Rammi eykur hlut sinn í Primex Haraldur Guðmundsson skrifar 23. apríl 2014 08:31 Primex framleiðir meðal annars megrunarvörur og vörur undir merkjunum LipoSan og ChitoClear. Mynd/Primex Útgerðarfyrirtækið Rammi hf. í Fjallabyggð hefur keypt 22,5 prósenta hlut Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í siglfirska líftæknifyrirtækinu Primex ehf. Kaupverðið er trúnaðarmál. Rammi á nú 72,86 prósenta hlut í fyrirtækinu en Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað á um 14 prósent og Samherji hf. á Akureyri tæp átta prósent. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut, sem felur í sér þróun og útflutning á vörum Primex til Asíu, Ameríku og Evrópu,“ segir Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma og Primex. Líftæknifyrirtækið var stofnað á Siglufirði árið 1997 og þar starfa nú fjórtán manns. Fyrirtækið vinnur efnið kítósan úr rækjuskel. Efnið er notað í vörur á borð við lyf, fæðubótarefni, smyrsl, snyrtivörur og matvæli. Heimsþekkt fyrirtæki á borð við Loréal, Wella og Herbalife eru á meðal viðskiptavina Primex. Yfir milljarði króna hefur verið varið í uppbyggingu verksmiðju fyrirtækisins á Siglufirði, í rannsóknir, þróun og markaðsstarf. Primex hagnaðist um rúmar 82 milljónir króna árið 2012 og 43 milljónir árið áður. Eigið fé var jákvætt um 259,7 milljónir króna við árslok 2012, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. „Það var hagnaður í fyrra en hann var minni en árið 2012,“ segir Ólafur, spurður um afkomu fyrirtækisins. „Það sem hamlar vexti okkar helst er að við þurfum meira hráefni. Við tökum rækjuskel frá öllum verksmiðjum á Íslandi nema einni en þessi hráefnisskortur tengist aðallega því hversu lítil rækjuveiði er við Ísland,“ segir Ólafur. Hann segir innflutning á rækjuskel í skoðun.Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir sjóðinn hafa verið virkan þátttakanda í starfi Primex um langt skeið. „Við vorum búin að vera þarna frá 1998 og áhættan sem fylgir fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum hafði minnkað. Þannig að okkar hlutverki var lokið og nú getum við notað söluandvirðið í aðra hluti,“ segir Helga. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Útgerðarfyrirtækið Rammi hf. í Fjallabyggð hefur keypt 22,5 prósenta hlut Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í siglfirska líftæknifyrirtækinu Primex ehf. Kaupverðið er trúnaðarmál. Rammi á nú 72,86 prósenta hlut í fyrirtækinu en Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað á um 14 prósent og Samherji hf. á Akureyri tæp átta prósent. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut, sem felur í sér þróun og útflutning á vörum Primex til Asíu, Ameríku og Evrópu,“ segir Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma og Primex. Líftæknifyrirtækið var stofnað á Siglufirði árið 1997 og þar starfa nú fjórtán manns. Fyrirtækið vinnur efnið kítósan úr rækjuskel. Efnið er notað í vörur á borð við lyf, fæðubótarefni, smyrsl, snyrtivörur og matvæli. Heimsþekkt fyrirtæki á borð við Loréal, Wella og Herbalife eru á meðal viðskiptavina Primex. Yfir milljarði króna hefur verið varið í uppbyggingu verksmiðju fyrirtækisins á Siglufirði, í rannsóknir, þróun og markaðsstarf. Primex hagnaðist um rúmar 82 milljónir króna árið 2012 og 43 milljónir árið áður. Eigið fé var jákvætt um 259,7 milljónir króna við árslok 2012, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. „Það var hagnaður í fyrra en hann var minni en árið 2012,“ segir Ólafur, spurður um afkomu fyrirtækisins. „Það sem hamlar vexti okkar helst er að við þurfum meira hráefni. Við tökum rækjuskel frá öllum verksmiðjum á Íslandi nema einni en þessi hráefnisskortur tengist aðallega því hversu lítil rækjuveiði er við Ísland,“ segir Ólafur. Hann segir innflutning á rækjuskel í skoðun.Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir sjóðinn hafa verið virkan þátttakanda í starfi Primex um langt skeið. „Við vorum búin að vera þarna frá 1998 og áhættan sem fylgir fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum hafði minnkað. Þannig að okkar hlutverki var lokið og nú getum við notað söluandvirðið í aðra hluti,“ segir Helga.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira