Lífið

Boy George ákærður fyrir frelsissviptingu

Gamla brýnið og Culture Club-söngvarinn Boy George er nú fyrir rétti í London þar sem hann verst ásökunum um frelsissviptingu en hann er ákærður fyrir að hlekkjað tæplega þrítugan mann við vegg í íbúð sem George á þar í borginni og lemja hann með keðju.

Lífið

Þýddi PETA-skiltin yfir á íslensku

Nærvera dýraverndunarsamtakanna PETA hér á landi vakti mikla athygli í gær. PETA hafa verið áberandi úti í heimi við að vekja athygli á notkun dýrafelds í klæðnað en þetta er í fyrsta skipti sem þau mæta til Íslands. Blaðamenn voru að sögn viðstaddra óvenju stundvísir og óvenju margir á blaðamannafundinum enda hafa íslenskir mótmælendur á Austurvelli verið kappklæddir. Mótmælendurnir frá PETA voru hins vegar fáklæddir, skýldu sér með lopahúfum, lopavettlingum og mótmælaskiltum.

Lífið

Fékk endurgreitt

Tæknifyrirtækið Petra Group frá Malasíu hefur endurgreitt leikaranum Bruce Willis 900 þúsund dollara eftir að hann höfðaði mál gegn því.

Lífið

Sienna ekki lengur á lausu

Ástarmál Siennu Miller eru jafn flókin og fjármál íslenska ríkisins. Stundum er hún laus og liðug en á sama tíma virðist hún vera ástfangin upp fyrir haus. Breskir fjölmiðlar þreytast hins vegar seint á að fjalla um örvarnar sem Amor hefur engan veginn gefist upp á að skjóta í hjarta hennar.

Lífið

Sírenuvæl í sól og sumaryl

Gylfi Ægisson fagnar 30 ára edrúafmæli sínu á næsta ári. Hann klárar þetta ár með málverkasýningu og útgáfu á geisladiski með vinsælustu lögum sínum.

Lífið

Dæmdu mat fyrir tónleika

Rokkararnir í Foo Fighters voru í gestahlutverki í bandaríska raunveruleikaþættinum Top Chef sem var sýndur fyrir skömmu vestanhafs. Í þættinum, sem var tekinn upp í sumar, þurftu keppendur að matreiða ofan í rokkarana og þáttastjórnandann Grant Achatz skömmu fyrir tónleika þeirra. Eftir það gáfu þeir kokkunum einkunn sína.

Lífið

Madonna og A-Rod nálgast

Samband Madonnu og hafnaboltaleikmannsins Alex Rodriguez virðist allt að því óumflýjanlegt. A-Rod, eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum, sat á fremsta bekk á tónleikum söng­dívunnar í Miami og virtist kunna því vel. Enda sat sjálft poppgoðið Rod Stewart honum á hægri hönd. Madonna virðist kunna þá list manna best að senda tvíræð skilaboð. Madonna sagði, áður en hún flutti lagið I’m So Far Away, að allir ættu að þekkja þá tilfinningu að vera ástfanginn í fjarbúð.F

Lífið

Neighbours stjarna lenti í Mumbai árásum

Leikkonan Brooke Satchwell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Anne Wilkinson í Nágrönnum, slapp naumlega frá vígamönnum sem réðust inn á Taj hótelið í Mumbai í gær með því að fela sig í baðherbergisskáp.

Lífið

Óförðuð Miley Cyrus - myndir

Táningastjarnan, Miley Cyrus, 16 ára, sem er þekkt fyrir að leika Hönnuh Montana í samnefndum sjónvarpsþáttum var mynduð á Times Square í New York í gær.

Lífið

Viðskiptaráðherra tekinn á teppið

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra situr fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég spyr Björgvin meðal annars hvort ekki þurfi að afnema vertrygginguna og hvað er að gerast bak við tjöldin í nýju bönkunum,“ svarar Sölvi Tryggvason þáttastjórnandi aðspurður um efnistök í þætti kvöldsins.

Lífið

Metnaðarfull fylgdarþjónusta í kreppunni....eða?

Ritstjórn Vísis barst ábending um tiltölulega metnaðarfulla heimasíðu ungs manns sem býður erótíska fylgdarþjónustu. Meðal þess sem kynnt er á síðu hans er „einstaklingsþjónusta eða hópar, sértilboð til saumaklúbba og hlutverkaleikir“ og að sjálfsögðu er fullum trúnaði heitið.

Lífið

Beyoncé Knowles í níðþröngum galla - myndband

Beyoncé Knowles vakti lukku viðstaddra þegar hún dansaði í gærdag í níðþröngum galla eins og myndirnar sýna. Söngkonan tók nýju lögin hennar ,,Single ladies", ,,If I Were A Boy," og ,,Crazy in Love" í sjónvarpsþættinum Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í New York.

Lífið

Róttæki laganeminn blæs á gagnrýni samnemenda

Katrín Oddsdóttir laganemi við Háskólann í Reykjavík vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu sína á mótmælunum á Austurvelli um síðustu helgi. Þar hélt hún ræðu sem fékk fínar undirtektir viðstaddra. Fjórir samnemendur Katrínar skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir segjast vonast til þess að Katrín titli sig ekki sem laganema á opinberum vettvangi aftur.

Lífið

Pink nýtur ásta með sjálfri sér - myndband

Söngkonan Pink nýtur ásta, með hjálp tækninnar, með sjálfri sér í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Sober klædd í svartan brjóstarhaldara. Sjá myndbandið hér. Pink skildi fyrr á árinu við eiginmann sinn, motorcross stjörnuna Carey Hart.

Lífið

Reykjavík síðdegis verðlaunað

Á Umferðarþingi í ár var aðstandendum útvarpsþáttarins „Reykjavík síðdegis" veitt Umferðarljósið sem er sérstök viðurkenning sem Umferðarráð veitir þeim sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Dagskrágerðarmenn þáttarins „Reykjavík síðdegis", þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason, Bragi Guðmundsson og áður Ásgeir Páll Ágústsson hafa verið fundvísir á áhugaverð málefni í sambandi við umferð og umferðaröryggi. „Þetta kemur á óvart. En við höfum í 8 ára sögu Reykjavík síðdegis alla tíð, í opnu útvarpi, verið mikið í sambandi við manninn á götunni. Sá tími sem landsmenn eyða í bíl hefur lengst og okkur finnst við hafa náð eyrum margra í bílum," svarar Þorgeri Ástvaldsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með viðurkenninguna.

Lífið

Angelina Jolie ólétt

Vikuritið In Touch heldur því fram að Angelina Jolie sé komin þrjá mánuði á leið með sjöunda barn hennar og Brad Pitt. Sama tímarit var fyrst með fréttirnar af tvíburum leikkonunnar. Þar segir að Angelina geti ekki hætt að ræða um barnið sem hún beri undir belti en annað hljóð sé í barnsföður hennar, Brad, sem sé ekki eins spenntur.

Lífið

Andri Snær biður Verzlinga afsökunar - heldur fyrirlestur í sáttarskyni

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hringdi í formann nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og baðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla í Silfri Egils fyrir skömmu. Þar sagði Andri að núverandi efnahagsþrengingar fælu í sér fall Verzló. Rithöfundurinn mætir á sal skólans í hádeginu og heldur „kreppufyrirlestur“.

Lífið

Þrefalt dýrara á Hróarskeldu

„Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég á ekki von á því að það verði jafnmikil þátttaka og síðustu ár,“ segir Tómas Young, íslenskur tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku.

Lífið

Geir Haarde fær stuðning og andbyr á Facebook

Mikið mæðir á Geir H. Haarde forsætisráðherra þessa dagana. Á Facebook hefur hópur aðdáenda ráðherrans opnað stuðningsmannasíðu þar sem fólki gefst kostur á að styðja við bakið á ráðherranum á þessum erfiðu tímum. 434 hafa skráð sig á síðuna. Á annari síðu er yfirskriftin: „Ekki meir Geir“ og þar hafa 655 skráð sig.

Lífið

Reynt að koma höggi á Lindsay - myndband

Hollywoodstjarnan og vandræðagemsinn Lindsay Lohan er enn og aftur umfjöllunarefni fjölmiðla. Nú er því haldið fram að áfengismeðferðin sem hún fór í fyrir ári hafi verið til einskis.

Lífið

Fýkur yfir Bollywood-hæðir

Hin rómantíska skáldsaga Emily Bronte, Fýkur yfir hæðir, verður innan tíðar viðfangsefni Bollywood-söngvamyndar en Bollywood er hin indverska hliðstæða ameríska Hollywood og hefur indverska kvikmyndaiðnaðinum vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár.

Lífið

Þjóðþekktir einstaklingar tilnefndir í framboð Ástþórs

Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Lýðræðishreyfingin undir forystu Ástþórs Magnússonar boðað til þingframboðs í næstu kosningum. Ekki er um hefðbundið framboð að ræða því ætlunin er sú að kosið verði á milli einstaklingana sem mynda listann en ekki sjálfan flokkinn. Hægt er að tilnefna einstaklinga á heimasíðu hreyfingarinnar. 19 tilnefningar eru komnar og má þar sjá nokkra þekkta einstaklinga.

Lífið

Íslandsvinur sakaður um framhjáhald

Götublaðið News of the World heldur því fram að Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsey, 42 ára, hafi undanfarin sjö ár haldið fram hjá eiginkonu sinni með atvinnuhjákonunni Söruh Symonds, 38 ára.

Lífið

Dr. Spock í spinning

Þeir Óttarr Proppé og Finni í Dr. Spock stigu í fyrsta sinn inn í líkamsræktarstöð þegar þeir kynntu sér aðstæður fyrir útgáfutónleika sína í Sporthúsinu. Gillzenegger skipuleggur giggið með þeim.

Lífið

Þakklátur landi og þjóð

„Það virtist vera sama hvað gekk á, Ernesto sagðist hvergi annars staðar vilja vera,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, starfsmannastjóri BM Vallár – Smellinn um Ernesto Riberio sem starfaði hjá fyrirtækinu um árabil. Ernesto hóf störf hjá Smellinn á Akranesi í apríl 2005, en þegar kreppan skall á og fækka þurfti starfsmönnum þurfti hann frá að hverfa. Síðastliðinn mánudag fór hann aftur til síns heimalands, Portúgal, en áður en hann fór setti hann auglýsingu í Póstinn á Akranesi þar sem hann þakkar vinnustaðnum, Akranesi, landi og þjóð fyrir sig.

Lífið