Lífið

Þakklát fyrir tímann með Garðari

"Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð hvort sem ég er í sambandi eða ekki. Aðstæðurnar verða auðvitað aðeins erfiðari fjárhagslega en það er enginn sem þarf að hafa áhyggjur af mér. Ég er í tilfinningalega góðu jafnvægi og mér líður vel...

Lífið

Beyonce og barnið

Söngkonan Beyonce Knowles, 30 ára, var með dóttur sína, Blue Ivy, vafða inn í teppi þegar hún yfirgaf heimili sitt í New York í gærdag. „Ég er mannleg eins og allir aðrir og hef ekki alltaf stjórn á aðstæðum hvað þá tilfinningum mínum,“ sagði Beyonce. Beyonce er með Lotho sólgleraugu á mynd.

Lífið

Sólveig skrifar skvísubók fyrir fullorðna

„Þegar ég fékk bókina í hendurnar vorum við að grínast með það að núna væri ég búin að upplifa eitt prósent af þeirri tilfinningu sem maður fær þegar maður eignast barn," segir blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir sem gefur út sína fyrstu skáldsögu í næstu viku.

Lífið

Kominn með þvottabretti

Stjörnubloggarinn Perez Hilton, ritstjóri bloggsíðunnar Perezhilton.com, hefur misst 36 kíló síðan hann tók upp heilbrigðari lífsstíl árið 2008.

Lífið

Ég bið ekki um mikið, segir Ásdís um draumaprinsinn

Aðspurð í Lílfinu, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag, hvort hún geti hugsa sér að hleypa öðrum manni inn í líf sitt og orðið ástfangin á ný svarar fyrirsætan Ásdís Rán: Já, já. Það eru svo margir ótrúlega góðir drengir í boði fyrir mig það er alveg það síðasta sem ég hef áhyggjur af. Ég var ekki lengi að átta mig á því. Nú vil ég bara vera ein í einhvern tíma, njóta lífsins og leika mér en maður svo sem stjórnar því ekki þegar ástin ber að dyrum þó að það sé ekki á planinu hjá mér.

Lífið

Heldur íslenska menningarhátíð í Frakklandi

"Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur,“ segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d‘Islande í Frakklandi.

Menning

Ánægð í sambúð

Leikkonan Kate Bosworth segist hafa fundið þann eina rétta í leikstjóranum Michael Polish. Parið kynntist við gerð kvikmyndarinnar Big Sur sem Polish leikstýrði.

Lífið

Jóga linnir skólakvíða

HeilsaRegluleg jógaiðkun bætir andlega heilsu ungmenna, þetta leiddi ný rannsókn á vegum Harvard Medical School í ljós.

Lífið

Sýnishorn úr nýrri dogmamynd um Andrés Önd

Vísir sýnir hér sýnishorn úr glænýrri dogmamynd eftir danska leikstjórann Mads von Eibeltoft þar sem hinum skrautlega Andrési Önd er fylgt eftir. Sýnishornið var frumsýnt í nýjasta þætti grínhópsins Mið-Íslands á Stöð 2 í kvöld.

Lífið

Spennumynd eftir uppskrift

Spennumyndin The Cold Light of Day segir frá ungum manni sem fer til Spánar til að hitta fjölskyldu sína en fríið fer ekki eins og til var ætlast og breytist fljótt í baráttu upp á líf og dauða. Myndin er frumsýnd annað kvöld.

Lífið

Glæsimenni á frumsýningu Battleship

Spennumyndin Battleship var frumsýnd nýverið og hafa stjörnur myndarinnar verið iðnar við að mæta á frumsýningar víða um heim. Battleship er byggð á hinu þekkta borðspili, Sjóorustu, og skartar Alexander Skarsgård, Liam Neeson, Taylor Kitsch, Tadanobu Asano, fyrirsætunni Brooklyn Decker og söngkonunni Rihönnu í aðalhlutverkum. Söguþráður myndarinnar hefur þó verið kryddaður með geimverum og geimflaugum og fjallar því um sjóorustu milli manna og geimvera.

Lífið

Ron lendir í forræðisdeilu

Framhalds hinnar vinsælu gamanmyndar Anchorman er beðið með mikilli eftirvæntingu en Will Ferrell, Adam McKay, Steve Carell og Paul Rudd sitja nú við handritaskriftir.

Lífið

Teiknaði fjölskyldu sína

Matt Groening, skapari Simpsons-fjölskyldunnar, upplýsti lesendur tímaritsins Smithsonian um ýmsa leyndardóma á bak við Simpson-þættina. Groening sagðist meðal annars hafa skapað persónurnar eftir eigin fjölskyldu.

Lífið

Rihanna heifst af Skarsgård

Rihanna fer með hlutverk í spennumyndinni Battleship sem frumsýnd var í byrjun mánaðarins. Þar leikur söngkonan á móti Taylor Kitsch, Alexander Skarsgård og Liam Neeson og var hún að eigin sögn mjög heilluð af Skarsgård.

Lífið

Nýr háralitur Rihönnu

Söngkonan Rihanna, 24 ára, er orðin dökkhærð. Ef myndirnar, sem teknar voru af henni í Sydney í Ástralíu í dag, eru skoðaðar má sjá að hún hefur látið raka vinstri hliðina...

Lífið

Styrkja götubörn

Júlí Heiðar og Guðrún Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem fram koma á styrktartónleikum til styrktar götubörnum í Kenía í kvöld klukkan 19.30.

Lífið

RetRoBot spilar á Iceland Airwaves

Tilkynnt hefur verið um fleiri listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Hátíðin hefst 31. október næstkomandi og stendur til 4. nóvember.

Tónlist

Vel útfært og kraftmikið

Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur.

Gagnrýni

Vinningshafar fara með þyrlu á Hróarskeldu

"Leikurinn snýst í raun um það að vera sniðugur og hugmyndaríkur, taka það upp og senda inn,“ segir Einar Thor um leik sem armbandaframleiðandinn Thorshammer hefur nú efnt til í samstarfi við Tuborg og X977.

Lífið

Silfrað hárband Hilton

Paris Hilton hefur ekki verið áberandi í slúðurmiðlum vestan hafs undanfarið en hún vakti aldeilis lukku í Los Angeles í gær í bleikum kjól með málmbelti í mittið og silfrað hárband...

Lífið

Ráðherrar rekast á

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur líklega verið að flýta sér aðeins um of á fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun.

Lífið

Fær frið frá eltihrelli

Leikarinn Alec Baldwin hefur loksins fengið frið frá eltihrellinum og kanadísku leikkonunni Genevieve Sabourin sem var á dögunum dæmd til að halda sig fjarri leikaranum. Baldwin og Sabourin fóru einu sinni á stefnumót árið 2010 en síðan þá hefur leikkonan aldeilis fengið Baldwin á heilann. Baldwin hefur meðal annars þurft að breyta um símanúmer eftir að hafa fengið þúsundir skilaboða frá Sabourin, sem einnig hefur ítrekað mætt óboðin í heimsókn til leikarans. Á dögunum varð lögreglan að fjarlægja hana frá tónleikunum í New York þar sem Baldwin var kynnir.

Lífið

Brúðkaupsdagurinn ekki ákveðinn

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, var með köflóttan sixpensara, í gærkvöldi þegar hún fékk sér að borða með unnusta sínum, tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake í Frakklandi en parið er á ferðalagi um Evrópu....

Lífið

Fer til Hollands og nælir í BA-gráðu í sirkuslistum

"Fyrsta árið lærir maður allar greinar fagsins, þar á meðal að gegla og loftfimleika, en hin þrjú árin fara í það að sérhæfa sig,“ segir Eyrún Ævarsdóttir sem mun hefja nám í sirkuslistum við Codart-skólann í Rotterdam í haust.

Menning

Endurvekja Gullkindina

„Það er búið að vera svo rosalega mikið af lélegu auglýsingarefni, sjónvarpsefni og útvarpsefni á boðstólum að undanförnu að okkur fannst við verða að heiðra það,“ segir útvarpsmaðurinn Máni Pétursson um endurvakningu verðlaunahátíðarinnar Gullkindin.

Lífið

Dreymir sætindi vikurnar fyrir mót

Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum.

Lífið