Körfubolti

Lárus og Þórunn bæði farin í Hamar

Hamarsliðin í körfuboltanum hafa bæði fengið liðstyrk fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Leikstjórnandinn Lárus Jónsson er gengið til liðs við karlaliðið frá Njarðvík og framherjinn Þórunn Bjarnadóttir kemur til liðs við kvennaliðið frá Haukum. Bæði hafa þau mikla reynslu úr boltanum.

Körfubolti

NBA: Sex sigrar í röð hjá Miami, Boston vann Orlando

Dwyane Wade átti flottan leik þegar Miami Heat vann 18 stiga sigur á Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Rajon Rondo var allt í öllu þegar Boston Celtics vann 11 stiga sigur á Orlando Magic. Amare Stoudemire skoraði 41 stig í sigri New York og Indiana Pacers byrjar afar vel undir stjórn Frank Vogel.

Körfubolti

Páll Axel: Miklu meiri karakter í liðinu

Grindavík komst í kvöld í úrslit bikarsins með því að leggja Hauka að velli. Þegar liðin mættust í deildinni á dögunum unnu Haukar sannfærandi sigur en Grindvíkingar létu það ekki endurtaka sig.

Körfubolti

Haukur: Þeir tóku þetta á reynslunni

Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, var að vonum mjög svekktur með að liði hans tókst ekki að komast í úrslitaleik bikarsins. Eftir jafnan leik gegn Grindavík í kvöld sigldu þeir gulu fram úr í lokin.

Körfubolti

Cleveland setti vafasamt met í NBA-deildinni

Hversu mikið saknar Cleveland LeBron James? Ansi mikið því liðið getur nákvæmlega ekki neitt án hans og setti í nótt vafasamt met er það tapaði 24 leik sínum í röð. Það hefur engu öðru liði í NBA-deildinni tekist áður.

Körfubolti

KR-karlar komust líka í Höllina

KR-ingar verða áberandi í Laugardalshöll þegar bikarúrslitin í körfunni fara fram því bæði karla og kvennalið félagsins eru komin í úrslit. Karlaliðið tryggði sér í dag sæti í bikarúrslitunum er liðið lagði Tindastól, 81-67, í frekar illa spiluðum leik.

Körfubolti

KR fyrst til að leggja Hamar

Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitum Poweradebikars kvenna í ár. Það varð ljóst eftir að KR lagði Hamar í Vesturbænum í dag. Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum í gær.

Körfubolti

Love tók sæti Yao Ming í stjörnuleiknum

Frákastakóngurinn Kevin Love er á leið í stjörnuleik NBA-deildarinnar. David Stern, yfirmaður deildarinnar, ákvað að gefa Love sæti Yao Ming í Vesturstrandarliðinu en Ming er meiddur og getur ekki spilað.

Körfubolti

Kidd afgreiddi Boston

Það fóru tólf leikir fram í NBA-körfuboltanum í nótt og þar bar hæst góður útisigur Dallas á Boston Celtics. Jason Kidd skoraði sigurkörfuna þegar 2,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Dallas var þá á 10-0 siglingu sem sökkti Celtics.

Körfubolti

Þór Þorlákshöfn upp í úrvalsdeild karla í körfubolta

Þór úr Þorlákshöfn tryggði sér í kvöld sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir 20 stiga sigur á Valsmönnum, 99-79, í Þorlákshöfn. Þórsliðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á tímabilinu og ekkert lið getur lengur náð þeim að stigum.

Körfubolti

Keflavíkurkonur í bikaúrslitaleikinn eftir spennuleik

Keflavíkurkonur komust í bikarúrsltialeikinn þriðja árið í röð og í 19. sinn frá upphafi eftir þriggja stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 72-69, í undanúrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Körfubolti

Öll Íslendingaliðin unnu sína leiki í kvöld

Öll Íslendingaliðin voru á ferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringsson og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, styrkti stöðu sína á toppnum, Uppsala Basket, lið Helga Más Magnússonar, vann stóran sigur á heimavelli en Logi Gunnarsson lék ekki með Solna Vikings sem náði að enda fjögurra leikja taphrinu sínu.

Körfubolti

Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir

Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina.

