Rammi eykur hlut sinn í Primex Haraldur Guðmundsson skrifar 23. apríl 2014 08:31 Primex framleiðir meðal annars megrunarvörur og vörur undir merkjunum LipoSan og ChitoClear. Mynd/Primex Útgerðarfyrirtækið Rammi hf. í Fjallabyggð hefur keypt 22,5 prósenta hlut Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í siglfirska líftæknifyrirtækinu Primex ehf. Kaupverðið er trúnaðarmál. Rammi á nú 72,86 prósenta hlut í fyrirtækinu en Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað á um 14 prósent og Samherji hf. á Akureyri tæp átta prósent. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut, sem felur í sér þróun og útflutning á vörum Primex til Asíu, Ameríku og Evrópu,“ segir Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma og Primex. Líftæknifyrirtækið var stofnað á Siglufirði árið 1997 og þar starfa nú fjórtán manns. Fyrirtækið vinnur efnið kítósan úr rækjuskel. Efnið er notað í vörur á borð við lyf, fæðubótarefni, smyrsl, snyrtivörur og matvæli. Heimsþekkt fyrirtæki á borð við Loréal, Wella og Herbalife eru á meðal viðskiptavina Primex. Yfir milljarði króna hefur verið varið í uppbyggingu verksmiðju fyrirtækisins á Siglufirði, í rannsóknir, þróun og markaðsstarf. Primex hagnaðist um rúmar 82 milljónir króna árið 2012 og 43 milljónir árið áður. Eigið fé var jákvætt um 259,7 milljónir króna við árslok 2012, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. „Það var hagnaður í fyrra en hann var minni en árið 2012,“ segir Ólafur, spurður um afkomu fyrirtækisins. „Það sem hamlar vexti okkar helst er að við þurfum meira hráefni. Við tökum rækjuskel frá öllum verksmiðjum á Íslandi nema einni en þessi hráefnisskortur tengist aðallega því hversu lítil rækjuveiði er við Ísland,“ segir Ólafur. Hann segir innflutning á rækjuskel í skoðun.Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir sjóðinn hafa verið virkan þátttakanda í starfi Primex um langt skeið. „Við vorum búin að vera þarna frá 1998 og áhættan sem fylgir fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum hafði minnkað. Þannig að okkar hlutverki var lokið og nú getum við notað söluandvirðið í aðra hluti,“ segir Helga. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Útgerðarfyrirtækið Rammi hf. í Fjallabyggð hefur keypt 22,5 prósenta hlut Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í siglfirska líftæknifyrirtækinu Primex ehf. Kaupverðið er trúnaðarmál. Rammi á nú 72,86 prósenta hlut í fyrirtækinu en Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað á um 14 prósent og Samherji hf. á Akureyri tæp átta prósent. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut, sem felur í sér þróun og útflutning á vörum Primex til Asíu, Ameríku og Evrópu,“ segir Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma og Primex. Líftæknifyrirtækið var stofnað á Siglufirði árið 1997 og þar starfa nú fjórtán manns. Fyrirtækið vinnur efnið kítósan úr rækjuskel. Efnið er notað í vörur á borð við lyf, fæðubótarefni, smyrsl, snyrtivörur og matvæli. Heimsþekkt fyrirtæki á borð við Loréal, Wella og Herbalife eru á meðal viðskiptavina Primex. Yfir milljarði króna hefur verið varið í uppbyggingu verksmiðju fyrirtækisins á Siglufirði, í rannsóknir, þróun og markaðsstarf. Primex hagnaðist um rúmar 82 milljónir króna árið 2012 og 43 milljónir árið áður. Eigið fé var jákvætt um 259,7 milljónir króna við árslok 2012, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. „Það var hagnaður í fyrra en hann var minni en árið 2012,“ segir Ólafur, spurður um afkomu fyrirtækisins. „Það sem hamlar vexti okkar helst er að við þurfum meira hráefni. Við tökum rækjuskel frá öllum verksmiðjum á Íslandi nema einni en þessi hráefnisskortur tengist aðallega því hversu lítil rækjuveiði er við Ísland,“ segir Ólafur. Hann segir innflutning á rækjuskel í skoðun.Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir sjóðinn hafa verið virkan þátttakanda í starfi Primex um langt skeið. „Við vorum búin að vera þarna frá 1998 og áhættan sem fylgir fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum hafði minnkað. Þannig að okkar hlutverki var lokið og nú getum við notað söluandvirðið í aðra hluti,“ segir Helga.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira