Körfubolti Kvennalið Keflavíkur styrkir sig með serbneskum bakverði Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin um titlana í kvennakörfunni en serbneski bakvörðurinn Marina Caran mun spila með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Körfubolti 1.2.2011 19:45 Framkvæmdastjóri meistaraliðs Lakers ósáttur og íhugar breytingar Forráðamenn meistaraliðs LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins að undanförnu. Eftir tapleikinn gegn Boston Celtics á dögunum sagði Mitch Kupchak framkvæmdastjóri liðsins að það kæmi vel til greina að gera breytingar á liðinu áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti þann 19. febrúar. Körfubolti 1.2.2011 13:04 Breyttir tímar hjá Cleveland sem tapaði sínum 21. leik í röð LeBron James mætti gamla liði sínu Cleveland Cavaliers í gær í NBA deildinni á heimavelli Miami Heat. James skoraði 24 stig í 117-90 sigri liðsins en Dwayne Wade var stigahæstur með 34 stig. Cleveland tapaði sínum 21. leik í röð en liðið hefur aðeins unnið 8 leiki og tapað 39. Körfubolti 1.2.2011 08:57 Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“ Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður. Körfubolti 31.1.2011 23:30 Sundsvall Dragons vann toppslaginn á móti LF Basket Sundsvall Dragons, lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, vann mikilvægan 94-81 útisigur á LF Basket í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Körfubolti 31.1.2011 20:07 Larry Bird missti þolinmæðina og rak Jim O'Brien Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina. Körfubolti 31.1.2011 14:45 Boston sýndi styrk sinn gegn meistaraliði Lakers Fjölmargir spennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær þar sem að viðureign gömlu stórveldana, Boston Celtics og LA Lakers bar hæst. Meistaraliðið Lakers varð að játa sig sigrað á heimavelli í Los Angeles, 109-96, þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 41 stig. Körfubolti 31.1.2011 09:00 Annað tap TCU í röð TCU tapaði sínum öðrum leik í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt, í þetta sinn fyrir Air Force-skólanum, 60-55. Körfubolti 30.1.2011 13:00 San Antonio fyrst í 40 sigurleiki San Antonio Spurs komst fyrst liða í NBA-deildinni í 40 sigurleiki á tímabilinu er liðið hafði betur gegn Houston, 108-95. Körfubolti 30.1.2011 11:00 NBA í nótt: Washington enn án sigurs á útivelli Oklahoma City vann í nótt sigur á Washington í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta, 124-117. Körfubolti 29.1.2011 11:12 Snæfell tapaði fyrir botnliðinu á Ísafirði KFÍ vann mjög óvæntan sigur á toppliði Snæfells í 15. umferð Iceland Express deildar í körfubolta í kvöld en á sama tíma nálguðust Keflvíkingar og KR-ingar toppliðin með sigri í sínum leikjum. Körfubolti 28.1.2011 21:14 Léttur sigur hjá Helga Má og félögum - tap hjá Loga Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu 36 stiga sigur á ecoÖrebro á heimavelli í sænska körfuboltanum í kvöld en Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings þurftu hinsvegar að sætta sig við stiga fimm tap eftir mjög slakan þriðja leikhluta. Körfubolti 28.1.2011 20:21 Körfuboltadagur KKÍ í Smáralindinni á morgun Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Körfubolti 28.1.2011 11:15 NBA í nótt: New York vann Miami New York vann í nótt góðan sigur á Miami í NBA-deildinni í körfubolta, 93-88, þrátt fyrir að hafa verið níu stigum undir í upphafi fjórða leikhluta. Körfubolti 28.1.2011 09:00 Njarðvíkingar rufu taphrinuna - stórsigur hjá Haukum gegn Grindavík Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og þar ber hæst sigur nýliða Hauka gegn Grindvíkingum á útivelli 82-63. Njarðvíkingar náðu að landa sigri eftir langa taphrinu en Njarðvíkingar sigruðu Stjörnuna 89-68. Mesta spennan var í leik Tindastóls og ÍR en þar hafði Tindastóll betur 78-69. Körfubolti 27.1.2011 20:58 Óvænt tap hjá TCU Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í háskólaliði TCU töpuðu í gær sínum fyrsta leik í deildakepninni á tímabilinu. Körfubolti 27.1.2011 14:45 NBA í nótt: Durant skoraði 47 stig Kevin Durant átti ótrúlegan leik þegar að Oklahoma City vann nauman sigur á Minnesota, 118-117, í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 27.1.2011 09:00 Hlynur með þrefalda tvennu í sigurleik gegn Borås Hlynur Bæringsson fór enn og aftur á kostum í liði Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Hlynur skoraði 11 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 88-81 sigri liðsins gegn Borås Basket. Körfubolti 26.1.2011 20:39 Njarðvíkingar styrkja sig í fallbaráttunni Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem bætast í leikmannahóp úrvalsdeildarliðsins fyrir lokasprettinn í Iceland Express deildinni. Njarðvík er í næst neðsta sæti deildarinnar og í viðtali við Karfan.is segir Einar Árni Jóhannsson annar þjálfari liðsins að markmiðið sé að fara upp úr þeirri holu sem félagið sé í. Körfubolti 26.1.2011 16:45 Peja Stojakovic samdi við Dallas Mavericks Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic sem er þaulreyndur skotbakvörður en hann á fylla það skarð sem Caron Butler skilur eftir – en Butler er úr leik vegna meiðsla út tímabilið. Stojakovic, sem er Serbi, hefur komið víða við á ferlinum og skorað um 17 stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 26.1.2011 14:15 Trifunovic hættur hjá Keflavík Stuðningsmenn Keflavíkur hafa fengið heldur slæmar fréttir því félagið hefur misst Serbann Lazar Trifunovic. Körfubolti 26.1.2011 12:15 NBA í nótt: Enn tapar Cleveland Cleveland tapaði í nótt sínum átjánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn fyrir Boston, 112-95. Körfubolti 26.1.2011 09:00 NBA í nótt: New Orleans á sigurbraut New Orleans vann í nótt sinn níunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann Oklahoma City, 91-89. Körfubolti 25.1.2011 09:12 Þrír erlendir leikmenn ekki nóg fyrir Njarðvík á móti KR KR-konur unnu tíu stiga sigur á Njarðvík, 70-60, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld en þetta var síðasti leikurinn áður en deildinni er skipt í tvennt, í A- og B-deild. Körfubolti 24.1.2011 20:58 Sundsvall hefndi með stórsigri á Norrköping Sundsvall Dragons vann 39 stiga sigur á Norrköping Dolphins, 96-57, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og hefndu fyrir eins stigs tap í Norrköping í síðustu viku. Körfubolti 24.1.2011 20:27 Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins. Körfubolti 24.1.2011 17:15 NBA í nótt: Anthony með stórleik í sigri Denver Aðeins einn leikur fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en í honum vann Denver góðan sigur á Indiana, 121-107. Körfubolti 24.1.2011 09:00 Fjölniskonur unnu Hauka óvænt á Ásvöllum Botnlið Fjölnis í Iceland Express deild kvenna gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á Haukum, 59-56, á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Körfubolti 23.1.2011 19:19 Slavica valin körfuboltakona ársins í Makedóníu Slavica Dimovska, leikstjórnandi toppliðs Hamars í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, var í gær valin körfuboltakona ársins í Makedóníu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur þessi verðlaun. Körfubolti 23.1.2011 15:00 Sigurgangan heldur áfram hjá Helenu og félögum Helena Sverrisdóttir skoraði 12 stig þegar TCU vann sinn áttunda sigur í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt. TCU vann þá 56-46 útisigur á Utah og hefur því unnið fyrstu sex leiki sína í Mountain West deildinni sem er nýtt skólamet. Körfubolti 23.1.2011 14:45 « ‹ ›
Kvennalið Keflavíkur styrkir sig með serbneskum bakverði Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin um titlana í kvennakörfunni en serbneski bakvörðurinn Marina Caran mun spila með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Körfubolti 1.2.2011 19:45
Framkvæmdastjóri meistaraliðs Lakers ósáttur og íhugar breytingar Forráðamenn meistaraliðs LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins að undanförnu. Eftir tapleikinn gegn Boston Celtics á dögunum sagði Mitch Kupchak framkvæmdastjóri liðsins að það kæmi vel til greina að gera breytingar á liðinu áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti þann 19. febrúar. Körfubolti 1.2.2011 13:04
Breyttir tímar hjá Cleveland sem tapaði sínum 21. leik í röð LeBron James mætti gamla liði sínu Cleveland Cavaliers í gær í NBA deildinni á heimavelli Miami Heat. James skoraði 24 stig í 117-90 sigri liðsins en Dwayne Wade var stigahæstur með 34 stig. Cleveland tapaði sínum 21. leik í röð en liðið hefur aðeins unnið 8 leiki og tapað 39. Körfubolti 1.2.2011 08:57
Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“ Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður. Körfubolti 31.1.2011 23:30
Sundsvall Dragons vann toppslaginn á móti LF Basket Sundsvall Dragons, lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, vann mikilvægan 94-81 útisigur á LF Basket í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Körfubolti 31.1.2011 20:07
Larry Bird missti þolinmæðina og rak Jim O'Brien Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina. Körfubolti 31.1.2011 14:45
Boston sýndi styrk sinn gegn meistaraliði Lakers Fjölmargir spennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær þar sem að viðureign gömlu stórveldana, Boston Celtics og LA Lakers bar hæst. Meistaraliðið Lakers varð að játa sig sigrað á heimavelli í Los Angeles, 109-96, þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 41 stig. Körfubolti 31.1.2011 09:00
Annað tap TCU í röð TCU tapaði sínum öðrum leik í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt, í þetta sinn fyrir Air Force-skólanum, 60-55. Körfubolti 30.1.2011 13:00
San Antonio fyrst í 40 sigurleiki San Antonio Spurs komst fyrst liða í NBA-deildinni í 40 sigurleiki á tímabilinu er liðið hafði betur gegn Houston, 108-95. Körfubolti 30.1.2011 11:00
NBA í nótt: Washington enn án sigurs á útivelli Oklahoma City vann í nótt sigur á Washington í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta, 124-117. Körfubolti 29.1.2011 11:12
Snæfell tapaði fyrir botnliðinu á Ísafirði KFÍ vann mjög óvæntan sigur á toppliði Snæfells í 15. umferð Iceland Express deildar í körfubolta í kvöld en á sama tíma nálguðust Keflvíkingar og KR-ingar toppliðin með sigri í sínum leikjum. Körfubolti 28.1.2011 21:14
Léttur sigur hjá Helga Má og félögum - tap hjá Loga Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu 36 stiga sigur á ecoÖrebro á heimavelli í sænska körfuboltanum í kvöld en Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings þurftu hinsvegar að sætta sig við stiga fimm tap eftir mjög slakan þriðja leikhluta. Körfubolti 28.1.2011 20:21
Körfuboltadagur KKÍ í Smáralindinni á morgun Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Körfubolti 28.1.2011 11:15
NBA í nótt: New York vann Miami New York vann í nótt góðan sigur á Miami í NBA-deildinni í körfubolta, 93-88, þrátt fyrir að hafa verið níu stigum undir í upphafi fjórða leikhluta. Körfubolti 28.1.2011 09:00
Njarðvíkingar rufu taphrinuna - stórsigur hjá Haukum gegn Grindavík Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og þar ber hæst sigur nýliða Hauka gegn Grindvíkingum á útivelli 82-63. Njarðvíkingar náðu að landa sigri eftir langa taphrinu en Njarðvíkingar sigruðu Stjörnuna 89-68. Mesta spennan var í leik Tindastóls og ÍR en þar hafði Tindastóll betur 78-69. Körfubolti 27.1.2011 20:58
Óvænt tap hjá TCU Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í háskólaliði TCU töpuðu í gær sínum fyrsta leik í deildakepninni á tímabilinu. Körfubolti 27.1.2011 14:45
NBA í nótt: Durant skoraði 47 stig Kevin Durant átti ótrúlegan leik þegar að Oklahoma City vann nauman sigur á Minnesota, 118-117, í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 27.1.2011 09:00
Hlynur með þrefalda tvennu í sigurleik gegn Borås Hlynur Bæringsson fór enn og aftur á kostum í liði Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Hlynur skoraði 11 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 88-81 sigri liðsins gegn Borås Basket. Körfubolti 26.1.2011 20:39
Njarðvíkingar styrkja sig í fallbaráttunni Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem bætast í leikmannahóp úrvalsdeildarliðsins fyrir lokasprettinn í Iceland Express deildinni. Njarðvík er í næst neðsta sæti deildarinnar og í viðtali við Karfan.is segir Einar Árni Jóhannsson annar þjálfari liðsins að markmiðið sé að fara upp úr þeirri holu sem félagið sé í. Körfubolti 26.1.2011 16:45
Peja Stojakovic samdi við Dallas Mavericks Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic sem er þaulreyndur skotbakvörður en hann á fylla það skarð sem Caron Butler skilur eftir – en Butler er úr leik vegna meiðsla út tímabilið. Stojakovic, sem er Serbi, hefur komið víða við á ferlinum og skorað um 17 stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 26.1.2011 14:15
Trifunovic hættur hjá Keflavík Stuðningsmenn Keflavíkur hafa fengið heldur slæmar fréttir því félagið hefur misst Serbann Lazar Trifunovic. Körfubolti 26.1.2011 12:15
NBA í nótt: Enn tapar Cleveland Cleveland tapaði í nótt sínum átjánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn fyrir Boston, 112-95. Körfubolti 26.1.2011 09:00
NBA í nótt: New Orleans á sigurbraut New Orleans vann í nótt sinn níunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann Oklahoma City, 91-89. Körfubolti 25.1.2011 09:12
Þrír erlendir leikmenn ekki nóg fyrir Njarðvík á móti KR KR-konur unnu tíu stiga sigur á Njarðvík, 70-60, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld en þetta var síðasti leikurinn áður en deildinni er skipt í tvennt, í A- og B-deild. Körfubolti 24.1.2011 20:58
Sundsvall hefndi með stórsigri á Norrköping Sundsvall Dragons vann 39 stiga sigur á Norrköping Dolphins, 96-57, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og hefndu fyrir eins stigs tap í Norrköping í síðustu viku. Körfubolti 24.1.2011 20:27
Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins. Körfubolti 24.1.2011 17:15
NBA í nótt: Anthony með stórleik í sigri Denver Aðeins einn leikur fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en í honum vann Denver góðan sigur á Indiana, 121-107. Körfubolti 24.1.2011 09:00
Fjölniskonur unnu Hauka óvænt á Ásvöllum Botnlið Fjölnis í Iceland Express deild kvenna gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á Haukum, 59-56, á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Körfubolti 23.1.2011 19:19
Slavica valin körfuboltakona ársins í Makedóníu Slavica Dimovska, leikstjórnandi toppliðs Hamars í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, var í gær valin körfuboltakona ársins í Makedóníu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur þessi verðlaun. Körfubolti 23.1.2011 15:00
Sigurgangan heldur áfram hjá Helenu og félögum Helena Sverrisdóttir skoraði 12 stig þegar TCU vann sinn áttunda sigur í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt. TCU vann þá 56-46 útisigur á Utah og hefur því unnið fyrstu sex leiki sína í Mountain West deildinni sem er nýtt skólamet. Körfubolti 23.1.2011 14:45
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti