Mesta lækkun á tveimur dögum 26. október 2004 00:01 Síðustu dagar hafa verið nokkuð átakamiklir í Kauphöll Íslands. Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað um 7,08 prósent á tveimur dögum. Aldrei fyrr hefur lækkunin verið jafnmikil á tveimur dögum. Á mánudag lækkaði Úrvalsvísitalan um fleiri stig en nokkru sinni fyrr og hlutfallslega var lækkunin hin ellefta mesta frá upphafi. Stigametið var slegið í gær þegar vísitalan féll um 156,99 stig og hlutfallslega er lækkunin hin fimmta mesta í prósentum talið frá því að vísitalan var reiknuð fyrst árið 1993 og hin næstmesta síðan 1994. Mjög mikil viðskipti voru í Kauphöllinni í gær. Hlutabréf skiptu um hendur fyrir ríflega tíu milljarða króna í 2.087 viðskiptum. Fjöldi viðskipta bendir mjög til þess að smærri fjárfestar hafi verið að selja bréf fyrir litlar upphæðir í gær. Fjöldi viðskipta í gær er hinn níundi mesti í sögu Kauphallarinnar og hinn mesti síðan 30. desember 2002. Viðskipti í Kauphöllinni hafa verið flest á síðustu dögum hvers árs þegar skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var í gildi. Dagurinn í gær sker sig úr að þessu leyti því ekkert var óvenjulegt við daginn annað en að greinilegur söluþrýstingur var á hlutabréfum í nánast öllum félögum. Mest voru viðskipti með bréf í KB banka og Landsbanka. Líklegt er að margir vilji innleysa mikinn hagnað af eign í þessum tveimur félögum. Auk þess hafa fregnir um hik KB banka varðandi Singer & Friedlander dregið úr væntingum um ytri vöxt. Landsbankinn lækkaði um 6,6 prósent í gær en bankinn hefur hækkað mjög hratt á síðustu mánuðum auk þess sem rekstur bankans er viðkvæmur fyrir sveiflum á markaði því Landsbankinn á miklar eignir í hlutabréfum. Atli B. Guðmundsson, hjá greiningardeild Íslandsbanka, segir lækkun síðustu daga ekki koma á óvart. "Í ljósi þess hve hækkarnirnar voru orðnar miklar og að viðskiptin voru farin að einkennast meira af spákaupmennsku en rekstri fyrirtækjanna þá hlaut að koma að þessu," segir hann. Um það hvort líklegt sé að þessi þróun á markaði haldi áfram segir Atli að erfitt sé að segja til um það. "Það eru sterk rök fyrir því að úr því að þessi þróun er hafin þá sé sennilegt að það muni reyna á meiri lækkanir. Hins vegar eru uppgjörin að berast og fullt af fréttum sem geta hreyft markaðinn líka og þá jafnvel í hina áttina," segir Atli. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið nokkuð átakamiklir í Kauphöll Íslands. Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað um 7,08 prósent á tveimur dögum. Aldrei fyrr hefur lækkunin verið jafnmikil á tveimur dögum. Á mánudag lækkaði Úrvalsvísitalan um fleiri stig en nokkru sinni fyrr og hlutfallslega var lækkunin hin ellefta mesta frá upphafi. Stigametið var slegið í gær þegar vísitalan féll um 156,99 stig og hlutfallslega er lækkunin hin fimmta mesta í prósentum talið frá því að vísitalan var reiknuð fyrst árið 1993 og hin næstmesta síðan 1994. Mjög mikil viðskipti voru í Kauphöllinni í gær. Hlutabréf skiptu um hendur fyrir ríflega tíu milljarða króna í 2.087 viðskiptum. Fjöldi viðskipta bendir mjög til þess að smærri fjárfestar hafi verið að selja bréf fyrir litlar upphæðir í gær. Fjöldi viðskipta í gær er hinn níundi mesti í sögu Kauphallarinnar og hinn mesti síðan 30. desember 2002. Viðskipti í Kauphöllinni hafa verið flest á síðustu dögum hvers árs þegar skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var í gildi. Dagurinn í gær sker sig úr að þessu leyti því ekkert var óvenjulegt við daginn annað en að greinilegur söluþrýstingur var á hlutabréfum í nánast öllum félögum. Mest voru viðskipti með bréf í KB banka og Landsbanka. Líklegt er að margir vilji innleysa mikinn hagnað af eign í þessum tveimur félögum. Auk þess hafa fregnir um hik KB banka varðandi Singer & Friedlander dregið úr væntingum um ytri vöxt. Landsbankinn lækkaði um 6,6 prósent í gær en bankinn hefur hækkað mjög hratt á síðustu mánuðum auk þess sem rekstur bankans er viðkvæmur fyrir sveiflum á markaði því Landsbankinn á miklar eignir í hlutabréfum. Atli B. Guðmundsson, hjá greiningardeild Íslandsbanka, segir lækkun síðustu daga ekki koma á óvart. "Í ljósi þess hve hækkarnirnar voru orðnar miklar og að viðskiptin voru farin að einkennast meira af spákaupmennsku en rekstri fyrirtækjanna þá hlaut að koma að þessu," segir hann. Um það hvort líklegt sé að þessi þróun á markaði haldi áfram segir Atli að erfitt sé að segja til um það. "Það eru sterk rök fyrir því að úr því að þessi þróun er hafin þá sé sennilegt að það muni reyna á meiri lækkanir. Hins vegar eru uppgjörin að berast og fullt af fréttum sem geta hreyft markaðinn líka og þá jafnvel í hina áttina," segir Atli.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira