Lífið

Vilja sjá íslensku norðurljósin

„Þeir vilja fara í Bláa lónið og svo vilja þeir sjá norðurljósin,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um meðlimi hljómsveitarinnar 10cc. „Ég sagði við þá að ég myndi keyra þá út í náttmyrkrið og athuga hvort við sæjum eitthvað.“

Lífið

Leita að húsi

Svo virðist sem alvara sé að færast í leikinn hjá skötuhjúunum Ryan Reynolds og Blake Lively.

Lífið

Keypti sér mótorhjól

Justin Bieber reiddi á dögunum fram um tvær og hálfa milljón fyrir nýtt mótorhjól. Hjólið var framleitt í takmörkuðu upplagi og er af gerðinni Ducati. Það var vinur hans, söngvarinn Usher, sem mælti með hjólinu við hann en Usher á sjálfur sams konar hjól. Hinn átján ára Bieber stendur þó frammi fyrir einu vandamáli því hann er ekki með mótorhjólapróf en mun vafalítið bæta úr því fljótlega. Popparinn á einnig margar glæsibifreiðir og ætti því að geta komist leiðar sinnar á næstu árum án nokkurra vandkvæða.

Lífið

Í eina sæng með Mac

Snyrtivöruframleiðandinn Mac mun senda frá sér nýja línu í haust sem unnin er í samstarfi við Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstýru franska Vogue. Fyrirtækið hefur áður unnið með konum á borð við Iris Apfel, Beth Ditto og Miss Piggy úr Prúðuleikunum.

Tíska og hönnun

Í blíðu og stríðu fyrir Eurovision

„FÁSES er fyrir Eurovision svipað og félagið Í blíðu og stríðu er fyrir handboltann. Það skapast oft leiðinleg umræða í kringum framlagið okkar og keppendunum veitir ekki af stuðningsneti sem stendur við bakið á þeim í blíðu og stríðu,“ segir Eyrún Elly Valsdóttir, formaður Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES.

Lífið

Elskar Ósló

Grínistinn Ricky Gervais er staddur í Ósló þessa helgina til halda sýningar í leikhúsinu Folketeatret. Gervais segist elska borgina á Twitter-síðu sinni en með honum í för er kærasta hans til 30 ára, Jane Fallon. „Ég elska Ósló hingað til. Falleg borg í fallegu landi. Fyrsta uppistandið í kvöld. Get ekki beðið,“ skrifar Gervais á föstudaginn en hann nýtir tímann á milli sýninga til að skoða borgina.

Lífið

Dugleg á Facebook og Twitter

Victoria Beckham vonast til að Twitter- og Facebook-síður sínar muni sýna aðdáendum sínum hvernig manneskja hún er í raun og veru. „Ég held að vinir mínir og viðskiptavinir fái gott tækifæri til að kynnast mér og mínu skopskyni í gegnum tístin mín á Twitter. Þar getur fólk séð hvernig ég er í raun og veru,“ sagði Kryddpían fyrrverandi, sem hefur haslað sér völl sem fatahönnuður að undanförnu. Hún er þessa dagana í Kína og hefur verið dugleg að tísta frá gangi mála.

Lífið

Vill verða strangari móðir

Poppdrottningin Madonna segir að sér hafi brugðið er hún sá myndir af 15 ára dóttur sinni reykja sígarettu með vinum sínum í New York. Aldurtaksmarkið fyrir sígarettur eru 18 ár í Bandaríkjunum og viðurkennir Madonna að hún verði að vera strangari í móðurhlutverkinu. „Ég varð ekki glöð þegar ég sá myndirnar. Ég er ekki jafn ströng og ég ætti að vera, svo ég þarf að verða harðari. Ég hef enga þolinmæði fyrir reykingum,“ segir Madonna í viðtali við Today Entertainment.

Lífið

Landsbyggðarskólar kvarta yfir Söngkeppninni

"Þetta þyrfti að vera þannig að allir ættu að fá sama tækifæri í sjónvarpi og allir framhaldsskólanemendur ættu að fá tækifæri til að hvetja sína keppendur áfram. Annars er þetta keppni nokkurra skóla en ekki allra,“ segir Pálmi Geir Jónsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Lífið

Fæ loksins að standa á sviðinu

„Þetta leggst rosalega vel í mig og verður mjög gaman,“ segir útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir sem, ásamt Vilhelm Antoni Jónssyni, sér um að kynna Söngkeppni framhaldsskólanna í ár.

Lífið

Lea Michele kát með Glee-kærastann

Lea Michele úr sjónvarpsþáttunum Glee var ánægð að sjá kærasta sinn og mótleikara, Cory Monteith, í veislu á vegum Lacoste um helgina. Monteith var hálftíma of seinn í veisluna og hafði Michele þá beðið hans í ofvæni.

Lífið

Demi brosir á ný eftir meðferðina

Leikkonan Demi Moore mætti brosandi í opnunarpartí fyrir sjónvarpsþátt vinkonu sinnar, Amöndu de Cadenet, á dögunum. Moore hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðan í janúar en hún er nýkomin úr meðferð.

Lífið

Fljúgandi fjölmiðlakona

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir einn af umsjónarmönnum Íslands í dag á Stöð 2 hefur setið sveitt við prófalestur fyrir bóklegt einkaflugmannspróf í flugklúbbnum Geirfugli undanfarnar vikur samhliða sjónvarsstarfinu.

Lífið

True Blood-parið á von á barni í haust

Anna Paquin og Stephen Moyer eiga von á sínu fyrsta barni saman. Moyer á fyrir tvö börn frá fyrra hjónabandi. Paquin og Moyer kynntust við tökur á sjónvarpsþáttunum vinsælu, True Blood, og giftu sig í Malibu árið 2010.

Lífið

Fjör í óvæntu fimmtugsafmæli

Meðfylgjandi myndir voru teknar í óvæntu fimmtugsafmælisboði sem haldið var fyrir Þór Freysson sjónvarpsframleiðanda hjá Sagafilm en hann á að baki seríur á borð við Idol, X-factor, Bandið hans Bubba, Dans, dans, dans, Loga í beinni, Meistarann, Spaugstofuna, Viltu vinna milljón og Spurningabombuna...

Lífið

Skálkar á skólabekk

Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarpsþáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköllum má vel hafa gaman af 21 Jump Street.

Gagnrýni

Svartur hitti í mark í Hong Kong

„Þetta gekk mjög vel. Það var mikil stemning og það var gaman að koma þarna,“ segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri Svartur á leik. Hann er nýkominn heim frá Hong Kong í Kína þar sem myndin var sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Hún er ein af þremur stærstu hátíðunum í Asíu.

Lífið

Hollywoodstjörnur í kringum Gullu

Lífið gat ekki sleppt Gullu án þess að fá að forvitnaðist um Hollywoodstjörnurnar sem hún kemst ekki hjá því að hitta þar sem hún býr í Los Angeles...

Lífið

Klókur útgefandi

Þegar Haraldur Leví og unga útgáfufyrirtækið hans, Record Records, sömdu við Of Monsters and Men skömmu eftir að hljómsveitin vann Músíktilraunir vissu fáir af storminum sem var í aðsigi. Nema Haraldur sem var handviss um að hljómsveitin næði langt, sem nú hefur komið á daginn.

Lífið

Gulla í LA: Ég sakna alltaf Íslands

Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla, hefur búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár þar sem hún sinnir ástríðu sinni sem er að hanna og skapa. Hún er staðráðin í að láta drauma sína rætast en þeir eru að byggja skýjakljúf, kirkju og risastórt listasafn...

Lífið

Zo-On opnar nýja verslun

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Smáralind þegar útivistarbúðin Zo-On opnaði formlega nýja verslun með alls kyns útvistarfatnað. Eins og sjá má ríkti mikil gleði á meðal gesta sem tóku sig til við að pútta á göngum Smáralindar.

Lífið