Mesta lækkun á tveimur dögum 26. október 2004 00:01 Síðustu dagar hafa verið nokkuð átakamiklir í Kauphöll Íslands. Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað um 7,08 prósent á tveimur dögum. Aldrei fyrr hefur lækkunin verið jafnmikil á tveimur dögum. Á mánudag lækkaði Úrvalsvísitalan um fleiri stig en nokkru sinni fyrr og hlutfallslega var lækkunin hin ellefta mesta frá upphafi. Stigametið var slegið í gær þegar vísitalan féll um 156,99 stig og hlutfallslega er lækkunin hin fimmta mesta í prósentum talið frá því að vísitalan var reiknuð fyrst árið 1993 og hin næstmesta síðan 1994. Mjög mikil viðskipti voru í Kauphöllinni í gær. Hlutabréf skiptu um hendur fyrir ríflega tíu milljarða króna í 2.087 viðskiptum. Fjöldi viðskipta bendir mjög til þess að smærri fjárfestar hafi verið að selja bréf fyrir litlar upphæðir í gær. Fjöldi viðskipta í gær er hinn níundi mesti í sögu Kauphallarinnar og hinn mesti síðan 30. desember 2002. Viðskipti í Kauphöllinni hafa verið flest á síðustu dögum hvers árs þegar skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var í gildi. Dagurinn í gær sker sig úr að þessu leyti því ekkert var óvenjulegt við daginn annað en að greinilegur söluþrýstingur var á hlutabréfum í nánast öllum félögum. Mest voru viðskipti með bréf í KB banka og Landsbanka. Líklegt er að margir vilji innleysa mikinn hagnað af eign í þessum tveimur félögum. Auk þess hafa fregnir um hik KB banka varðandi Singer & Friedlander dregið úr væntingum um ytri vöxt. Landsbankinn lækkaði um 6,6 prósent í gær en bankinn hefur hækkað mjög hratt á síðustu mánuðum auk þess sem rekstur bankans er viðkvæmur fyrir sveiflum á markaði því Landsbankinn á miklar eignir í hlutabréfum. Atli B. Guðmundsson, hjá greiningardeild Íslandsbanka, segir lækkun síðustu daga ekki koma á óvart. "Í ljósi þess hve hækkarnirnar voru orðnar miklar og að viðskiptin voru farin að einkennast meira af spákaupmennsku en rekstri fyrirtækjanna þá hlaut að koma að þessu," segir hann. Um það hvort líklegt sé að þessi þróun á markaði haldi áfram segir Atli að erfitt sé að segja til um það. "Það eru sterk rök fyrir því að úr því að þessi þróun er hafin þá sé sennilegt að það muni reyna á meiri lækkanir. Hins vegar eru uppgjörin að berast og fullt af fréttum sem geta hreyft markaðinn líka og þá jafnvel í hina áttina," segir Atli. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið nokkuð átakamiklir í Kauphöll Íslands. Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað um 7,08 prósent á tveimur dögum. Aldrei fyrr hefur lækkunin verið jafnmikil á tveimur dögum. Á mánudag lækkaði Úrvalsvísitalan um fleiri stig en nokkru sinni fyrr og hlutfallslega var lækkunin hin ellefta mesta frá upphafi. Stigametið var slegið í gær þegar vísitalan féll um 156,99 stig og hlutfallslega er lækkunin hin fimmta mesta í prósentum talið frá því að vísitalan var reiknuð fyrst árið 1993 og hin næstmesta síðan 1994. Mjög mikil viðskipti voru í Kauphöllinni í gær. Hlutabréf skiptu um hendur fyrir ríflega tíu milljarða króna í 2.087 viðskiptum. Fjöldi viðskipta bendir mjög til þess að smærri fjárfestar hafi verið að selja bréf fyrir litlar upphæðir í gær. Fjöldi viðskipta í gær er hinn níundi mesti í sögu Kauphallarinnar og hinn mesti síðan 30. desember 2002. Viðskipti í Kauphöllinni hafa verið flest á síðustu dögum hvers árs þegar skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var í gildi. Dagurinn í gær sker sig úr að þessu leyti því ekkert var óvenjulegt við daginn annað en að greinilegur söluþrýstingur var á hlutabréfum í nánast öllum félögum. Mest voru viðskipti með bréf í KB banka og Landsbanka. Líklegt er að margir vilji innleysa mikinn hagnað af eign í þessum tveimur félögum. Auk þess hafa fregnir um hik KB banka varðandi Singer & Friedlander dregið úr væntingum um ytri vöxt. Landsbankinn lækkaði um 6,6 prósent í gær en bankinn hefur hækkað mjög hratt á síðustu mánuðum auk þess sem rekstur bankans er viðkvæmur fyrir sveiflum á markaði því Landsbankinn á miklar eignir í hlutabréfum. Atli B. Guðmundsson, hjá greiningardeild Íslandsbanka, segir lækkun síðustu daga ekki koma á óvart. "Í ljósi þess hve hækkarnirnar voru orðnar miklar og að viðskiptin voru farin að einkennast meira af spákaupmennsku en rekstri fyrirtækjanna þá hlaut að koma að þessu," segir hann. Um það hvort líklegt sé að þessi þróun á markaði haldi áfram segir Atli að erfitt sé að segja til um það. "Það eru sterk rök fyrir því að úr því að þessi þróun er hafin þá sé sennilegt að það muni reyna á meiri lækkanir. Hins vegar eru uppgjörin að berast og fullt af fréttum sem geta hreyft markaðinn líka og þá jafnvel í hina áttina," segir Atli.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira