Körfubolti

Jón Arnór góður í naumu tapi

Granada tapaði 60-57 fyrir Menorka í spænsku úrvalsdeildinni en liðið var 51-38 undir þegar 7 mínútur voru eftir. 19-9 endasprettur liðsins hófst á þriggja stiga körfu frá Jóni Arnóri.

Körfubolti

Umfjöllun: Njarðvík sló Stjörnuna út úr bikarnum

Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta með 16 stiga sigri á Stjörnumönnum, 110-94, í Garðabænum í kvöld. Njarðvíkingar hefndu þar með fyrir tíu stig tap í deildinni á sama stað fyrir aðeins tíu dögum.

Körfubolti

Bæði Grindavíkurliðin skipta um bandaríska leikmenn

Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um bandaríska leikmenn í báðum meistaraflokksliðum sínum í Iceland Express deildunum. Karlakaninn, Andre Smith, fer heim af persónulegum ástæðum en kvennakananum, Charmaine Clark, var sagt upp vegna þess að hún stóð ekki undir væntingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

Körfubolti

Sverrir Þór: Hún er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur

Fjögurra leikja sigurganga Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna endaði með fjórtán stiga tapi á móti Hamar í Hveragerði í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að sýnar stelpur hafi gert það besta út hlutunum eftir að hafa misst stigahæsta leikmann sinn, Dita Liepkalne, meiddan af velli eftir aðeins 54 sekúndur.

Körfubolti

NBA: Rose með 39 stig í sigri Chicago og New Orleans byrjar vel

Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.

Körfubolti