Hætt við að vextir hækki Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð. Viðskipti innlent 27.10.2025 19:13
„Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að ef löggjafinn og Seðlabankinn bregðast ekki við því ástandi sem nú er uppi á lánamarkaði af festu, sé viðbúið að lendingin verði hörð. Viðskipti innlent 27.10.2025 17:10
Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:48
Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. Viðskipti innlent 25.10.2025 21:03
Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Um 48 prósent opinberra starfsmanna eru hlynnt afnámi áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins um 32 prósent eru andvígir afnámi hennar, samkvæmt nýrri könnun. Á sama tíma eru um 54 prósent landsmanna hlynnt því að áminningarskyldan sé afnumin en aðeins 23 prósent andvíg. Viðskipti innlent 25.10.2025 10:20
Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri markaðssóknar hjá Nova, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hún byrjaði 18 ára í þjónustuveri félagsins þegar það var stofnað og hefur setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2017. Viðskipti innlent 24.10.2025 16:03
Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Öll miðlunarlón Landsvirkjunar voru full í upphafi nýs vatnsárs, 1. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 24.10.2025 12:39
Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2025 var jákvæð um 4.245 milljónir króna samanborið við 3.213 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Það er betri niðurstaða en upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og nemur aukningin um 1.032 milljónum króna. Viðskipti innlent 24.10.2025 12:34
Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Alls sátu þrjú kvár í stjórn fyrirtækja árið 2024 og um 97 kvár voru á vinnumarkaði það ár samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 24.10.2025 11:26
Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Drangar hf. og félag í eigu InfoCapital ehf. hafa undirritað samning um uppbyggingu verslunar og þjónustu á Blönduósi. Fyrirhugað er að opna lágvöruverslun og veitingaþjónustu ásamt eldsneytissölu, hraðhleðslu og bílaþvottastöð í bænum. Viðskipti innlent 24.10.2025 10:08
Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. Viðskipti innlent 24.10.2025 08:23
Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Gert er ráð fyrir að fyrstu fjölbýlishúsin rísi við gömlu höfnina í Reykjavík árið 2028 eða ellefu árum eftir að borgin tilkynnti um uppbygginaráform á reitnum. Framkvæmdastjóri segir að ríflega þriðjungur íbúðav verði leigu-, stúdenta eða félagsíbúðir. Ljóst sé að kaupverð á almennum markaði verði í hærri kantinum. Viðskipti innlent 23.10.2025 22:01
„Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir stöðuna á Grundartanga grafalvarlega, og fyrir samfélagið í heild. „Norðurál er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og útflutningsverðmætin sem tapast geta verið allt að sex milljarðar á mánuði,“ segir Sigurður sem fór yfir málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Viðskipti innlent 23.10.2025 21:00
Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Landsbankinn hagnaðist um 29,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaður 11,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hreinar þjónustutekjur 9,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 23.10.2025 19:35
Síminn kaupir Motus og Pei Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ). Félagið á og rekur greiðslulausnina Pei og innheimtufyrirtækið Motus. Heildarvirði GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. Viðskipti innlent 23.10.2025 18:51
Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent. Viðskipti innlent 23.10.2025 16:31
Húsleit hjá Terra Samkeppniseftirlitið lét framkvæma húsleit hjá Terra í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra. Þar segir að málið varði rannsókn eftirlitsins á meintum brotum á samkeppnislögum í tengslum við útboð sveitarfélaga á sorphirðu. Viðskipti innlent 23.10.2025 16:00
Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti. Viðskipti innlent 23.10.2025 14:50
Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. Viðskipti innlent 23.10.2025 13:40
Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Samstöðin ehf., sem rekur fjölmiðil undir sama heiti, tapaði fimmtíu milljónum króna í fyrra, samanborið við 24 milljóna króna tap árið áður. Samstöðin hlaut fjölmiðlastyrk í fyrra en ekki árið áður. Viðskipti innlent 23.10.2025 13:40
Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Íslenska máltæknifyrirtækið Bara kynnti í vikunni norska útgáfu lausnarinnar undir heitinu Bare si det. Opnunarviðburðurinn fór fram í Noregi á mánudaginn í tengslum við Oslo Innovation Week og var haldinn í sendiherrabústað Íslands í Osló. Viðskipti innlent 23.10.2025 12:50
Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að fyrir barnlaust par tæki það tæp tvö ár. Viðskipti innlent 23.10.2025 09:57
Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Um 58 prósent fasteignasala telja fasteignamarkaðinn nú kaupendamarkað og 22 prósent telja markaðinn „mikinn kaupendamarkað“. Viðskipti innlent 23.10.2025 06:39
Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 22.10.2025 16:14