Erlent

Gáfust upp

Mannræningjarnir í Grikklandi, sem héldu á tímabili hart nær þrjátíu manns í gíslíngu í rútu í Aþenu í gær gáfust í nótt upp eftir 18 klukkustunda þolraun. Mennirnir, sem eru frá Albaníu, gerðu upphaflega kröfu um að vera ekið út á flugvöll og vildu fljúga þaðan til Rússlands. Að auki vildu þeir milljón evrur í lausnargjald. Lögregla segir þá í raun hafa ætlað sér að keyra rútuna til Albaníu og sleppa þar. Í gærdag slepptu mannræningjarnir hægt og rólega meirihluta gíslanna. Jafnframt varð ljóst að þeir voru ekki með sprengjur eins og talið var í upphafi, heldur voru þeir aðeins vopnaðir tveimur haglabyssum. Ástandið var að lokum fremur vonlítið fyrir mannræningjana, sem gáfust, eins og fyrr sagði, upp undir miðnætti nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×