Körfubolti

Snæfell styrkir sig

Snæfellingar hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Iceland Express-deild karla og samið við serbneska leikmanninn Zeljko Bojovic.

Körfubolti

Ótrúleg mennsk troðsla

Ungur drengur gerði sér lítið fyrir og tróð bæði boltanum og sjálfum sér í gegnum körfuna þegar hann sýndi listir sínar í hálfleik á leik í NBA-deildinni fyrir stuttu.

Körfubolti

Brynjar Þór: Frjálsíþróttasambandið ætti að kíkja á Marcus

„Ég er ekki frá því að þetta hafi verið Íslandsmet í varnarleik hjá okkur í þriðja leikhluta og hann skóp sigurinn hjá okkur í kvöld. Við hefðum getað unnið þennan leik miklu stærra en það er mikilvægur leikur hjá okkur um helgina spöruðum okkur á lokamínútunum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson eftir frábæran sigur KR gegn Keflavík í kvöld í Iceland Express deild karla, 99-85.

Körfubolti

Jón Norðdal: Drápu okkur í þriðja leikhluta

„Það hreinlega gerðist ekkert hjá okkur í þriðja leikhluta. Við gerðum ekki það sem var lagt upp með og það var ekkert flæði í sókninni. Þetta var leikhlutinn þar sem þeir drápu okkur,“ sagði Jón Norðdal Hafsteinsson óhress í leiklok eftir tap sinna manna í Keflavík gegn KR í kvöld, 99-85.

Körfubolti

Snæfell áfram taplaust í Hólminum og tveir í röð hjá Njarðvík

Snæfellingar eru áfram í toppsæti Iceland Express deild karla og Njarðvíkingar eru sloppnir úr fallsæti eftir sinn annan sigur í röð. Snæfell vann 14 stiga sigur á Tindastól en Njarðvík vann nauman eins stigs sigur í Hveragerði og sendi Hamarsmenn með því niður í fallsæti. Stjarnan og Haukar unnu bæði góða heimasigra í sínum leikjum.

Körfubolti

Umfjöllun: KR afgreiddi Keflavík í þriðja leikhluta

KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell.

Körfubolti

Annar skellur Grindvíkinga í röð

Grindvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tapaði með 23 stiga mun á móti ÍR-ingum í Seljaskóla, 92-69. ÍR-ingar unnu aðeins 2 af fyrstu 10 leikjum sínum en unnu þarna sinn fjórða sigur í síðustu sex leikjum.

Körfubolti

Enn ein breytingin á kanamálum Grindvíkinga

Grindvíkingar hafa verið duglegastir allra félaga að skipta um bandaríska leikmenn í vetur og þá eru talin með bæði karla- og kvennalið félagsins. Nú síðast ákvað stjórn og þjálfari kvennaliðsins að segja upp samningi við framherjann Crystal Boyd.

Körfubolti

Dirk Nowitzki rauf 22.000 stiga múrinn í New York

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær og þar bar 113-97 sigur Dallas gegn New York á útivelli hæst. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Þjóðverjinn skoraði sitt 22.000 stig á ferlinum í leiknum og er hann í 24 leikmanna frá upphafi sem hafa náð þeim árangri. Jose Barea skoraði 22 stig og er þetta í sjötta sinn í röð þar sem Dallas vinnur í Madison Square Garden.

Körfubolti

Kevin Sims mun klára tímabilið með Grindavík

Grindvíkingar eru loksins búinn að finna eftirmann Brock Gillespie sem sveik þá og hætti við að koma til landsins. Nýi leikmaðurinn heitir Kevin Sims og er 23 ára bakvörður. Þetta kom fram á heimasíðu Grindvíkinga í dag.

Körfubolti

Þríeykið hjá Lakers hrökk í gang gegn Houston

Meistaralið LA Lakers batt enda á tveggja leikja taphrinu í NBA deildinni í gær með því að vinna Houston á heimavelli 114-106 í framlengdum leik. Lamar Odom fór á kostum í liði Lakers með 20 stig og 20 fráköst. Kobe Bryant var stigahæstur í liði Lakers með 32 stig og 11 fráköst. Pau Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst.

Körfubolti