Körfubolti

Logi skoraði fimm þrista þriðja leikinn í röð

Logi Gunnarsson skoraði 23 stig og hitti úr 75 prósent skota sinna (9 af 12) þegar Solna Vikings vann öruggan sextán stiga útisigur á 08 Stokkhólmi, 92-76, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Solna-liðið var með frumkvæðið allan leikinn og tólf stiga forskot í hálfleik, 47-35.

Körfubolti

NBA: Miami aftur á sigurbraut

LeBron James og félagar í Miami Heat komust aftur á sigurbraut í nótt er þeir tóku á móti Washington Wizards. LeBron skoraði 30 stig, Dwyane Wade 26 og Chris Bosh var með 20.

Körfubolti

Botnlið ÍR vann óvæntan sigur á Hamar í Seljaskóla

Botnlið ÍR-inga kom á óvart í kvöld með fimm stiga sigri á Hamar, 89-84, í 9. umferð Iceland Express deildar karla í Seljaskólanum í kvöld. ÍR var náði 20 stiga forskot fimm mínútum fyrir leikslok en Hamar var nálægt því að vinna muninn upp á síðustu fjórum mínútum leiksins.

Körfubolti

Grindvíkingar enduðu sigurgöngu KR-inga

Grindavík komst aftur upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á KR, 87-77, í Röstinni í Grindavík í kvöld. KR hafði unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni en tókst ekki að vera fyrsta útiliðið til að vinna í Grindavík. Bæði lið áttu mjöguleika á því að ná öðru sætinu með sigri.

Körfubolti

Logi með 21 stig í tapi fyrir Norrköping

Logi Gunnarsson skoraði 21 stig þegar lið hans Solna Vikings tapaði 81-91 í framlenginu á móti sænsku meisturunum í Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var sjöundi leikurinn í vetur þar sem Logi brýtur tuttugu stiga múrinn í vetur en hann hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Körfubolti

NBA: Lakers búið að tapa tveim leikjum í röð

Indiana Pacers er á fínni siglingu í NBA-deildinni þessa dagana en liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir hafa ekki verið auðveldir því Pacers skellti Miami um daginn og svo meisturum LA Lakers í nótt og það í Staples Center.

Körfubolti

Snæfell lagði Stjörnuna

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Snæfells komust á topp deildarinnar með sigri á Stjörnunni á heimavelli, 114-96.

Körfubolti

Enn tapaði TCU

Helena Sverrisdóttir skoraði tíu stig fyrir TCU sem tapaði fyrir Virginia á æfingamóti á bandarísku Jómfrúaeyjunum í gær.

Körfubolti

Svavar aftur í búninginn hjá Tindastóli

Þrír leikir eru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:30. Snæfell tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Stykkishólmi, á Ísafirði heimsækir Keflavík lið KFÍ og á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Fjölnir.

Körfubolti

Nonni Mæju fékk flest atkvæði í Stjörnuleik KKÍ

Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, þekktastur undir viðurnefninu Nonni Mæju, fékk flest atkvæði í netkosningu á KKÍ þar sem gestir síðunnar fengu að velja byrjunarliðsleikmenn í Stjörnuleik KKÍ sem fer fram í Seljaskóla 11. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

Helena með 20 stig í tapleik

Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir TCU í nótt en það dugði ekki til þar sem að liðið tapaði fyrir West Virginia í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Körfubolti

Kobe Bryant þakkar Michael Jackson fyrir góð ráð

Kobe Bryant hefur nú viðurkennt að einn af mentorum hans, þegar hann var ungur leikmaður að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni, hafi verið enginn annar en Konungur popsins, Michael Jackson. Jackson sá sjálfan sig í Kobe Bryant og vildi veita honum góð ráð sem Kobe segir nú hafa reynst sér vel.

Körfubolti

Bragi þjálfar Fjölnisstelpurnar

Bragi H. Magnússon hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í Iceland Express deildinni en Bragi sem þjálfaði síðast karlalið Stjörnunnar tekur við liðinu af Eggerti Maríusyni sem hætti á dögunum. Þetta kom fyrst fram á karfan.is

Körfubolti

NBA í nótt: Enn tapar Miami

Miami Heat tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn fyrir grönnum sínum í Orlando Magic, 104-95.

Körfubolti