Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Einar Bárðar­son tekur við um­deildu fé­lagi

Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­búða­verð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum

Á fasteignamarkaði voru umsvif á fyrsta ársfjórðungi áþekk því sem þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðaverð hefur hækkað mikið síðustu tvö ár og merki eru um að fasteignamarkaði sé haldið uppi af efnameiri kaupendum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan í vasa hags­muna­aðila

Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af og frá að slakað sé á að­haldi

Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birta nýja á­kvörðun um stýrivexti í dag

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sendir í dag frá sér sína reglulegu yfirlýsingu, meðal annars um hvernig vextir verði hér á landi á næstunni. Yfirlýsingin verður send út klukkan hálfníu og í framhaldinu fer fram kynning á stöðu mála í seðlabankanum auk þess sem ritið Peningamál kemur út.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið ó­gilti lóða­út­hlutun fyrir milljarða

Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins, sem úrskurðaði á dögunum að lóðaúthlutun bæjarins hefði verið ólögmæt. Væntar tekjur af úthlutuninni voru 2,7 milljarðar króna. Fulltrúi minnihlutans segir fjárhag bæjarins í verulegu uppnámi vegna málsins.

Viðskipti innlent