Lífið

Glitrandi gyðjur í Bond partýi

Mikil Gleði ríkti í Bond frumsýningarpartýi í Kensington í gær eftir að nýjasta Bond myndin, Skyfall var heimsfrumsýnd í Royal Albert Hall. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni voru gestir í sínu fínasta pússi en athygli vakti að gylltir og glitrandi kjólar voru áberandi. Leikkonan Kelly Brook var ein þeirra sem geislaði á dreglinum í glæsilegum síðkjól!

Lífið

Vesturport á BAM

Leikhópurinn í Vesturporti heldur til Bandaríkjanna til þess að sýna þar verkið Faust.

Lífið

Að drepa skipbrotsmenn er níðingsverk

Finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Ariasman, sögulega skáldsögu um Spánverjavígin á Vestfjörðum árið 1615 og aðdraganda þeirra. Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar og Tapio var tekinn í yfirheyrslu af því tilefni.

Menning

Leikur sjálfa sig

Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og heyrt leikur sjálfa sig í sjónvarpsþættinum Sönn íslensk sakamál sem er á dagskrá á Skjá einum á mánudögum þar sem fjallað er um Catalinu. "Það er auðvitað sögulegt að hefja leiklistarferilinn á að leika sjálfan sig og gaman að vita að enginn annar hafi passad í hlutverkið. Leikstjórinn sannfærði mig um að ég hefði ekki ofleikið," sagði Björk þegar Lífið spurði hana út í leikinn. Hér er myndbrot úr þættinum. Blaðamennirnir Jakob Bjarnar og Þórarinn Þórarinsson leika sjálfa sig einnig í þættinum.

Lífið

Beckham mæðgur

Victoria Beckham, 38 ára, var mynduð með dóttur sína, Harper, í gær þegar þær yfirgáfu hótelið sem þær dvöldu á í New York. Tískuhönnuðurinn segir dóttur sína leika sér eins og synir hennar þrír sem er eðlilegt enda er Harper eina stelpan í systkinahópnum. Drengirnir leika sér í fótbolta daginn út og inn eins og pabbi þeirra, David Beckham. Hver veit nema Harper geri slíkt hið sama í framtíðinni.

Lífið

"Ég er ekki James Bond“

Einkaviðtal Sifjar Sigmarsdóttur við Daniel Craig. "Nærvera hans er þrúgandi. Eins og Bond er hann brúnaþungur. Varirnar eru herptar og augun flökta. Þegar hann gengur jakkafataklæddur inn í hversdagslegt hótelherbergi í Lundúnum þar sem blaðamaður bíður hans er sem skuggi færist yfir vistarverurnar,“ skrifar Sif um fyrstu kynnin af Craig.

Lífið

Skáldsaga um glæpi

Skáldsagan Málarinn minnir um margt á fyrri skáldsögur Ólafs, sögur eins og Tröllakirkju og Vetrarferðina.

Gagnrýni

Afmynduð eftir lýtaaðgerðir

Leikkonan Lara Flynn Boyle hefur greinilega látið sprauta aðeins of miklu collageni í varirnar á sér því hún er gjörsamlega afmynduð eftir sprauturnar.

Lífið

Britney frumsýnir nýja greiðslu

X Factor-dómarinn Britney Spears er kominn með enn eina nýja hárgreiðslu en hún hefur verið ansi dugleg að prufa sig áfram í hártískunni undanfarna mánuði.

Lífið

Systur hanna fyrir Coke Light

Vörumerkið Coke Light hefur í nokkur ár verið tengt við heimsþekkta hönnuði eins og Karl Lagerfeld og Jean Paul Gaultier en þessir hönnuðir ásamt fleirum eiga það sameiginlegt að hafa hannað útlit á umbúðir Coke Light. Núna eru íslenskar systur, þær Sólveig Ragna Guðmundsdóttir og Gunnhildur Edda Guðmundsdottir sem hanna undir merkinu Shadow Creatures, komnar í hóp þessara hönnuða. Ástæðan er að systurnar hönnuðu nýjar umbúðir Coke Light sem komið er í sölu á Íslandi en varan verður framleidd í takmörkuðu upplagi og verður einungis seld á Íslandi.

Tíska og hönnun

Loksins sjást þau saman

Kourtney Kardashian sást með kærastanum Scott Disick í Miami á dögunum en stöðugar sögusagnir berast af erfiðleikum í sambandi þeirra enda sjást þau afar sjaldan saman.

Lífið

Steldu stílnum

Leikkonan Jessica Alba er skemmtileg þegar kemur að tísku og stíl því hún kemur stöðugt á óvart með því að blanda saman ólíkum flíkum.

Lífið

Fyrstu myndir úr Lífsleikni Gillz

"Ég lofa veislu. Það er ekki flóknara. Það eru hreinlega allir bestu leikarar landsins þarna. Þetta er fyndnasta íslenska efnið síðan Sódóma var og hét,“ segir Egill Gillzenegger Einarsson um nýju þáttaröðina sína, Lífsleikni Gillz.

Lífið

Áberandi horuð

Victoria Beckham, 38 ára, var mynduð í gær, mánudag, á götum New York borgar klædd í gallabuxur og skyrtu. Hún var niðurlút eins og vanalega þegar þegar ljósmyndarar mynduðu hana úr launsátri. Nú veltir breska slúðurpressan sér upp úr því hvort hún sé einfaldlega of horuð. Kannski hefur Victoria tekið óléttuorðróminn of nærri sér - en þetta er of mikið af hinu góða.

Lífið

Eftirsótt draugasaga

Draugasaga eftir Óttar M. Norðfjörð, þrjú framleiðslufyrirtæki eru með það í huga að kaupa kvikmyndaréttinn að henni.

Lífið

Nýbökuð mamma nýtur sín

Reese Witherspoon kíkti aðeins í bæinn með elstu dóttur sinni Ava í vikunni en þetta er fyrstu myndirnar sem nást af henni eftir að hún eignaðist son í síðasta mánuði. Ekki var annað að sjá en að leikkonunni liði vel og nyti þess að spóka sig um göturnar.

Lífið

Hvar er dívan sem við þekkjum?

Jennifer Lopez var nánast óþekkjanleg er sást til hennar í London í gær en hún hefur dvalið þar undanfarna daga ásamt kærastanum. Lopez var með lopahúfu, óförðuð og vægast sagt hversdagsleg til fara sem er mjög ólíkt henni.

Lífið

Mamma á milli rifrilda

Söngkonan Mariah Carey, 42 ára, og átján mánaða gamla dóttir hennar Monroe voru myndaðar í New York í gær. Eins og sjá má er dóttir Mariuh algjört krútt með slaufu í hárinu. Söngkonan er upptekin um þessar mundir við að sitja í American Idol sæti þar sem hún rífst stöðugt við söngkonun Nickie Minaj sem er einnig dómari. Það eru reyndar getgátur um það að rifrildið á milli söngkvennanna sé plat eins og svo margt sem gengur á í raunveruleikasjónvarpi í dag.

Lífið

Það leiddist engum í þessu boði

Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuteitinu fyrir bókina Heilsusúpur og salöt eftir heilsukokkinn Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur. Eins og sjá má á myndunum var gleðin við völd.

Lífið

Glæsileg á galakvöldi

Kim Kardashian var guðdómleg í kóngabláum síðkjól og með fasta fléttu í hári er hún mætti á galaballi í New York í gær. Með henni var kærastinn Kanye West sem var að sjálfsögðu flottur í tauinu líka.

Tíska og hönnun