Lífið

Láta ljós sitt skína í Gúglaðu betur

Þeir sem telja sig vita öll svörin í spurningaþættinum Gettu betur geta látið ljós sitt skína þau kvöld sem þátturinn fer fram. Náman stendur nú annað árið í röð fyrir keppninni Gúglaðu betur á Facebook-síðu sinni en hún hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu.

Lífið

Potter-leikari í fangelsi

Harry Potter-leikarinn Jamie Waylett, sem fór með hlutverk hins illgjarna Vincents Crabbe, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir dólgslæti og að vera með þýfi undir höndum.

Lífið

Söngkona Galaxies stofnar stjörnufræðifélag

Védís Vandíta Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og meðlimur í hljómsveitinni Galaxies, er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Fyrsti fundur félagsins fór fram í byrjun vikunnar og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum.

Lífið

Segir aðdáendum að slappa af

Leikstjórinn Michael Bay náði að reita aðdáendur teiknimyndanna Teenage Mutant Ninja Turtles til reiði þegar hann sagði að þær yrðu utan úr geimnum í nýrri kvikmynd.

Lífið

Seldi eftirlíkingar

Hasarmyndaleikarinn Jason Statham græddi stórfé á því að selja alls kyns eftirlíkingar af skartgripum á götum London áður en hann varð frægur. Hann græddi allt að 250 þúsund krónum á einum degi á viðskiptunum og seldi meðal annars úr, keðjur, armbönd og fleira.

Lífið

Til liðs við Hrollvekjuna

Ekki er ólíklegt að söngvari hljómsveitarinnar Maroon 5, Adam Levine, bætist við leikarahóp sjónvarpsþáttanna American Horror Story.

Lífið

Poppdrottning snýr aftur

Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner.

Lífið

María Birta stefnir á fallhlífarstökk

Tökum á íslensku kvikmyndinni XL er lokið í bili en leikkonan María Birta Bjarnadóttir fer með annað af aðalhlutverkunum í henni. Myndin er í leikstjórn Marteins Þórssonar og fjallar um þingmann sem berst við áfengissýki og er skikkaður í meðferð af yfirmanni sínum.

Lífið

Lady Gaga í fjölmiðlabann

Söngkonan skrautlega Lady Gaga er orðin þreytt á fjölmiðlum og ætlar að hunsa þá á næstunni. Eftir að sjónvarpsviðtal sem Oprah Winfrey tók við hana verður sýnt ætlar hún hætta að tala við fjölmiðla.

Lífið

Ólétt að sínu þriðja barni

Leikkonan Reese Witherspoon gæti verið ólétt af sínu þriðja barni ef marka má forsíðufrétt US Weekly. Witherspoon giftist umboðsmanninum Jim Toth í mars á síðasta ári og hefur sjaldan verið hamingjusamari. Tímaritið US Weekly heldur því fram að leikkonan sé komin tólf vikur á leið en telji enn ekki tímabært að ræða fréttirnar opinberlega.

Lífið

Unglingar berjast fyrir lífi sínu

Helgin verður frekar róleg þegar kemur að frumsýningum, en aðeins eru tvær myndir frumsýndar. Auk myndarinnar Friends with Kids, sem er fjallað um hér að neðan, er það myndin The Hunger Games sem kemur í kvikmyndahúsin.

Lífið

Vinskapur og barneignir

Gamanmyndin Friends with Kids verður frumsýnd hér á landi annað kvöld og fer einvala lið leikara með aðalhlutverkin í myndinni.

Lífið

Vonar að barnið komi sem fyrst

Söngkonan Jessica Simpson á von á sínu fyrsta barni í lok næsta mánaðar. Simpson var gestur í sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live í byrjun vikunnar og þar ræddi hún meðgönguna á einlægan hátt.

Lífið

Borgarstjóradóttir stolt af pabba

Margrét Edda Gnarr dóttir borgarstjórans í Reykjavík, prýðir forsíðu Lífsins á morgun, föstudag. Þar ræðir Margrét Edda á einlægan hátt um ástina, pabba sinn Jón Gnarr, sönginn og líkamsræktina sem á huga hennar allan.

Lífið

Þagði í átta ár yfir krabbameini

Leikkonan Kathy Bates hefur í fyrsta sinn greint frá því opinberlega hvers vegna hún þagði í átta ár yfir baráttu sinni við krabbamein, sem lauk með sigri hennar.

Lífið

Aftengdi sprengju

Jonathan Davis, söngvari rokksveitarinnar Korn, fékk stutta leiðsögn í því hvernig á að aftengja sprengju þegar hann hitti bandaríska hermenn í Þýskalandi.

Lífið

Þolir ekki þegar karlmenn tala í kringum hlutina

Leikkonan Kirsten Dunst, 29 ára, fékk sér hádegisverð í gær í Kaliforníu ásamt ónefndum karlfélaga. Eins og sjá má var leikkonan afslöppuð með sólgleraugu í góðum fíling. Karlmenn hræða mig. Ég hata óbein skilaboð sem þeir gefa mér og þegar þeir tala í kringum hlutina. Ég hata að leika einhvern leik. Ég vil frekar vita hvort viðkomandi hafi áhuga á mér eða ekki! sagði Kirsten.

Lífið

Níu hönnuðir keppa um eina milljón

Hannað fyrir Ísland er nýr íslenskur hæfileikaþáttur sem Stöð 2 og 66°NORÐUR standa fyrir. Þar verður leitað að hönnuði framtíðarinnar en níu hönnuðir taka þátt og leggja allt undir til að sýna hvað í þeim býr. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og hefst kl. 20.35...

Lífið

Andri á slóðir Vestur-Íslendinga

Sjónvarpið hefur ákveðið að taka upp þriðju þáttaröðina með Andra Frey Viðarssyni á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Tökur eru fyrirhugaðar í júlí.

Lífið

DiCaprio sötrar kokteila

Leikarinn Leonardo DiCaprio, 37 ára, lét fara vel um sig við sundlaugarbakka á Miami ásamt móður sinni á mánudaginn var...

Lífið

Hera Björk ekki nýr Páll Óskar

"Ég mun sjá um að kasta boltanum á milli en ég er ekki að fara að verða nýr Páll Óskar, enda reynir það held ég ekki nokkur lifandi maður,“ segir Hera Björk um nýjan Eurovision-þátt sem er væntanlegur á RÚV 21. apríl.

Lífið

Ólöglegt Eurovision-lag

Textinn við lagið Facebook Uh, Oh, Oh, framlag San Marínó til Eurovision-söngvakeppninnar í ár, stenst ekki reglur keppninnar.

Lífið

Flýr ágenga ljósmyndara

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 39 ára, var klædd í svarta stórglæsilega Louis Vuitton dragt í teiti á vegum hönnuðarins Marc Jacobs á tískuvikunni í París á dögunum. Þá var Gwyneth mynduð í gær fyrir utan veitingahús í Lundúnum. Eins og sjá má í myndasafni reyndi hún allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir að vera mynduð.

Lífið