Lífið

Losar sig við Marilyn

Leikkonan Megan Fox hefur ákveðið að láta fjarlægja húðflúr sem hún ber á hægri handlegg. Húðflúrið er af leikkonunni Marilyn Monroe og hefur Fox þegar hafist handa við að fjarlægja flúrið. Fox lét flúra myndina á handlegg sinn þegar hún var átján ára gömul og segist nú vera komin með leiða á því. „Maður vex upp úr hlutum, núna finnst mér þetta ekki viðeigandi. Ég hef þegar farið einu sinni og á eftir þrjú skipti til viðbótar og ég held að ég muni ekki bera nein ör eftir meðferðina,“ sagði Fox.

Lífið

Bubbi syngur inn jólin á Akureyri

„Ég var að spila fyrir norðan í vor og þá kom sægur af fólki og kvartaði undan því að það kæmist aldrei á Þorláksmessutónleikana mína, það gæti aldrei farið suður á þessum árstíma því það væri svo erfitt. Þannig að ég settist yfir dæmið og velti því fyrir mér hvort og hvernig ég gæti komið til móts við þetta fólk. Og komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti haldið Þorláksmessutónleikana tveimur dögum fyrr fyrir norðan,“ segir Bubbi Morthens.

Lífið

Akkúrat rétta umgjörðin

Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til.

Tónlist

Demi Moore ætlar að skilja við Kutcher

Demi Moore, leikkonan ástsæla, hefur ákveðið að skilja við eiginmann sinn, Ashton Kutcher. Þau hafa verið gift í sex ár. Samband þeirra hefur verið vinsælt umræðuefni á síðum slúðurblaðanna undanfarnar vikur, vegna frásagna af framhjáhaldi Kutchers. "Mér þykir mjög sorglegt að hafa tekið þá ákvörðun að binda endi á hjónaband mitt og Ashtons. Sem kona, móðir og eiginkona eru ákveðin gildi sem eru mér heilög og það er á grundvelli þeirra gilda sem ég hef ákveðið að halda áfram lífi mínu,“ sagði Moore í samtali við AP fréttastofuna.

Lífið

Upphafið að endi Twilight

Aðdáendur Twilight-seríunnar höfðu tjaldað í nokkra daga fyrir utan Nokia-leikhúsið í Los Angeles til þess að geta séð aðalleikara Twilight-myndanna mæta á frumýningu The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 1 á mánudagskvöldið. Ekki urðu þeir fyrir vonbrigðum því allir mættu í sínu fínasta pússi.

Lífið

Lætur Gettu betur ekki nægja

Laufey Haraldsdóttir var í sigurliði Kvennaskólans í Reykjavík í Gettu betur í vor. Hún lætur til sín taka í félagslífi skólans, er illa við að hanga á sófanum og stefnir á leiklistarnám í framtíðinni.

Lífið

Dr. Dre tekur sér frí

Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre ætlar að taka sér frí frá tónlistinni eftir 27 ár í bransanum án teljandi hvíldar.

Tónlist

Bono kenndi mér að dansa

Florence Welch úr hljómsveitinni Florence and the Machine segir að Bono, söngvari U2, hafi kennt sér að dansa á háum hælum uppi á sviði. Hljómsveitin hitaði upp fyrir U2 á 360-tónleikaferð hennar um heiminn.

Tónlist

Fágaður Felix

Þögul nóttin hefur yfir sér fágað yfirbragð. Það hefur greinilega verið vandað til verka. Á heildina litið þokkalegasta plata, en Felix gerir örugglega betur næst.

Gagnrýni

Æðislegt að sýna fyrir vestan

Heimildarmyndin Stansað, dansað, öskrað er að koma út í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá stofnun hljómsveitarinnar Grafíkur. Frumsýningin verður á Ísafirði 24. nóvember.

Lífið

Þú & ég með jólalag

Dúettinn Þú & ég, sem þau Helga Möller og Jóhann Helgason skipa, hefur gefið út nýtt jólalag sem nefnist Ljós út um allt. Lagið er eftir Gunnar Þórðarson og textinn eftir Þorstein Eggertsson. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1980 sem Þú & ég gefur út jólalag, en þá kom út Í hátíðarskapi sem hefur notið mikilla vinsælda. Lagið verður spilað á árlegum jólatónleikum Helgu Möller í Laugarneskirkju sem verða haldnir 8. og 15. desember. Þar koma fram góðir gestir, þau Ragnar Bjarnason, Gunnar Þórðarson, Ómar Ragnarsson, Elísabet Ormslev og Þú & ég. Magnús Kjartansson, Björn Thoroddsen, Einar Valur Scheving og Jón Rafnsson sjá um undirleik.

Lífið

Ekki barn Bieber er krúttbomba

Meðfylgjandi má sjá myndasyrpu af barninu sem Bieber á ekki ásamt mömmu sinni, Mariuh Yeater, 20 ára, sem steig fram í fjölmiðlum í lok október með drenginn, þá aðeins þriggja mánaða...

Lífið

Sumir skór eru meira sexí en aðrir

Söngvararnir Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Matthías Matthíasson ræða um Freddie Mercury heiðurstónleikana sem eru framundan og skó eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði...

Lífið

Troðfullt á Twilight

Fjórða kvikmyndin um þau Edward, Bellu og Jakob úr Twilight-seríunni var forsýnd í gærkvöldi í Sambíó Egilshöll...

Lífið

Eins og að vinna með Mariu Callas

Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, líkti því að vinna með Mick Jagger við að vinna við hlið óperudívunnar Mariu Callas. Richards sagði í viðtali við The Guardian að hinir hljómsveitarmeðlimirnir hafi tiplað á tánum í kringum Jagger til þess að halda honum góðum, en hann hafi ávallt viljað hafa rétt fyrir sér.

Lífið

Melódískt sýrupopp

Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Á heildina litið er þetta ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni.

Gagnrýni

Hjálmar teiknuðu stjörnu í Köben

Hljómsveitin Hjálmar spilaði síðastliðið laugardagskvöld í Kulturhuset við Islands Brygge í Kaupmannahöfn. Þar kom hún fram við góðar undirtektir gesta, en tónleikarnir voru hluti af Koldbrand-tónlistarhátíðinni.

Lífið

Sigurður sextugur

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson varð sextugur í síðustu viku og fagnaði áfanganum með veislu á Kaffi Nauthóli um helgina. Veislan var vel sótt eins og sjá mátti af jeppaflotanum fyrir utan kaffihúsið og þótti vel heppnuð. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og Jóhannes Kristjánsson eftirherma stigu á stokk og skemmtu gestum en þeirra á meðal var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Lífið

Elska nýja Charlies-lagið en segja myndbandið undarlegt

Íslenska hljómsveitin The Charlies er sem kunnugt er starfrækt frá Los Angeles um þessar mundir. Þær stúlkur hafa nú gefið út svokallað mixteip á heimasíðu sinni. Samhliða því kom út myndbandið við lagið Monster á YouTube sem horfa má á hér í fréttinni.

Lífið

Þýski afinn hærri og eldri en Siggi Sigurjóns

Þýski grínistinn Karl Dall mun leika Afann í Þýskalandi á næsta ári. Samningur þess efnis var undirritaður um síðustu helgi. Dall sá Sigurjón Sigurjónsson leika Afann í Borgarleikhúsinu og hittust „afarnir“ tveir eftir sýninguna. „Þetta er bara þýskur afi. Hann er ögn hærri í loftinu en ég og eilítið eldri,“ segir Sigurður. „Ég lék þetta fyrir hann eins og óður væri og ég vona að hann hafi lært eitthvað af því.“ Spurður hvort Dall hafi roð við honum í hlutverkinu segir Sigurður léttur: „Það held ég reyndar ekki. En fyrir þýskan markað, það má alveg reyna það.“

Lífið