kenna hvalnum um ástand fiskistofna við Ísland. Fyrir allmörgum árum höfðu Namibíumenn áhyggjur af loðselum, sem þeir vissu að sóttu í stofna af þorskfiskum úti fyrir strönd landsins. Með sömu rökum og hér eru uppi um ásókn hvala (og sela) í nytjafiska komu fram tillögur um stórauknar selveiðar. En áður var leitað álits sjólíffræðinga. Þeir bentu á að á miðunum væru nokkrar tegundir þorskfiska, en aðeins ein hefði gildi fyrir útveginn, og vel gæti verið (en þó engan veginn víst) að selurinn æti einkum verðlausu fiskana og veitti þar með nytjafiskunum meira lífsrými. Namibíumenn létu selinn njóta vafans og hættu við herferðina. Þegar íbúar Nýfundnalands reyndu að sporna gegn hruni þorskstofnsins með veiðum á sel, sem talið var að keppti við þá um lífsbjörgina, var á það bent að selurinn veiddi ekki aðeins þorsk, heldur líka sjávardýr sem kepptu við þorskinn um fæðu, svo sem smokkfisk, og óvíst hvort hann gerði meiri usla en gagn. Í tuga- eða hundraða árþúsunda sögu mannkyns veiddu menn lengst af nær engan hval og aðeins lítið eitt af fiski næst ströndum. Hvalveiðar hófust trúlega víðast ekki að gagni fyrr en á 18. öld, og tækni til að ná reyðarhvölum kom ekki fram fyrr en á síðari hluta 19. aldar, þegar Norðmenn tóku upp sprengiskutulinn og hraðskreið vélskip sem höfðu við þessum skepnum. Fram að þeim tíma var samt nóg af fiski um allan sjó. Þrátt fyrir áralanga friðun eiga allir hvalastofnar langt í land með að ná þeirri stærð sem þeir höfðu fyrr á tímum. Ætli skýringin á ástandi fiskistofnanna standi ekki nær okkur mönnunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar - Örnólfur Thorlacius, líffræðingur og fv. rektor. Í upphafi skal tekið fram að ég tel engan vafa á því að stofnar hrefnu og fleiri hvala við Ísland þola hóflegar veiðar, og ég er síst á móti þeim, að því tilskildu að markaður fáist fyrir afurðirnar og öfgamönnum takist ekki að spilla orðstír okkar með áróðri. Enga afstöðu tek ég til deilna á milli hvalaskoðunar- og hvalveiðimanna um það hvorir dragi meiri björg í bú, eða hvort þessar atvinnugreinar geti farið saman. Ég tek ekki undir það að hvalirnir eigi að njóta fríðinda umfram önnur dýr í fæðukeðju okkar og annarra, svo fremi að ekki sé gengið svo nærri stofnum þeirra að horfi við aldauða, eins og menn vilja gleyma að var, þegar alþjóðasamtök komu hvalveiðabanni á. Ég efast hins vegar um sumar röksemdir hvalveiðisinna fyrir nauðsyn hvalveiða í atvinnuskyni, og þær staðhæfingar, að þeir sem leggjast gegn þessum veiðum tali gegn betri vitund með óábyrgum og röngum málflutningi, eins og framkvæmdastjóri LÍÚ heldur fram í grein í Fréttablaðinu á þjóðhátíðardegi. Oft sést sú skoðun, eins og í greininni, að hvalurinn sé að éta okkur út á gaddinn, og með auknum hvalveiðum gætum við snúið þessari öfugþróun við. Vel má vera að þetta sé rétt, en það er þó engan veginn sjálfgefið. Ég dreg ekki í efa þær tölur sem fram koma í greininni, að hvalir við Ísland éti um sex milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um tvær milljónir tonna af fiski. Í framhaldi er bent á að hrefnan éti um helming af þessum fiski eða milljón tonn, sem óneitanlega er há tala, miðað við það að heildarafli íslenska fiskveiðiflotans hefur verið á bilinu 1,5 til tvær milljónir tonna undanfarin ár. Greinarhöfundur bætir við að skv. fyrirliggjandi gögnum séu 6% af fæðu hrefnunnar þorskfiskar (og takmörkuð gögn bendi til að helmingur þess sé þorskur) og 23% loðna. Í framhaldi af þessu mælir höfundur með hóflegum hvalveiðum til að stuðla að stærri þorskstofni. En vistkerfi sjávar eru mjög flókin, og því miður er alls óvíst að hægt væri að auka þorskgengd með hvalveiðum. Við ættum að fara varlega í að kenna hvalnum um ástand fiskistofna við Ísland. Fyrir allmörgum árum höfðu Namibíumenn áhyggjur af loðselum, sem þeir vissu að sóttu í stofna af þorskfiskum úti fyrir strönd landsins. Með sömu rökum og hér eru uppi um ásókn hvala (og sela) í nytjafiska komu fram tillögur um stórauknar selveiðar. En áður var leitað álits sjólíffræðinga. Þeir bentu á að á miðunum væru nokkrar tegundir þorskfiska, en aðeins ein hefði gildi fyrir útveginn, og vel gæti verið (en þó engan veginn víst) að selurinn æti einkum verðlausu fiskana og veitti þar með nytjafiskunum meira lífsrými. Namibíumenn létu selinn njóta vafans og hættu við herferðina. Þegar íbúar Nýfundnalands reyndu að sporna gegn hruni þorskstofnsins með veiðum á sel, sem talið var að keppti við þá um lífsbjörgina, var á það bent að selurinn veiddi ekki aðeins þorsk, heldur líka sjávardýr sem kepptu við þorskinn um fæðu, svo sem smokkfisk, og óvíst hvort hann gerði meiri usla en gagn. Í tuga- eða hundraða árþúsunda sögu mannkyns veiddu menn lengst af nær engan hval og aðeins lítið eitt af fiski næst ströndum. Hvalveiðar hófust trúlega víðast ekki að gagni fyrr en á 18. öld, og tækni til að ná reyðarhvölum kom ekki fram fyrr en á síðari hluta 19. aldar, þegar Norðmenn tóku upp sprengiskutulinn og hraðskreið vélskip sem höfðu við þessum skepnum. Fram að þeim tíma var samt nóg af fiski um allan sjó. Þrátt fyrir áralanga friðun eiga allir hvalastofnar langt í land með að ná þeirri stærð sem þeir höfðu fyrr á tímum. Ætli skýringin á ástandi fiskistofnanna standi ekki nær okkur mönnunum?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun