Lífið Miðnæturbörn á tjaldið Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Bíó og sjónvarp 9.11.2008 04:00 Leika á Rosenberg Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways heldur tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg á miðvikudagskvöld kl. 21. Tónlist 9.11.2008 03:00 Flemming Geir kastaði eggjum í Alþingishúsið Það vakti athygli viðstaddra á Austurvelli í dag þegar hópur unglinga hóf að kasta eggjum í Alþingishúsið. Einn þeirra var Arnar Freyr Karlsson sem er betur þekktur sem Flemming Geir í gamanþáttaröðinni Dagvaktinni. Lífið 8.11.2008 19:04 Páll Óskar selur diskasafnið á kreppuverði Á meðan hinir fullorðnu grýttu eggjum í alþingishúsið skapaðist örtröð inni á NASA þar sem börn hópuðust í kringum poppstjörnuna og hagsýnismanninn Pál Óskar Hjálmtýsson til að fá hjá honum áritun á Silfursafnið hans nýútkomna. Lífið 8.11.2008 18:30 Allir á skíðum í skagafirði Það er heldur betur mikil gleði í Skagafirðinum þessa dagana enda hefur fólk getað farið á skíði á skíðasvæðinu í Tindastóli undanfarna daga. Viggó Jónsson umsjónarmaður svæðisins segist hafa opnað hjá sér þann 31.október og er búið að vera ágætt að gera síðan þá. Opið er á skíðasvæðinu til klukkan 17:00 í dag og er fínasta færi. Þriggja gráðu hiti, nægur snjór, logn og alskýjað. Lífið 8.11.2008 09:46 Gerir mynd um Obama Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri heimildarmynd um Barack Obama, næsta forseta Bandaríkjanna. Fyrirtæki leikarans Edwards Norton, Class 5 Films, framleiðir myndina, en tökum lýkur ekki fyrr en Obama hefur svarið embættiseið sinn á næsta ári. Tökulið hefur fylgt Obama hvert fótspor frá árinu 2006, til að mynda er hann ferðaðist til Afríku og þegar hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Einnig hefur verið rætt við fjölskyldu Obama, vini og starfsfólk hans. Bíó og sjónvarp 8.11.2008 07:00 Radiohead er ekki betri Noel Gallagher, liðsmaður Oasis, er ósáttur þegar gagnrýnendur telja Radiohead vera betri hljómsveit en Oasis eingöngu vegna þess að hún sé tilraunakenndari. Tónlist 8.11.2008 06:30 Leiðsögn listamanns Eirún Sigurðardóttir, myndlistamaður og félagi í Gjörningaklúbbnum, gengur með gestum um sýninguna ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun kl. 15 og fjallar um verk Gjörningaklúbbsins á sýningunni. Menning 8.11.2008 06:00 Berst við glæpamenn Næsta mynd Kim Basinger, tryllirinn While She Was Out, kemur í bíó vestanhafs tólfta desember næstkomandi. Þar leikur hún eiginkonu í úthverfi nokkru sem lendir í því að hópur glæpamanna situr um hana á aðfangadag jóla. Berst hún fyrir lífi sínu eingöngu með verkfærabox að vopni. Bíó og sjónvarp 8.11.2008 06:00 Dansandi aftur á svið Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Menning 8.11.2008 06:00 Þýskir gestir Í dag opnar ný sýning í Kling & Bang gallerí á Hverfisgötu 42 þar sem 16 listamenn frá Berlín slást í lið með 9 íslenskum listamönnum er reka Kling & Bang gallerí. Menning 8.11.2008 06:00 Poetrix predikar úti á landi „Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!“ segir rapparinn Poetrix – Sævar Daniel Kolandavelu – sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. Tónlist 8.11.2008 06:00 Uppboð í Fold Galleri Fold heldur uppboð á mánudagskvöldið kemur í húsnæði sínu við Rauðarárstíg og hefst það kl. 18. Fjöldi verka verða boðin upp að venju og þar á meðal fjölmörg verka gömlu meistaranna en einnig eftir nokkra af samtímalistamönnum okkar. Menning 8.11.2008 06:00 Mikið að gera hjá Snorra Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur mikið að gera þessa dagana. Á einni viku kemur hann að þremur sýningum í Reykjavík. Í dag á hann verk á samsýningu í Kling og Bang gallerí á Hverfisgötu, á þriðjudeginum 11. nóvember opnar hann einkasýningu á Gallerí Vegg hjá Helga Þorgilssyni myndlistarmanni og á föstudeginum 14. nóvember opnar hann einkasýningu í Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti. Þá hefur Snorri sett upp nýja heimasíðu: http://flotakona.com. Menning 8.11.2008 06:00 Kreppupönk í áttunda bekk Fjórar þrettán ára stelpur kynntust pönktónlist hjá tónmenntakennaranum sínum. Á fjórum vikum tókst þeim að spila lag og fá það leikið á Rás 2. Tónlist 8.11.2008 06:00 Framlag May í ruslið Axl Rose, forsprakki Guns "N" Roses, hefur hætt við að nota framlag Brians May, gítarleikara Queen, til plötunnar Chinese Democracy. May var aðalgítarleikari í laginu Catcher N" The Rye en á endanum var framlagi hans hent í ruslið. „Þetta er synd því ég lagði mikla vinnu í þetta og var stoltur af minni þátttöku," sagði May. „En ég get alveg skilið ef Axl vill gefa út plötu sem endurspeglar verk þeirra sem eru í hljómsveitinni hans í dag." Tónlist 8.11.2008 05:30 Verk Sigtryggs í New York Leikrit Sigtryggs Magnasonar, Herjólfur er hættur að elska, verður leiklesið á alþjóðlegri leiklistarhátíð sem verður haldin 15. til 16. nóvember í New York. Menning 8.11.2008 05:30 Grohl með Prodigy Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, spilar á trommur í laginu Run With Wolves á nýrri plötu Prodigy, Invaders Must Die. Grohl gerði garðinn frægan sem trommari Nirvana og eftir að sú sveit hætti hefur hann verið duglegur við að taka í kjuðana með öðrum sveitum. Má þar nefna Queens of the Stone Age og Probot. Tónlist 8.11.2008 04:30 Endurgera Oldboy Leikstjórinn Steven Spielberg og leikarinn Will Smith ætla sér að endurgera suður-kóresku bíómyndina Oldboy sem kom út fyrir fimm árum við góðar undirtektir. Bíó og sjónvarp 8.11.2008 04:00 Segjast vera finnskir Rokkhljómsveitin Noise ætlar að stinga hausnum í kjaft breska ljónsins og spila þar á fimm tónleikum. Túrinn hefst í kvöld í Donchester. „Við erum nú bara að pæla í að kynna okkur sem band frá Finnlandi,“ segir Stefán Vilberg, bassaleikari Noise. „Þetta eru víst svaðalegar skítabúllur, til dæmis sú í Grimsby. Maður tekur engar óþarfa áhættur.“ Tónlist 8.11.2008 03:45 Eitt tonn af hljóðbúnaði fyrir ABBA sýninguna Um eitt tonn af hljóðbúnaði verður notað á sýningunni The music of ABBA með sænsku hljómsveitinni Arrival í íþróttahúsinu við Hlíðarenda á morgun. Þá verða sett upp sérstök hreyfiljós við sviðið. Lífið 7.11.2008 21:21 Christina Aguilera í latexgalla - myndband Söngkonan Christina Aguilera, 27 ára, bregður sér í hlutverk ofurhetju sem er stödd í miðri teikinmyndasögu klædd í þröngan latexgalla í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Kepps gettin´better. Lífið 7.11.2008 15:22 Söngkona flýr fárveik af sviði - myndband Söngkonan Rihanna flýði af sviði í miðju lagi sem ber heitið Umbrella á tónleikum sem hún hélt í Sydney í Ástralíu fyrr í dag. Eins og sést á myndbandinu heldur Rihanna, 20 ára, um magann þegar hún gerir tilraun til að syngja ásamt kærastanum, söngvaranum Chris Brown, lokalagið á tónleikunum. Lífið 7.11.2008 14:49 Bankamenn og grínarar Fjölmiðlar leika sér gjarnan að því að finna þekktum Íslendingum þekkta tvífara í útlöndum. Flestir Íslendingar kannast sjálfsagt við Íslendingana tvo sem eru tvífarar dagsins á meðfylgjandi mynd. Og flestir Íslendingar kannast sjálfsagt líka við útlendingana tvo sem þeim svipar til. Heiðursmenn sem gaman er að líkjast. Lífið 7.11.2008 13:51 Setja viðskiptabann á Breta Verslunin Parket og gólf hefur fyrir sitt leiti sett viðskiptabann á Bretland. Í glugga verslunarinnar hefur undanfarið mátt sjá stóra rauða borða með áletruninni „VIÐ SELJUM ENGAR BRESKAR VÖRUR". Lífið 7.11.2008 13:29 Madonna og Britney sameinaðar - myndband Á tónleikum Madonnu, sem bera yfirskriftina Sticky & Sweet, skemmtu Britney Spears og Justin Timberlake. Fyrrverandi kærustuparið söng við hlið Madonnu og eins og myndirnar sýna skemmtu þau sér vel við flutninginn. Lífið 7.11.2008 12:59 Björn Bjarnason mælir með Bond í kreppunni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mælir með nýju Bond-myndinni sem ágætu mótvægi við kreppuástandið. Þetta kemur fram í daglegu bloggi ráðherrans. Lífið 7.11.2008 08:59 Segir breska stjórnmálamenn litlausa við hlið Obama Leikarinn Daniel Radcliffe segir breska stjórnmálamenn ekki standast Barack Obama snúning þegar kemur að því að veita almenningi innblástur. Lífið 7.11.2008 08:20 Litlir kassar orðnir tómir kassar Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar“. Núna heitir það „Tómir kassar“ og er á leið í spilun. Tónlist 7.11.2008 08:00 Leitað til fortíðar Ný tónleikasyrpa í tónleikaröðinni 15:15 hefst í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15.15, eins og lög gera ráð fyrir. Tónleikarnir bera yfirskriftina Leitað til fortíðar, enda eiga verkin sem flutt verða það sameiginlegt að byggja á þjóðdönsum, þjóðlögum, fornum sögum eða ljóðum. Menning 7.11.2008 08:00 « ‹ ›
Miðnæturbörn á tjaldið Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Bíó og sjónvarp 9.11.2008 04:00
Leika á Rosenberg Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways heldur tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg á miðvikudagskvöld kl. 21. Tónlist 9.11.2008 03:00
Flemming Geir kastaði eggjum í Alþingishúsið Það vakti athygli viðstaddra á Austurvelli í dag þegar hópur unglinga hóf að kasta eggjum í Alþingishúsið. Einn þeirra var Arnar Freyr Karlsson sem er betur þekktur sem Flemming Geir í gamanþáttaröðinni Dagvaktinni. Lífið 8.11.2008 19:04
Páll Óskar selur diskasafnið á kreppuverði Á meðan hinir fullorðnu grýttu eggjum í alþingishúsið skapaðist örtröð inni á NASA þar sem börn hópuðust í kringum poppstjörnuna og hagsýnismanninn Pál Óskar Hjálmtýsson til að fá hjá honum áritun á Silfursafnið hans nýútkomna. Lífið 8.11.2008 18:30
Allir á skíðum í skagafirði Það er heldur betur mikil gleði í Skagafirðinum þessa dagana enda hefur fólk getað farið á skíði á skíðasvæðinu í Tindastóli undanfarna daga. Viggó Jónsson umsjónarmaður svæðisins segist hafa opnað hjá sér þann 31.október og er búið að vera ágætt að gera síðan þá. Opið er á skíðasvæðinu til klukkan 17:00 í dag og er fínasta færi. Þriggja gráðu hiti, nægur snjór, logn og alskýjað. Lífið 8.11.2008 09:46
Gerir mynd um Obama Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri heimildarmynd um Barack Obama, næsta forseta Bandaríkjanna. Fyrirtæki leikarans Edwards Norton, Class 5 Films, framleiðir myndina, en tökum lýkur ekki fyrr en Obama hefur svarið embættiseið sinn á næsta ári. Tökulið hefur fylgt Obama hvert fótspor frá árinu 2006, til að mynda er hann ferðaðist til Afríku og þegar hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Einnig hefur verið rætt við fjölskyldu Obama, vini og starfsfólk hans. Bíó og sjónvarp 8.11.2008 07:00
Radiohead er ekki betri Noel Gallagher, liðsmaður Oasis, er ósáttur þegar gagnrýnendur telja Radiohead vera betri hljómsveit en Oasis eingöngu vegna þess að hún sé tilraunakenndari. Tónlist 8.11.2008 06:30
Leiðsögn listamanns Eirún Sigurðardóttir, myndlistamaður og félagi í Gjörningaklúbbnum, gengur með gestum um sýninguna ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun kl. 15 og fjallar um verk Gjörningaklúbbsins á sýningunni. Menning 8.11.2008 06:00
Berst við glæpamenn Næsta mynd Kim Basinger, tryllirinn While She Was Out, kemur í bíó vestanhafs tólfta desember næstkomandi. Þar leikur hún eiginkonu í úthverfi nokkru sem lendir í því að hópur glæpamanna situr um hana á aðfangadag jóla. Berst hún fyrir lífi sínu eingöngu með verkfærabox að vopni. Bíó og sjónvarp 8.11.2008 06:00
Dansandi aftur á svið Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Menning 8.11.2008 06:00
Þýskir gestir Í dag opnar ný sýning í Kling & Bang gallerí á Hverfisgötu 42 þar sem 16 listamenn frá Berlín slást í lið með 9 íslenskum listamönnum er reka Kling & Bang gallerí. Menning 8.11.2008 06:00
Poetrix predikar úti á landi „Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!“ segir rapparinn Poetrix – Sævar Daniel Kolandavelu – sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. Tónlist 8.11.2008 06:00
Uppboð í Fold Galleri Fold heldur uppboð á mánudagskvöldið kemur í húsnæði sínu við Rauðarárstíg og hefst það kl. 18. Fjöldi verka verða boðin upp að venju og þar á meðal fjölmörg verka gömlu meistaranna en einnig eftir nokkra af samtímalistamönnum okkar. Menning 8.11.2008 06:00
Mikið að gera hjá Snorra Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur mikið að gera þessa dagana. Á einni viku kemur hann að þremur sýningum í Reykjavík. Í dag á hann verk á samsýningu í Kling og Bang gallerí á Hverfisgötu, á þriðjudeginum 11. nóvember opnar hann einkasýningu á Gallerí Vegg hjá Helga Þorgilssyni myndlistarmanni og á föstudeginum 14. nóvember opnar hann einkasýningu í Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti. Þá hefur Snorri sett upp nýja heimasíðu: http://flotakona.com. Menning 8.11.2008 06:00
Kreppupönk í áttunda bekk Fjórar þrettán ára stelpur kynntust pönktónlist hjá tónmenntakennaranum sínum. Á fjórum vikum tókst þeim að spila lag og fá það leikið á Rás 2. Tónlist 8.11.2008 06:00
Framlag May í ruslið Axl Rose, forsprakki Guns "N" Roses, hefur hætt við að nota framlag Brians May, gítarleikara Queen, til plötunnar Chinese Democracy. May var aðalgítarleikari í laginu Catcher N" The Rye en á endanum var framlagi hans hent í ruslið. „Þetta er synd því ég lagði mikla vinnu í þetta og var stoltur af minni þátttöku," sagði May. „En ég get alveg skilið ef Axl vill gefa út plötu sem endurspeglar verk þeirra sem eru í hljómsveitinni hans í dag." Tónlist 8.11.2008 05:30
Verk Sigtryggs í New York Leikrit Sigtryggs Magnasonar, Herjólfur er hættur að elska, verður leiklesið á alþjóðlegri leiklistarhátíð sem verður haldin 15. til 16. nóvember í New York. Menning 8.11.2008 05:30
Grohl með Prodigy Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, spilar á trommur í laginu Run With Wolves á nýrri plötu Prodigy, Invaders Must Die. Grohl gerði garðinn frægan sem trommari Nirvana og eftir að sú sveit hætti hefur hann verið duglegur við að taka í kjuðana með öðrum sveitum. Má þar nefna Queens of the Stone Age og Probot. Tónlist 8.11.2008 04:30
Endurgera Oldboy Leikstjórinn Steven Spielberg og leikarinn Will Smith ætla sér að endurgera suður-kóresku bíómyndina Oldboy sem kom út fyrir fimm árum við góðar undirtektir. Bíó og sjónvarp 8.11.2008 04:00
Segjast vera finnskir Rokkhljómsveitin Noise ætlar að stinga hausnum í kjaft breska ljónsins og spila þar á fimm tónleikum. Túrinn hefst í kvöld í Donchester. „Við erum nú bara að pæla í að kynna okkur sem band frá Finnlandi,“ segir Stefán Vilberg, bassaleikari Noise. „Þetta eru víst svaðalegar skítabúllur, til dæmis sú í Grimsby. Maður tekur engar óþarfa áhættur.“ Tónlist 8.11.2008 03:45
Eitt tonn af hljóðbúnaði fyrir ABBA sýninguna Um eitt tonn af hljóðbúnaði verður notað á sýningunni The music of ABBA með sænsku hljómsveitinni Arrival í íþróttahúsinu við Hlíðarenda á morgun. Þá verða sett upp sérstök hreyfiljós við sviðið. Lífið 7.11.2008 21:21
Christina Aguilera í latexgalla - myndband Söngkonan Christina Aguilera, 27 ára, bregður sér í hlutverk ofurhetju sem er stödd í miðri teikinmyndasögu klædd í þröngan latexgalla í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Kepps gettin´better. Lífið 7.11.2008 15:22
Söngkona flýr fárveik af sviði - myndband Söngkonan Rihanna flýði af sviði í miðju lagi sem ber heitið Umbrella á tónleikum sem hún hélt í Sydney í Ástralíu fyrr í dag. Eins og sést á myndbandinu heldur Rihanna, 20 ára, um magann þegar hún gerir tilraun til að syngja ásamt kærastanum, söngvaranum Chris Brown, lokalagið á tónleikunum. Lífið 7.11.2008 14:49
Bankamenn og grínarar Fjölmiðlar leika sér gjarnan að því að finna þekktum Íslendingum þekkta tvífara í útlöndum. Flestir Íslendingar kannast sjálfsagt við Íslendingana tvo sem eru tvífarar dagsins á meðfylgjandi mynd. Og flestir Íslendingar kannast sjálfsagt líka við útlendingana tvo sem þeim svipar til. Heiðursmenn sem gaman er að líkjast. Lífið 7.11.2008 13:51
Setja viðskiptabann á Breta Verslunin Parket og gólf hefur fyrir sitt leiti sett viðskiptabann á Bretland. Í glugga verslunarinnar hefur undanfarið mátt sjá stóra rauða borða með áletruninni „VIÐ SELJUM ENGAR BRESKAR VÖRUR". Lífið 7.11.2008 13:29
Madonna og Britney sameinaðar - myndband Á tónleikum Madonnu, sem bera yfirskriftina Sticky & Sweet, skemmtu Britney Spears og Justin Timberlake. Fyrrverandi kærustuparið söng við hlið Madonnu og eins og myndirnar sýna skemmtu þau sér vel við flutninginn. Lífið 7.11.2008 12:59
Björn Bjarnason mælir með Bond í kreppunni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mælir með nýju Bond-myndinni sem ágætu mótvægi við kreppuástandið. Þetta kemur fram í daglegu bloggi ráðherrans. Lífið 7.11.2008 08:59
Segir breska stjórnmálamenn litlausa við hlið Obama Leikarinn Daniel Radcliffe segir breska stjórnmálamenn ekki standast Barack Obama snúning þegar kemur að því að veita almenningi innblástur. Lífið 7.11.2008 08:20
Litlir kassar orðnir tómir kassar Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar“. Núna heitir það „Tómir kassar“ og er á leið í spilun. Tónlist 7.11.2008 08:00
Leitað til fortíðar Ný tónleikasyrpa í tónleikaröðinni 15:15 hefst í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15.15, eins og lög gera ráð fyrir. Tónleikarnir bera yfirskriftina Leitað til fortíðar, enda eiga verkin sem flutt verða það sameiginlegt að byggja á þjóðdönsum, þjóðlögum, fornum sögum eða ljóðum. Menning 7.11.2008 08:00