Viðskipti

Rammi eykur hlut sinn í Primex

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur selt Ramma hf. eignarhlut sinn í Primex ehf. Útgerðarfyrirtækið á nú 72,86 prósenta hlut í líftæknifyrirtækinu. Primex vinnur efnið kítósan úr rækjuskel.

Viðskipti innlent

Við erum aldrei 100 prósent örugg á netinu

Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Auðkenni, sem gefur út rafræn skilríki í samstarfi við ríkið og fleiri, segir iðnað við tölvuárásir vera að stækka mikið. Mikil verðmæti séu geymd á internetinu og grípa þurfi til aðgerða til að upplýsingarnar séu öruggar.

Viðskipti innlent

Hagnaður McDonalds dregst saman

Hamborgarakeðjan hagnaðist um 1,2 milljarða dala, jafnvirði 134,3 milljarða króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn dróst saman um 5,3 prósent samanborið við fyrsta ársfjórðung 2013.

Viðskipti innlent

Steig fyrstu skrefin í Kringlunni

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2002. Hann hefur starfað í fasteignageiranum frá árinu 1998 og undirbýr nú skráningu Eikar á markað.

Viðskipti innlent

Sautján sinnum meiri sala en í fyrra

Eignasala Íbúðalánasjóðs á fyrstu þremur mánuðum ársins er yfir sautjánfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu sjóðsins til Kauphallar kemur fram að á fyrsta ársfjórðungi hafi sjóðurinn selt 629 eignir, þar af rúmlega 500 íbúðir sem seldar voru til leigufélagsins Kletts.

Viðskipti innlent

Nær einvaldur sparisjóðsstjóri og áhættustýring í molum

Frumkvæði og eftirlit stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík var í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins á árunum fyrir hrun og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær.

Viðskipti innlent

Jákvæð afkoma Hafnarfjarðar

Rekstrarafgangur Hafnarfjarðarkaupstaðar var umfram áætlanir í fyrra og lækkuðu skuldir um 1.335 milljónir króna. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2013 var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær.

Viðskipti innlent