Viðskipti Lýður hafnar því að um blekkingar hafi verið að ræða Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson neituðu báðir sök þegar ákæra á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lýður segist engum blekkingum hafa beitt og segir ákæruna hafa komið á óvart. Viðskipti innlent 11.10.2012 19:59 Minni Galaxy S III væntanlegur Talið er að suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung muni opinbera minni útgáfu af flaggskipi sínu, Galaxy S III, á næstu dögum. Snertiskjár nýja símans verður fjórar tommur samkvæmt heimildum fjölmiðla í Suður-Kóreu en skjár iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, er einmitt af svipaðri stærð. Viðskipti erlent 11.10.2012 14:51 Milljarður snjallsíma seldur árið 2015 Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að milljarður snjallsíma verði seldur árið 2015 og að 350 milljón spjaldtölvur verði í umferð á þeim tíma. Viðskipti erlent 11.10.2012 13:51 Galaxy S III er snjallsími ársins Tævanski raftækjaframleiðandinn ASUS vann til fimm verðlauna á T3 tæknihátíðinni sem fór fram í Lundúnum í vikunni. Fulltrúar frá öllum helstu tæknifyrirtækjum veraldar voru viðstaddir afhendingu verðlaunanna. Viðskipti erlent 11.10.2012 12:40 Stjórn REI vildi fjármagna 100 milljarða kaup með lánum Aðeins tíu vikum eftir að Reykjavík Energy Invest (REI) var stofnað lagði stjórn fyrirtækisins það til við fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur að hann færi að kanna hvernig hægt væri að kaupa hlut í orkufyrirtæki á Filipseyjum fyrir 800 milljónir dala, eða sem nemur um ríflega 100 milljörðum króna á núverandi gengi. Viðskipti innlent 11.10.2012 12:12 Glansmyndir af Íslandi prýða nýjan bækling Hyundai Seðlabankinn er færður og settur við hliðina á Hörpunni, jeppi ekur á fullri ferð út í Jökulsárlón, og glæ nýr jeppi ekur undir tveggja ára gömlu öskufalli úr Eyjafjallajökli í nýjum bæklingi Hyundai bílaframleiðands, sem er þar að kynna nýjasta jeppann, eða þriðju kynslóð Hyundai jeppanna. Tuttugu stórar glansmyndir frá Íslandi prýða bæklinginn, þar af 17 óbrenglaðar, en fiktað hefur verið ótæpilega með þrjár fyrrnefndu myndirnar, með nýjustu tölvutækni. Viðskipti innlent 11.10.2012 10:21 Aukin jákvæðni meðal stjórnenda fyrirtækja Margfalt fleiri stjórnendur telja aðstæður slæmar í atvinnulífinu en að þær séu góðar en fleiri þeirra eru á jákvæðu nótunum en í síðustu könnun sem gerð var í júní s.l.. Nú telja 48,1% þeirra aðstæður vera slæmar, 6,4% að þær séu góðar en 45,5% að þær séu hvorki góðar né slæmar. Viðskipti innlent 11.10.2012 10:19 Tölvur og net hjá 99% fyrirtækja landsins Tölvur og nettengingar eru til staðar hjá 99% íslenskra fyrirtækja með 10 eða fleiri starfsmenn. Viðskipti innlent 11.10.2012 08:55 Þekkt vínrækt hættir við haustuppskeru vegna votviðris Einn þekktasta vínrækt Englands, Nyetimber, hefur ákveðið að taka haustuppskeru sína ekki í hús í ár sökum þess hve berin eru léleg að gæðum eftir mjög votviðrasamt sumar. Viðskipti erlent 11.10.2012 07:18 Lenovo veltir Hewlett-Packard úr sessi Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur velt Hewlett-Packard úr sessi sem stærsti framleiðandi á einkatölvum í heiminum. Viðskipti erlent 11.10.2012 06:55 Lánshæfiseinkunn Spánar á leið í ruslflokk hjá S&P Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur ákveðið að lækka lánshæfiseinkunn Spánar um tvo flokka með neikvæðum horfum. Þar með er lánshæfiseinkunnin, BBB-, aðeins einum flokki frá svokölluðum ruslflokki. Viðskipti erlent 11.10.2012 06:52 Nýjar höfuðstöðvar kostuðu 8,5 milljarða króna Árið 1999 var ákveðið að byggja nýjar höfuðstöðvar OR við Bæjarháls í Reykjavík. Byggingin átti upphaflega að kosta um tvo milljarða króna. Boðað var til sérstaks blaðamannafundar vegna mikillar umræðu um kostnað við byggingu hússins í janúar 2005. Þar upplýstu Guðmundur Þóroddsson og Alfreð Þorsteinsson, forstjóri og stjórnarformaður OR á þeim tíma, að heildarkostnaður hefði verið um 4,2 milljarðar króna. Alfreð sagði á fundinum að kostnaðurinn „væri ekki nema rétt rúmlega það sem gerðist í vandaðri grunnskólabyggingu í Reykjavík". Viðskipti innlent 11.10.2012 00:00 Fjármögnun: Tóku stöðu með krónunni Á tímabilinu sem úttektarnefndin skoðaði fjárfesti OR fyrir 210,4 milljarða króna. Fjárfestingarnar skiluðu hins vegar ekki nægjanlegri arðsemi og hafa hvorki staðið undir kostnaði við fjármagn né uppfyllt arðsemismarkmið sem sett voru af stjórn. Í skýrslunni segir: "Meðalarðsemi eigna á tímabilinu er 3% án áhrifa tekjuskatts og fjármagnskostnaðar. Huga þarf að því hvaða þýðingu það hafi til lengri tíma ef arðsemi eigna fyrirtækisins stendur ekki undir fjármagnskostnaði.“ Viðskipti innlent 11.10.2012 00:00 Ólíðandi verkstopp á tímum atvinnuleysis Hörð gagnrýni á vinnubrögð stjórnarflokkanna kom fram á fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands í gær. Var þar sérstaklega vísað í ummæli Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns VG, á Alþingi í fyrradag um framkvæmdir í Bjarnarflagi. Viðskipti innlent 11.10.2012 00:00 Arðgreiðslur: Fjármagnaðar með erlendum lánum Eigendur OR greiddu sér út háar arðgreiðslur og ábyrgðargjald og tóku eignarhlut í Landsvirkjun út úr fyrirtækinu á tímabilinu. Allt þetta veikti eiginfjárstöðu OR mikið. Úttektarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið grundvöllur fyrir þorra þessarra aðgerða. Viðskipti innlent 11.10.2012 00:00 Stærsta skuldabréfaútgáfa einkaaðila frá hruni Eik fasteignafélag hf. lauk í dag skuldabréfaútgáfu upp á 11,6 milljarða króna. Þetta er stærsta skuldabréfaútgáfa einkaaðila á fjármálamarkaði frá árinu 2008 og er sögð marka vatnaskil á íslenskum fjármagnsmarkaði í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 10.10.2012 20:53 Björn Ingi: Allir sem komu að stjórn bera ábyrgð á stöðunni „Eftir á að hyggja var farið of hratt í skuldsetningu, of mikil áhætta tekin gagnvart gengi gjaldmiðla og á því bera allir ábyrgð sem komu að stjórn fyrirtækisins undanfarin ár. Hins vegar má ekki gleyma því að þetta er, þrátt fyrir allt, gífurlega stöndugt fyrirtæki og það skapar mjög miklar tekjur og ef allt gengur að óskum þá verður hægt að líta á vandræðin núna sem mikilvæga lexíu," Viðskipti innlent 10.10.2012 20:00 Á ekki að "viðgangast í fyrirtæki sem er í almannaeigu" Sérstaklega gagnrýnt er í skýrslu úttektarnefndarinnar að stjórnendur hafi tekið ákvörðun um að verja fyrirtækið ekki fyrir gengisáhættu, án þess að fyrir þeirri ákvörðun lægi ítarleg greining á mögulegum áhrifum til lengri tíma litið. Með þessu var tekin áhætta, sem að mati nefndarinnar á ekki að viðgangast í fyrirtæki í almannaeigu. Viðskipti innlent 10.10.2012 17:15 Milljarðaframkvæmdir fyrirhugaðar á Grundartanga Norðurál á Grundartanga áformar verkefni fyrir á annan tug milljarða. Markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi, og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Viðskipti innlent 10.10.2012 16:42 Iceland Express þriðja besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku Iceland Express lenti í þriðja sæti í kjörinu um besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku þegar úrslit Danish Travel Awards voru kynnt í gær. Sigurvegarinn var Danish Air Transport og Norwegian fékk silfrið. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is. Viðskipti innlent 10.10.2012 14:43 Ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir Útgáfufélagið Birtíngur tapaði 20,9 milljónum króna í fyrra. Það tap bætist við 55,9 milljóna króna tap þess árið áður. Eigið fé Birtíngs var neikvætt um 83,2 milljónir króna um síðustu áramót. Viðskipti innlent 10.10.2012 14:30 Félag í eigu SÍ tapaði átta milljörðum Eignasafn Seðlabanka Íslands flutti 34,5 milljarða króna af eignum yfir í Hildu, sem átti áður Sögu. Um er að ræða kröfur á einstaklinga og minni fyrirtæki með veði í fasteignum þeirra. Viðskipti innlent 10.10.2012 14:00 Drómi vill milljarð frá Kaupþingstoppunum Drómi hefur höfðað mál á hendur fimm fyrrverandi yfirstjórnendum Kaupþings til innheimtu rúmlega 900 milljóna króna skuldar vegna jarðakaupa við Langá á Mýrum. Jarðirnar voru ætlaðir undir sumarhús sem aldrei risu. Viðskipti innlent 10.10.2012 13:00 Allt fyrir atvinnumanninn Hjá MHG verslun er persónuleg þjónusta í fyrirrúmi. Verslunin er leiðandi í innflutningi á vinnuvélum og varahlutum og er einnig í fararbroddi með vörur fyrir golf- og fótboltavelli, steypusagir, bora, sláttuvélar og hillukerfi. Öllum þörfum viðskiptavina er mætt með heildarlausnum og skilvirkni. Kynningar 10.10.2012 11:53 Sími Sigurðar hleraður á vormánuðum 2010 Embætti sérstaks saksóknara hleraði síma Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, frá 9. mars til 21. apríl 2010 og síðan aftur frá 6. maí til 27. maí sama ár. Þetta var gert á grundvelli beiðna frá embættinu til héraðsdóms, en þar færð voru fyrir því rök að hlerunin gæti veitt mikilvægar upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi og þátttöku einstakra manna í ákvörðunartöku og framkvæmd viðskipta. Þá þótti líklegt að sakborningar í málinu gætu borið saman bækur sínar. Þetta kemur fram í greinargerð Sigurðar Einarssonar í Al-Thani málinu, en greinargerðin var birt í heild sinni á Vísi í gær. Sigurður var upplýstur um hlerunina í lok árs í fyrra. Viðskipti innlent 10.10.2012 11:49 Mikilvægi góðrar hljóðvistar Vitundarvakning hefur orðið hér á landi um mikilvægi hljóðvistar. Sérstakt svið innan verkfræðistofunnar EFLU veitir ráðgjöf um hljóðvist til fyrirtækja, stofnana og heimila. Vinnustaðir, skólar og íbúðarhúsnæði eru dæmi um staði þar sem mikilvægt er að hafa hljóðvist í lagi. Kynningar 10.10.2012 11:46 Mikið úrval gæðamerkja á góðu verði Húsasmiðjan býður upp á mikið úrval borvéla, bæði