Viðskipti innlent

AGS: Minni samdráttur á Íslandi en áður var spáð

Ljóst er orðið að samdrátturinn í íslenska þjóðarbúskapnum verður ekki jafn mikill í ár og fyrstu hagvaxtarspár eftir hrun bankanna í fyrra gerðu ráð fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), sem í skýrslu sinni um íslenska hagkerfið í fyrra spáði því að hagkerfið myndi dragast saman um 9,6% í ár, birti nýja spá í morgun sem gerir ráð fyrir að hér á landi verði 8,5% samdráttur í ár.

Viðskipti innlent

Marelhlutur keyptur með aflandskrónum

Eignarstýringarfélagið Columbia Wanger Asset Management (CWAM) útvegaði sér krónur á aflandsmarkaði til þess að kaupa 5,2% eignarhlut í Marel fyrr í vikunni. Áætla má að gengishagnaður CWAM af þessum sökum sé í kringum 200 milljónir kr.

Viðskipti innlent

Fegrunaraðgerð í ríkisfjármálum er til að herða vaxtastigið

„Þótt látið sé að því liggja að aðgerðin sé fegrunaraðgerð á sviði ríkisfjármála er allt útlit fyrir að hún sé þvert á móti hugsuð til að herða á vaxtastiginu í landinu. Aðgerðin lyktar af því að hér sé verið að draga lausafé úr umferð til að gera stýrivexti Seðlabankans áhrifameiri og lyfta jafnframt upp langtímavöxtum.“

Viðskipti innlent

Evran komin í 190 kr. á aflandsmarkaði

Þó nokkur viðskipti hafa verið með íslenskar krónur á aflandsmakaði undanfarið og hefur veltan síðustu tvo daga að meðaltali verið um 2 milljarðar kr. á dag. Nú fæst evran á 190 íslenskar krónur, skv. viðskiptakerfi Reuters og hefur verðið ekki verið svo lágt síðan fyrir fall viðskiptabankanna fyrir réttu ári síðan.

Viðskipti innlent

Stjórn Stoða riftir fjórum viðskiptasamningum

Stjórn Stoða hafa í kjölfar úttektar á starfsemi fyrirtækisins á árunum 2006 til 2008 gert ráðstafanir til riftunar fjögurra viðskiptagjörninga. Um er að ræða riftun greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda í janúar 2009 sem félagið er ekki talið hafa verið skyldugt að greiða, að fram kemur í tilkynningu. Annað riftunarmál snýr að sölu Stoða á hlutabréfum í Alfesca til Teymis í júlí 2008 þar sem endurgjald er ekki talið viðunandi.

Viðskipti innlent

Niðurstaða héraðsdóms gífurleg vonbrigði

Bankarnir 25 sem kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu vegna yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á SPRON eru gífurlega vonsviknir yfir niðurstöðu héraðsdóms frá því í dag sem vísaði málinu frá. Kröfuhafarnir eru víðsvegar að úr heiminum, frá Evrópu, Miðausturlöndum og Asíu. Krafan var á heundur Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins og SPRON og í niðurstöðum dómsins segir að kröfur bankanna 25 hafi ekki verið nægilega vel reifaðar og því var málinu vísað frá dómi.

Viðskipti innlent

SPM sækir um heimild til nauðasamninga

Tilskilinn fjöldi kröfuhafa Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) bæði að fjárhæð og fjölda hefur nú veitt meðmæli fyrir því að óskað verði heimildar til nauðasamninga á grundvelli þess frumvarps er kynnt hefur verið kröfuhöfum.

Viðskipti innlent

FÍS vill 10% launalækkun hjá ríkinu og niðurskurð útgjalda

Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) telur mikilvægt að hagstjórn og ríkisfjármál taki mið af því að örva þarf fjárfestingu og koma atvinnulífi á skrið á nýjan leik. Þess vegna ber að forðast skattahækkanir. FÍS leggur þess í stað til að launakostnaður hins opinbera lækki um 10%. Með því gætu sparast um 20-25 milljarðar. Að auki verði hagrætt í rekstri fyrir um 50 milljarða króna.

Viðskipti innlent

Vilja- og getuleysi ríkisstjórnar er óskiljanlegt

“Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt,” segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. “síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta.”

Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist um 10% á aflandsmarkaði

Undanfarið hefur króna styrkst gagnvart evru á aflandsmarkaði. Nemur styrkingin 10% frá því um miðjan ágúst. Á sama tíma hefur gengi krónu gefið eftir um tæplega 1% gagnvart evru á innlendum gjaldeyrismarkaði. Evran kostar nú u.þ.b. 200 kr. á fyrrnefnda markaðinum en tæplega 182 kr. á þeim síðarnefnda.

Viðskipti innlent

Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson

Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir.

Viðskipti innlent

Margret formaður norrænna endurskoðenda

Á ársfundi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF), sem haldinn var í Gautaborg nýverið, var Margret G. Flóvenz kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Norunn Byrkjeland frá Noregi og er hún þriðja konan til að gegna þessu embætti.

Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuðurinn 121 milljarði hagstæðari en í fyrra

Fyrstu átta mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 297,6 milljarða króna en inn fyrir 252,9 milljarða króna . Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 44,7 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 76,1 milljarð á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 120,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Viðskipti innlent