Körfubolti

Framkvæmdastjóri meistaraliðs Lakers ósáttur og íhugar breytingar

Forráðamenn meistaraliðs LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins að undanförnu. Eftir tapleikinn gegn Boston Celtics á dögunum sagði Mitch Kupchak framkvæmdastjóri liðsins að það kæmi vel til greina að gera breytingar á liðinu áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti þann 19. febrúar.

Körfubolti

Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“

Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður.

Körfubolti

Boston sýndi styrk sinn gegn meistaraliði Lakers

Fjölmargir spennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær þar sem að viðureign gömlu stórveldana, Boston Celtics og LA Lakers bar hæst. Meistaraliðið Lakers varð að játa sig sigrað á heimavelli í Los Angeles, 109-96, þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 41 stig.

Körfubolti

Annað tap TCU í röð

TCU tapaði sínum öðrum leik í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt, í þetta sinn fyrir Air Force-skólanum, 60-55.

Körfubolti

Léttur sigur hjá Helga Má og félögum - tap hjá Loga

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu 36 stiga sigur á ecoÖrebro á heimavelli í sænska körfuboltanum í kvöld en Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings þurftu hinsvegar að sætta sig við stiga fimm tap eftir mjög slakan þriðja leikhluta.

Körfubolti

Njarðvíkingar rufu taphrinuna - stórsigur hjá Haukum gegn Grindavík

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og þar ber hæst sigur nýliða Hauka gegn Grindvíkingum á útivelli 82-63. Njarðvíkingar náðu að landa sigri eftir langa taphrinu en Njarðvíkingar sigruðu Stjörnuna 89-68. Mesta spennan var í leik Tindastóls og ÍR en þar hafði Tindastóll betur 78-69.

Körfubolti

Óvænt tap hjá TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í háskólaliði TCU töpuðu í gær sínum fyrsta leik í deildakepninni á tímabilinu.

Körfubolti

Njarðvíkingar styrkja sig í fallbaráttunni

Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem bætast í leikmannahóp úrvalsdeildarliðsins fyrir lokasprettinn í Iceland Express deildinni. Njarðvík er í næst neðsta sæti deildarinnar og í viðtali við Karfan.is segir Einar Árni Jóhannsson annar þjálfari liðsins að markmiðið sé að fara upp úr þeirri holu sem félagið sé í.

Körfubolti

Peja Stojakovic samdi við Dallas Mavericks

Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic sem er þaulreyndur skotbakvörður en hann á fylla það skarð sem Caron Butler skilur eftir – en Butler er úr leik vegna meiðsla út tímabilið. Stojakovic, sem er Serbi, hefur komið víða við á ferlinum og skorað um 17 stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta.

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld

KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins.

Körfubolti

Sigurgangan heldur áfram hjá Helenu og félögum

Helena Sverrisdóttir skoraði 12 stig þegar TCU vann sinn áttunda sigur í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt. TCU vann þá 56-46 útisigur á Utah og hefur því unnið fyrstu sex leiki sína í Mountain West deildinni sem er nýtt skólamet.

Körfubolti