rafmagns- og rafhlöðuborvélar fyrir heimili og iðnaðarmenn. "Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og nánast í hverjum mánuði erum við með tilboð á einhverjum vélum," segir Jón Örn Bragason, vörustjóri Húsasmiðjunnar. Kynningar 10.10.2012 11:26 Nýr vefur um viðskipti með fyrirtæki Nýr vefur www.fyrirtaekjakaup.is hefur verið opnaður. Hann er vettvangur fyrir sölu og kaup á litlum og meðalstórum fyrirtækjum og er lifandi markaðstorg þar sem kaupendum og seljendum fyrirtækja er þjónað á hagkvæman og ábyrgan hátt af fagfólki. Viðskipti innlent 10.10.2012 11:19 Markaðurinn kominn á Vísi Milljarðakrafa á hendur Kaupþingsmönnum, hagnaður Viðskiptablaðsins og helmingsfjölgun starfsmanna hjá Google og Amazon. Um allt þetta má lesa í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun. Ef þú smellir á hlekkinn hér að neðan getur þú lesið blaðið. Viðskipti innlent 10.10.2012 11:01 Eigandi Viðskiptablaðsins skilar 14 milljóna hagnaði Myllusetur ehf., sem á og rekur Viðskiptablaðið og tengda fjölmiðla, hagnaðist um 14 milljónir króna í fyrra. Það er töluvert minna en árið áður en félagið hagnaðist þá um 20,9 milljónir króna. Ástæða samdráttarins er sú að fjármunatekjur drógust saman á síðasta ári, fjármagnsgjöld hækkuðu og félagið greiddi 2,8 milljónir króna í tekjuskatt, en það greiddi engan slíkan árið 2010. Þetta kemur fram í ársreikningi Mylluseturs sem var skilað inn til ársreikningaskrár í síðustu viku. Eigendur Mylluseturs eru Pétur Árni Jónsson, sem á 67 prósent, og Sveinn Biering Jónsson, sem á 33 prósent. Viðskipti innlent 10.10.2012 10:00 « ‹ ›
Lýður hafnar því að um blekkingar hafi verið að ræða Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson neituðu báðir sök þegar ákæra á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lýður segist engum blekkingum hafa beitt og segir ákæruna hafa komið á óvart. Viðskipti innlent 11.10.2012 19:59
Minni Galaxy S III væntanlegur Talið er að suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung muni opinbera minni útgáfu af flaggskipi sínu, Galaxy S III, á næstu dögum. Snertiskjár nýja símans verður fjórar tommur samkvæmt heimildum fjölmiðla í Suður-Kóreu en skjár iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, er einmitt af svipaðri stærð. Viðskipti erlent 11.10.2012 14:51
Milljarður snjallsíma seldur árið 2015 Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að milljarður snjallsíma verði seldur árið 2015 og að 350 milljón spjaldtölvur verði í umferð á þeim tíma. Viðskipti erlent 11.10.2012 13:51
Galaxy S III er snjallsími ársins Tævanski raftækjaframleiðandinn ASUS vann til fimm verðlauna á T3 tæknihátíðinni sem fór fram í Lundúnum í vikunni. Fulltrúar frá öllum helstu tæknifyrirtækjum veraldar voru viðstaddir afhendingu verðlaunanna. Viðskipti erlent 11.10.2012 12:40
Stjórn REI vildi fjármagna 100 milljarða kaup með lánum Aðeins tíu vikum eftir að Reykjavík Energy Invest (REI) var stofnað lagði stjórn fyrirtækisins það til við fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur að hann færi að kanna hvernig hægt væri að kaupa hlut í orkufyrirtæki á Filipseyjum fyrir 800 milljónir dala, eða sem nemur um ríflega 100 milljörðum króna á núverandi gengi. Viðskipti innlent 11.10.2012 12:12
