Viðskipti innlent

Nauðasamningur Teymis samþykktur

Kröfuhafar Teymis samþykktu á fundi sínum í dag, að breyta hluta af kröfum sínum í hlutafé í Teymi. Með þessum aðgerðum munu kröfuhafar Teymis eignast félagið að fullu ásamt dótturfélögum þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Teymi sendi frá sér í dag.

Viðskipti innlent

Vöruskipti hagstæði um 7,3 milljarða í maí

Vöruskipti voru hagstæð um 7,3 milljarða króna í síðasta mánuði samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður neikvæður um tvo og hálfan milljarð og nemur viðsnúningurinn því tæpum tíu milljörðum milli ára.

Viðskipti innlent

Efnahagsbrotadeild ekki beðið um gögn frá Fons

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur ekki beðið um bókhaldsgögn frá þrotabúi Fons, sem var eigu Pálma Haraldssonar. Fons lék lykilhlutverk í kaupunum á danska flugfélaginu Sterling. Efnahagsbrotadeildin rannsakar nú þátt Hannesar Smárasonar í kaupunum og framkvæmdi þrjár húsleitir í gær.

Viðskipti innlent

Rannsaka risalán FL Group til Hannesar

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar meint ólöglegt lán FL-Group upp á 46 milljónir dollara, eða fimm milljarði króna, til Hannesar Smárasonar sem á að hafa verið notað til kaupanna á Sterling flugfélaginu.

Viðskipti innlent

Vilja græða á íslenska bankahruninu

Erlendir vogunarsjóðir vonast til að græða mörg hundruð milljarða á íslenska bankahruninu með því að kaupa skuldabréf gömlu bankanna á brunaútsölu. Dæmi eru um að bréfin hafi verið seld með allt að 95 prósenta afslætti.

Viðskipti innlent

Peningastefnunefndin milli steins og sleggju

Greiningardeild Íslandsbanka segir peningastefnunefnd Seðlabankans vera á milli steins og sleggju þar sem bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins krefjist að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega. Þau segi það vera forsendu fyrir samningum.

Viðskipti innlent

Breytingar á framkvæmdastjórn Straums

Stephen Jack, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. hefur látið af störfum. Jakob Ásmundsson hefur tekið við sem framkvæmdarstjóri rekstrar og þar á meðal fjármála en hann var áður framkvæmdarstjóri áhættustýringar Straums.

Viðskipti innlent

Lífeyrissjóður kaupir 15% hlut í íslenskum verðbréfum

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur keypt tæplega 15% hlut í Íslenskum verðbréfum. Þar með eiga þrír lífeyrissjóðir tæplega 45% hlutafjár í félaginu, en hinir sjóðirnir eru Stapi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Íslensk verðbréf eru meðal elstu starfandi fjármálafyrirtækja á Íslandi en félagið var stofnað árið 1987.

Viðskipti innlent

Í ráðgjöf AGS er meiri pólitík en hagfræði

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lýsti því yfir við síðustu ákvörðun sína um stýrivexti í maíbyrjun, þegar vextir voru lækkaðir um 2,5 prósentustig, í 13 prósent, að á næsta ákvörðunardegi yrði haldið áfram á svipaðri braut, með veglegri lækkun. Stefnan sem þar var mörkuð er í samræmi við álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birt var deginum áður.

Viðskipti innlent

Litli-Straumur rís úr rústum Straums

Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars.

Viðskipti innlent

Höfðu ekki áhuga á SPRON

„Við skoðuðum SPRON en höfðum ekki áhuga á að kaupa netbanka og húsgögn,“ segir Janus Pedersen, forstjóri Føroya Banka. Hann segir fréttaflutning af meintum áhuga bankans á SPRON byggðan á veikum grunni.

Viðskipti innlent

Ryanair tapar

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tapaði 169 milljónum evra, jafnvirði 29 milljarða króna, á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skiptið frá stofnun flugfélagsins fyrir tuttugu árum sem það skilar tapi. Árið áður nam hagnaður 391 milljón evra.

Viðskipti innlent

Rafrænar dagbækur Trackwell í Færeyjum

„Við ætlum að prufukeyra rafrænu afladagbækurnar í fjórum skipum í Færeyjum í sumar en vonumst til að þær verði settar upp í öllum færeyska fiskiskipaflotanum,“ segir Steingrímur Gunnarsson, sölustjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Trackwell.

Viðskipti innlent

Frumlegir Færeyingar

Færeysku fyrirtækin sem skráð eru á markað í Kauphöllina hér héldu fjárfestaþing í gær þar sem þau kynntu starfsemi sína og afkomu upp á síðkastið. Þingið var vel sótt og góður rómur gerður að því.

Viðskipti innlent

Íslandsbanki spáir stýrivaxtalækkun

Greiningardeild Íslandsbanka spáir spáir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti næstkomandi fimmtudag um eina prósentu. Nefndin hefur á undanförnum tveimur mánuðum lækkað vexti Seðlabankans um 5 prósentur og standa vextir bankans nú í 13%.

Viðskipti innlent

Nefndarfundi frestað af því að fulltrúi Deloitte komst ekki

Sameiginlegum fundi viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis sem átti að vera klukkan eitt í dag, hefur verið frestað um óákveðin tíma. Til stóð að fara yfir mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á stöðu gömlu bankanna, sem og úttekt fyrirtækisins Oliver Waiman á aðferðarfræði Deloitte. Fulltrúar fyrirtækjanna áttu að mæta á fundinn ásamt fulltrúum Fjármálaeftirlitsins.

Viðskipti innlent

Erlendir kröfuhafar hafa ekki sett tímapressu

Viðskiptaráðherra segir að erlendir kröfuhafar hafi ekki sett mikla tímapressu á endurreisn bankakerfisins og vilji frekar að farið sé hægt í hlutina. Verið er að leggja lokahönd á skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna en ríkisbankarnir verða minni en áður var gert ráð fyrir.

Viðskipti innlent