Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Á annan tug starfsmanna Vélfags á Akureyri sem eftir voru var sagt upp störfum í morgun. Stjórnarformaður þess segir félagið ekki gjaldþrota en það sé óstarfhæft vegna þess að reikningar þess séu frystir í þvingunaraðgerðum sem beinast að Rússum. Viðskipti innlent 27.11.2025 13:41
Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025. Viðskipti innlent 27.11.2025 13:04
Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. Viðskipti innlent 27.11.2025 13:03
Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Riian Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Íslandsbanka, hefur sagt upp störfum hjá bankanum. Viðskipti innlent 26.11.2025 11:57
Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Nýsköpunarfyrirtæki með stór áform um magnesíumvinnslu úr sjó stefnir að því að prófa framleiðsluna í fyrsta skipti hér á landi á næsta ári. Hvarfatankur sem íslenskur verkfræðingur hefur þróað á að vera lykilinn að því að vinna málminn með mun umhverfisvænni og skilvirkari hætti en tíðkast hefur til þessa. Viðskipti innlent 26.11.2025 10:33
Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Harpa Björg Guðfinnsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri þróunar þekkingar hjá Iðunni fræðslusetri og þá hefur Sólveig Kolbrún Pálsdóttir verið ráðin deildarstjóri markaðs- og sölumála. Viðskipti innlent 26.11.2025 10:06
Vélfag áfrýjar dómnum Vélfag ehf. mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum félagsins. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem talið er hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. Viðskipti innlent 25.11.2025 19:03
Vill láta hart mæta hörðu Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum. Viðskipti innlent 25.11.2025 14:41
Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. Viðskipti innlent 25.11.2025 13:17
Stofnar félag um olíuleit Heiðar Guðjónsson fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar hefur stofnað olíuleitarfélagið Dreka Kolvetni ehf. Greint er frá stofnun félagsins í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 25.11.2025 12:09
Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. Viðskipti innlent 25.11.2025 09:33
Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum atvinnulífsins í dag um verndartolla Evrópusambandsins (ESB) á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Sjónarmið Íslands hafa hlotið hljómgrunn hjá ESB eftir að niðurstaðan lá fyrir, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá hafi ESB gefið til kynna að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Viðskipti innlent 24.11.2025 20:22
Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Norðurál hefur tilkynnt Orkuveitunni um greiðslufall vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Orkuveitan gerir ráð fyrir lægri rekstrarhagnaði í ár vegna þessa og að arðgreiðslur lækki um tvo milljarða króna á næsta ári. Forstjóri Orkuveitunnar gagnrýnir aðgerðir Norðuráls og segir fyrirtækinu bera að greiða fyrir alla umsamda orku óháð því hvort hún sé nýtt. Viðskipti innlent 24.11.2025 17:30
Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Tólf fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna fá engar skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna úthlutunar á aflahlutdeild á makríl. Ástæðan var sú að krafan var fyrnd. Viðskipti innlent 24.11.2025 17:14
Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 verður haldinn í tíunda sinn í dag á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 9 og 11:30. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Frá yfirlýsingum til árangurs. Viðskipti innlent 24.11.2025 08:32
Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Seðlabankastjóri segist telja að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis. Miklum uppgangi í hagvexti og útflutningi hafi verið fylgt eftir af röð áfalla sem valdi því að verðbólga hjaðni en efnahagsskilyrði versni. Viðskipti innlent 23.11.2025 11:48
Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Erlendur eigandi Vélfags er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB auk þess að tengjast fyrri eiganda fyrirtækisins sem er á þvingunarlista gegn Rússlandi. Þetta kemur fram í rökum utanríkisráðuneytisins fyrir því að synja Vélfagi um framlengingu á undanþágu frá þvingunaraðgerðunum. Viðskipti innlent 21.11.2025 16:13
„Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.11.2025 15:03
Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Samkeppniseftirlitið hefur veitt Ölgerðinni grænt ljós á 3,5 milljarða króna kaup á Gæðabakstri ehf. Viðskipti innlent 21.11.2025 14:45
Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. Viðskipti innlent 21.11.2025 14:44
GK Reykjavík minnkar við sig Starfsemi fataverslunarinnar GK Reykjavík hefur lokað á Hafnartorgi. Starfseminni hefur verið komið fyrir inni í verslun Evu á Laugarvegi. Viðskipti innlent 21.11.2025 13:33
Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS. Viðskipti innlent 21.11.2025 12:31
Kristján lætur af störfum hjá Samherja Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. mun láta af störfum um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:56
Steinar Waage opnar á Akureyri Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:30