Glansmyndir af Íslandi prýða nýjan bækling Hyundai Seðlabankinn er færður og settur við hliðina á Hörpunni, jeppi ekur á fullri ferð út í Jökulsárlón, og glæ nýr jeppi ekur undir tveggja ára gömlu öskufalli úr Eyjafjallajökli í nýjum bæklingi Hyundai bílaframleiðands, sem er þar að kynna nýjasta jeppann, eða þriðju kynslóð Hyundai jeppanna. Tuttugu stórar glansmyndir frá Íslandi prýða bæklinginn, þar af 17 óbrenglaðar, en fiktað hefur verið ótæpilega með þrjár fyrrnefndu myndirnar, með nýjustu tölvutækni. Viðskipti innlent 11.10.2012 10:21
Aukin jákvæðni meðal stjórnenda fyrirtækja Margfalt fleiri stjórnendur telja aðstæður slæmar í atvinnulífinu en að þær séu góðar en fleiri þeirra eru á jákvæðu nótunum en í síðustu könnun sem gerð var í júní s.l.. Nú telja 48,1% þeirra aðstæður vera slæmar, 6,4% að þær séu góðar en 45,5% að þær séu hvorki góðar né slæmar. Viðskipti innlent 11.10.2012 10:19
Tölvur og net hjá 99% fyrirtækja landsins Tölvur og nettengingar eru til staðar hjá 99% íslenskra fyrirtækja með 10 eða fleiri starfsmenn. Viðskipti innlent 11.10.2012 08:55
Þekkt vínrækt hættir við haustuppskeru vegna votviðris Einn þekktasta vínrækt Englands, Nyetimber, hefur ákveðið að taka haustuppskeru sína ekki í hús í ár sökum þess hve berin eru léleg að gæðum eftir mjög votviðrasamt sumar. Viðskipti erlent 11.10.2012 07:18
Lenovo veltir Hewlett-Packard úr sessi Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur velt Hewlett-Packard úr sessi sem stærsti framleiðandi á einkatölvum í heiminum. Viðskipti erlent 11.10.2012 06:55
Lánshæfiseinkunn Spánar á leið í ruslflokk hjá S&P Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur ákveðið að lækka lánshæfiseinkunn Spánar um tvo flokka með neikvæðum horfum. Þar með er lánshæfiseinkunnin, BBB-, aðeins einum flokki frá svokölluðum ruslflokki. Viðskipti erlent 11.10.2012 06:52
Nýjar höfuðstöðvar kostuðu 8,5 milljarða króna Árið 1999 var ákveðið að byggja nýjar höfuðstöðvar OR við Bæjarháls í Reykjavík. Byggingin átti upphaflega að kosta um tvo milljarða króna. Boðað var til sérstaks blaðamannafundar vegna mikillar umræðu um kostnað við byggingu hússins í janúar 2005. Þar upplýstu Guðmundur Þóroddsson og Alfreð Þorsteinsson, forstjóri og stjórnarformaður OR á þeim tíma, að heildarkostnaður hefði verið um 4,2 milljarðar króna. Alfreð sagði á fundinum að kostnaðurinn „væri ekki nema rétt rúmlega það sem gerðist í vandaðri grunnskólabyggingu í Reykjavík". Viðskipti innlent 11.10.2012 00:00
Fjármögnun: Tóku stöðu með krónunni Á tímabilinu sem úttektarnefndin skoðaði fjárfesti OR fyrir 210,4 milljarða króna. Fjárfestingarnar skiluðu hins vegar ekki nægjanlegri arðsemi og hafa hvorki staðið undir kostnaði við fjármagn né uppfyllt arðsemismarkmið sem sett voru af stjórn. Í skýrslunni segir: "Meðalarðsemi eigna á tímabilinu er 3% án áhrifa tekjuskatts og fjármagnskostnaðar. Huga þarf að því hvaða þýðingu það hafi til lengri tíma ef arðsemi eigna fyrirtækisins stendur ekki undir fjármagnskostnaði.“ Viðskipti innlent 11.10.2012 00:00
Ólíðandi verkstopp á tímum atvinnuleysis Hörð gagnrýni á vinnubrögð stjórnarflokkanna kom fram á fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands í gær. Var þar sérstaklega vísað í ummæli Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns VG, á Alþingi í fyrradag um framkvæmdir í Bjarnarflagi. Viðskipti innlent 11.10.2012 00:00
Arðgreiðslur: Fjármagnaðar með erlendum lánum Eigendur OR greiddu sér út háar arðgreiðslur og ábyrgðargjald og tóku eignarhlut í Landsvirkjun út úr fyrirtækinu á tímabilinu. Allt þetta veikti eiginfjárstöðu OR mikið. Úttektarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið grundvöllur fyrir þorra þessarra aðgerða. Viðskipti innlent 11.10.2012 00:00
Stærsta skuldabréfaútgáfa einkaaðila frá hruni Eik fasteignafélag hf. lauk í dag skuldabréfaútgáfu upp á 11,6 milljarða króna. Þetta er stærsta skuldabréfaútgáfa einkaaðila á fjármálamarkaði frá árinu 2008 og er sögð marka vatnaskil á íslenskum fjármagnsmarkaði í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 10.10.2012 20:53
Björn Ingi: Allir sem komu að stjórn bera ábyrgð á stöðunni „Eftir á að hyggja var farið of hratt í skuldsetningu, of mikil áhætta tekin gagnvart gengi gjaldmiðla og á því bera allir ábyrgð sem komu að stjórn fyrirtækisins undanfarin ár. Hins vegar má ekki gleyma því að þetta er, þrátt fyrir allt, gífurlega stöndugt fyrirtæki og það skapar mjög miklar tekjur og ef allt gengur að óskum þá verður hægt að líta á vandræðin núna sem mikilvæga lexíu," Viðskipti innlent 10.10.2012 20:00
Á ekki að "viðgangast í fyrirtæki sem er í almannaeigu" Sérstaklega gagnrýnt er í skýrslu úttektarnefndarinnar að stjórnendur hafi tekið ákvörðun um að verja fyrirtækið ekki fyrir gengisáhættu, án þess að fyrir þeirri ákvörðun lægi ítarleg greining á mögulegum áhrifum til lengri tíma litið. Með þessu var tekin áhætta, sem að mati nefndarinnar á ekki að viðgangast í fyrirtæki í almannaeigu. Viðskipti innlent 10.10.2012 17:15
Milljarðaframkvæmdir fyrirhugaðar á Grundartanga Norðurál á Grundartanga áformar verkefni fyrir á annan tug milljarða. Markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi, og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Viðskipti innlent 10.10.2012 16:42
Iceland Express þriðja besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku Iceland Express lenti í þriðja sæti í kjörinu um besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku þegar úrslit Danish Travel Awards voru kynnt í gær. Sigurvegarinn var Danish Air Transport og Norwegian fékk silfrið. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is. Viðskipti innlent 10.10.2012 14:43
Ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir Útgáfufélagið Birtíngur tapaði 20,9 milljónum króna í fyrra. Það tap bætist við 55,9 milljóna króna tap þess árið áður. Eigið fé Birtíngs var neikvætt um 83,2 milljónir króna um síðustu áramót. Viðskipti innlent 10.10.2012 14:30
Félag í eigu SÍ tapaði átta milljörðum Eignasafn Seðlabanka Íslands flutti 34,5 milljarða króna af eignum yfir í Hildu, sem átti áður Sögu. Um er að ræða kröfur á einstaklinga og minni fyrirtæki með veði í fasteignum þeirra. Viðskipti innlent 10.10.2012 14:00
Drómi vill milljarð frá Kaupþingstoppunum Drómi hefur höfðað mál á hendur fimm fyrrverandi yfirstjórnendum Kaupþings til innheimtu rúmlega 900 milljóna króna skuldar vegna jarðakaupa við Langá á Mýrum. Jarðirnar voru ætlaðir undir sumarhús sem aldrei risu. Viðskipti innlent 10.10.2012 13:00
Allt fyrir atvinnumanninn Hjá MHG verslun er persónuleg þjónusta í fyrirrúmi. Verslunin er leiðandi í innflutningi á vinnuvélum og varahlutum og er einnig í fararbroddi með vörur fyrir golf- og fótboltavelli, steypusagir, bora, sláttuvélar og hillukerfi. Öllum þörfum viðskiptavina er mætt með heildarlausnum og skilvirkni. Kynningar 10.10.2012 11:53
Sími Sigurðar hleraður á vormánuðum 2010 Embætti sérstaks saksóknara hleraði síma Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, frá 9. mars til 21. apríl 2010 og síðan aftur frá 6. maí til 27. maí sama ár. Þetta var gert á grundvelli beiðna frá embættinu til héraðsdóms, en þar færð voru fyrir því rök að hlerunin gæti veitt mikilvægar upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi og þátttöku einstakra manna í ákvörðunartöku og framkvæmd viðskipta. Þá þótti líklegt að sakborningar í málinu gætu borið saman bækur sínar. Þetta kemur fram í greinargerð Sigurðar Einarssonar í Al-Thani málinu, en greinargerðin var birt í heild sinni á Vísi í gær. Sigurður var upplýstur um hlerunina í lok árs í fyrra. Viðskipti innlent 10.10.2012 11:49
Mikilvægi góðrar hljóðvistar Vitundarvakning hefur orðið hér á landi um mikilvægi hljóðvistar. Sérstakt svið innan verkfræðistofunnar EFLU veitir ráðgjöf um hljóðvist til fyrirtækja, stofnana og heimila. Vinnustaðir, skólar og íbúðarhúsnæði eru dæmi um staði þar sem mikilvægt er að hafa hljóðvist í lagi. Kynningar 10.10.2012 11:46
Mikið úrval gæðamerkja á góðu verði Húsasmiðjan býður upp á mikið úrval borvéla, bæði rafmagns- og rafhlöðuborvélar fyrir heimili og iðnaðarmenn. "Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og nánast í hverjum mánuði erum við með tilboð á einhverjum vélum," segir Jón Örn Bragason, vörustjóri Húsasmiðjunnar. Kynningar 10.10.2012 11:26
Nýr vefur um viðskipti með fyrirtæki Nýr vefur www.fyrirtaekjakaup.is hefur verið opnaður. Hann er vettvangur fyrir sölu og kaup á litlum og meðalstórum fyrirtækjum og er lifandi markaðstorg þar sem kaupendum og seljendum fyrirtækja er þjónað á hagkvæman og ábyrgan hátt af fagfólki. Viðskipti innlent 10.10.2012 11:19
Markaðurinn kominn á Vísi Milljarðakrafa á hendur Kaupþingsmönnum, hagnaður Viðskiptablaðsins og helmingsfjölgun starfsmanna hjá Google og Amazon. Um allt þetta má lesa í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun. Ef þú smellir á hlekkinn hér að neðan getur þú lesið blaðið. Viðskipti innlent 10.10.2012 11:01
Eigandi Viðskiptablaðsins skilar 14 milljóna hagnaði Myllusetur ehf., sem á og rekur Viðskiptablaðið og tengda fjölmiðla, hagnaðist um 14 milljónir króna í fyrra. Það er töluvert minna en árið áður en félagið hagnaðist þá um 20,9 milljónir króna. Ástæða samdráttarins er sú að fjármunatekjur drógust saman á síðasta ári, fjármagnsgjöld hækkuðu og félagið greiddi 2,8 milljónir króna í tekjuskatt, en það greiddi engan slíkan árið 2010. Þetta kemur fram í ársreikningi Mylluseturs sem var skilað inn til ársreikningaskrár í síðustu viku. Eigendur Mylluseturs eru Pétur Árni Jónsson, sem á 67 prósent, og Sveinn Biering Jónsson, sem á 33 prósent. Viðskipti innlent 10.10.2012 10:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent