Viðskipti innlent

Álag eykst á Glitnisbréf

Fimm punkta hækkun á skuldatryggingarálag (CDS) á fimm ára skuldabréf Glitnis í kjölfar forstjóraskipta gekk til baka að hluta í gær. Í lok dags stóð hækkunin eftir breytingar í tveimur punktum.

Viðskipti innlent

VBS og FSP renna saman

Hluthafar í VBS fjárfestingarbanka og FSP samþykktu samruna félaganna á hluthafafundum í byrjun vikunnar. Samruninn er háður samþykki FME. Félögin sameinast undir merkjum VBS og verður eigið fé hins nýja banka um 6,1 milljarður króna. Bankinn er metinn á tíu milljarða króna miðað við viðskipti með bréf hans.

Viðskipti innlent

Norrænir markaðir í sögulegu hámarki

Norrænar hlutabréfavísitölur eru nú um stundir í sögulegu hámarki eftir góð uppgjör fyrirtækja á Norðurlöndunum á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeild Landsbankans segir engin merki um að hægjast muni á heimsmarkaði og gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri.

Viðskipti innlent

TM fær styrkleikamatið BBB hjá S&P

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur fengið styrkleikamatið BBB hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s (S&P). TM er fyrsta íslenska tryggingafélagið sem fær styrkleikamat hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Í rökstuðningi segir að matið endurspegli fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins og sterka samkeppnisstöðu.

Viðskipti innlent

Metvelta í OMX-kauphöllinni

Metvelta var í hlutabréfaviðskiptum hjá OMX-kauphallarsamstæðunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði en meðalveltan nam 507,1 milljarði króna á dag. Veltumet var slegið 26. apríl síðastliðinn þegar viðskiptin námu 795,5 milljörðum króna og sló það fyrra metið sem var sett í lok febrúar.

Viðskipti innlent

Samruni VBS og FSP samþykktur

Samþykkt var á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingafélag Sparisjóðanna) á mánudag að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf. Samruninn er með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits. Eigið fé hins sameinaða félags nemur tæpum 6,1 milljarði króna.

Viðskipti innlent

Bjarni fékk 6,8 milljarða fyrir Glitnis-bréfin

Glitnir hefur keypt öll bréf Bjarna Ármannssonar, fráfarandi forstjóra bankans fyrir 29 krónur á hlut. Kaupvirði nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Á sama tíma fékk Lárus Welding, sem tekur við forstjórastólnum af Bjarna, kaupréttarsamning fyrir 150 milljón hlutum í bankanum á genginu 26,6 krónur á hlut, eða rétt tæpa 4 milljarða króna.

Viðskipti innlent

Tap Össurar 184 milljónir króna

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 2,7 milljóna dala tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það jafngildir 184 milljóna króna tapi á tímabilinu samanborið við tap upp á 571 þúsund dali, 36,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tekjur voru í takt við væntingar greiningardeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent

Fjármálaþjónustan drífur efnahagslífið

Seðlabanki Íslands segir viðnámsþrótt bankanna hafa aukist frá því fyrir ári síðan um leið og þeir hafi tryggt fjármögnun sína. Óli Kristján Ármannsson fjallar um nýtt rit bankans um fjármálastöðugleika og væntingar Samtaka fjármálafyrirtækja um næstu skref til að tryggja geiranum sem vænlegast starfsumhverfi hér.

Viðskipti innlent

Hörð barátta á netinu

Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Breskir millar aldrei fleiri

Forsætisráðherratíð Tonys Blair í Bretlandi hefur verið sannkölluð blómatíð fyrir moldríka þar í landi. Skoska dagblaðið Scotsman greinir frá könnun sem sýnir að í Bretlandi hafi fjöldi milljarðamæringa (í pundum talið) þrefaldast á síðustu fjórum árum.

Viðskipti innlent

Karatekempa í sigurliðið

Eins og allir vita eru langhlaup talin til mestu dyggða hjá starfsmönnum Glitnis og bankinn verið meðal styrktaraðila Reykjavíkurmaraþons auk maraþonhlaupa í stórborgunum Osló í Noregi og Lundúnum í Bretlandi.

Viðskipti innlent

Brautryðjandi hverfur á braut

Brotthvarf Bjarna Ármannssonar kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti en verður að teljast áfall fyrir Glitni. Nýir stjórnendur boða engar breytingar á starfsemi bankans þótt ætla megi að róðurinn verði hertur í Bretlandi. FME hefur takmarkað atkvæðisrétt stærstu eiganda í Glitni.

Viðskipti innlent

Spá 4,3% verðbólgu

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent.

Viðskipti innlent

Bjarni til liðs við Kalla?

Nú velta menn því fyrir sér hver næsti áningarstaður Bjarna Ármannssonar kunni að vera, enda býst enginn við því að hann setjist í helgan stein, aðeins 39 ára gamall.

Viðskipti innlent

Stærsta samfélagsverkefnið hingað til

Í tilefni af sextíu ára afmæli RARIK tekur félagið nú þátt í stærsta samfélagsverkefni sínu hingað til. Stjórn þess hefur ákveðið að lagðar verði tuttugu milljónir króna í fyrirtækið Orkuvörð. Munu þær nýtast til stofnunar orkuskóla á Akureyri.

Viðskipti innlent

OpenHand með herferð í Bretlandi

Hugbúnaðarfyrirtækið Open­Hand hyggur á mikla markaðsherferð í Bretlandi þar sem byggt verður á samstarfi og stuðningi við endursölunet fyrirtækisins þar. Fyrirtækið hefur að bjóða sérsniðnar samskiptalausnir fyrir farsíma.

Viðskipti innlent

Actavis sagt meðal bjóðenda

Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck rann út í gær. Erlendar fréttaveitur fullyrða að Actavis sé meðal fjögurra fyrirtækja sem skiluðu inn tilboðum. Forsvarsmenn Actavis kveðast ekki geta tjáð sig um viðræðurnar að svo stöddu. Þeir staðfesta hins vegar að enn sé áhugi fyrir hendi ef rétt verð gefst.

Viðskipti innlent

Evra aldrei jafnhá gagnvart jeninu

Gengi evru er í fyrsta sinn komið í methæðir gagnvart japanska jeninu á helstu fjármálamörkuðum. Gengi evrunnar hækkaði talsvert á markaði í síðustu í kjölfar vangavelta fjárfesta að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstu mánuðum og fór hæst í 163,31 jen á móti hverri evru.

Viðskipti innlent

Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum

Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda“.

Viðskipti innlent

Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni

Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir.

Viðskipti innlent

Glitnir spáir 4,3 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent á milli mánaða í maí. Gangi það eftir mun ársverðbólga lækka úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Helstu ástæðurnar fyrir verðbólgulækkuninni eru minni verðhækkanir á húsnæði og í apríl auk þess semaðgerðir stjórnvalda á neysluverði hafi skilað sér.

Viðskipti innlent

Hagnaður Glitnis 7 milljarðar króna

Hagnaður Glitnis banka nam sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna minna en á sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,8 til 7,7 milljarða króna hagnaði á tímabilinu.

Viðskipti innlent