Körfubolti Ibaka fær spænskan ríkisborgararétt Serge Ibaka, framherji Oklahoma Thunder, hefur fengið spænskan ríkisborgararétt og mun hjálpa Spánverjum að verja Evrópumeistaratitil sinn í sumar. Körfubolti 15.7.2011 21:15 Naumt tap U20 karlaliðsins í körfu gegn Bosníu Karlalandslið Íslands í körfuknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri beið lægri hlut fyrir Bosníu 78-82 í fyrsta leik liðsins í B-deild Evrópumóts U20 landsliða í Bosníu í gær. Körfubolti 15.7.2011 11:30 Shaq verður með Barkley í sjónvarpinu Shaquille O´Neal ætlar ekki að sitja auðum höndum næsta vetur þó svo skórnir séu farnir upp í hilluna góðu. Shaq er búinn að skrifa undir samning við TNT og verður með þeim Charles Barkley og Kenny Smith í þættinum Inside the NBA. Körfubolti 14.7.2011 20:00 Gunnar Einarsson leggur skóna á hilluna Körfuknattleikskappinn Gunnar Einarsson hefur lagt skóna á hilluna. Gunnar sem er 34 ára er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi. Víkurfréttir greina frá þessu á heimasíðu sinni. Körfubolti 14.7.2011 10:45 Rambis rekinn frá Minnesota NBA-liðið Minnesota Timberwolves er búið að reka þjálfara félagsins, Kurt Rambis, sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Körfubolti 12.7.2011 20:45 Njarðvíkingar fengu gull í San-Marínó Strákarnir í 10. flokki Njarðvíkur í körfubolta hrósuðu sigri á körfuboltamóti í San Marínó sem lauk á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu tvö ítölsk lið auk 16 ára landsliðs San Marínó. Körfubolti 12.7.2011 16:15 Óvíst hvort Yao Ming sé hættur Umboðsmaður NBA-leikmannsins Yao Ming, John Huizinga, vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að leikmaðurinn væri búinn að leggja skónna á hilluna. Körfubolti 10.7.2011 23:30 Yao Ming leggur skóna á hilluna Kínverski körfuknattleiksmaðurinn Yao Ming hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ming hefur glímt við erfið meiðsli undanfarið og missti af nánast öllu síðasta tímabili hjá Houston Rockets í NBA deildinni. Körfubolti 10.7.2011 10:30 Kobe gæti farið til Tyrklands Svo gæti farið að fjölmargir leikmenn NBA-deildarinnar spili í Evrópu í vetur. Það er nefnilega verkbann í NBA-deildinni sem stendur og ef það ílengist munu margir fara til Evrópu í millitíðinni. Körfubolti 8.7.2011 18:30 Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is. Körfubolti 7.7.2011 15:26 Ari verður aðstoðarmaður Hrafns hjá kvennaliði KR Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR í körfuknattleik kvenna. Hrafn Kristjánsson verður áfram aðalþjálfari liðsins og Guðmundur Daði Kristjánsson er styrktarþjálfari. Ari skrifaði undir samning til tveggja ára hjá KR en hann hefur mikla reynslu af þjálfun eftir að hafa þjálfað mfl. lið Hamars og Vals á undanförnum árum. Körfubolti 6.7.2011 12:45 Ólafur afhenti Rússum sigurverðlaunin Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær. Rússar og Tyrkir áttust við í úrslitaleiknum og þar höfðu Rússar betur 59-42 og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe og forseti Íþrótta – og ólympíusambands Íslands afhenti sigurvegurunum verðlaunin í leikslok en mótið fór fram í Póllandi. Körfubolti 4.7.2011 21:15 Real Madrid með risatilboð í Fernandez Spænski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Rudy Fernandez, sem nýverið fór til meistaralið Dallas Mavericks í NBA deildinni í leikmannaskiptum gæti staldrað stutt við í Dallas ef marka má fregnir spænskra fjölmiðla. Fernandez hefur fengið risatilboð frá Real Madrid í heimalandinu og ef af þessu verður yrði Fernandez tekjuhæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi. Körfubolti 4.7.2011 16:45 Bandaríkjamaður á að fylla skarð Pavels KR er búið að finna arftaka Pavel Ermolinskij. Sá heitir Dewayne Reed og hann kemur frá Auburn-háskólanum í Bandaríkjunum. Körfubolti 3.7.2011 22:19 Kobe sagður hafa farið í aðgerð í Þýskalandi Los Angeles Times greinir frá því í dag að körfuboltamaðurinn Kobe Bryant hafi farið í aðgerð í Þýskalandi til þess að styrkja á sér hægra hnéð. Körfubolti 2.7.2011 20:30 Pistillinn: Ekki væla yfir dómaranum í fjölmiðlum Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt "per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Körfubolti 2.7.2011 10:30 Pavel Ermolinskij gengur til liðs við Sundsvall Íslenski landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Pavel Ermolinskij, hefur samið við sænska meistaraliðið Sundsvall Dragons til eins árs og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Pavel verður þriðji íslenski leikmaðurinn hjá félaginu. Körfubolti 1.7.2011 19:28 Fyrrum leikmaður Jazz handtekinn með fullt hús af kannabisplöntum Lögreglan í Púerto Ríkó hefur handtekið Jose Ortiz, fyrrum leikmann NBA-liðsins Utah Jazz, en 218 maríjúana-plöntur fundust á heimili hans. Körfubolti 1.7.2011 18:00 NBA leikmenn í verkfall - deilan í hnút Leikmannasamtökin í NBA deildinni í körfubolta gefa ekkert eftir í kjaraviðræðum við NBA deildina og það er ljóst að á miðnætti í kvöld skellur á verkfall – það fyrsta í 13 ár. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar tilkynnti í gær að þriggja tíma samningafundur hefði ekki skilað árangri og næsta skref væri verkfall leikmanna sem hefst á miðnætti. Körfubolti 1.7.2011 12:45 Bjarni Magnússon tekur við kvennaliði Hauka Bjarni Magnússon hefur verið ráðinn sem þjálfari meistraflokks liðs Hauka í kvennakörfuboltanum en hann tekur við af Henning Henningssyni sem sagði starfi sínu lausu. Bjarni var aðstoðarþjálfari Fjölnis í úrvalsdeild karla á síðustu leiktíð en hann lék með ÍA, Haukum og Grindavík í úrvalsdeildinni. Körfubolti 1.7.2011 10:45 Gríðarlegur taprekstur hjá 22 NBA liðum Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. Núgildandi samningur NBA við leikmannasamtökin er að renna út og hafa viðræður gengið hægt um nýjan samning. NBA liðin töpuðu samtals um 300 milljónum bandaríkjadala á síðasta rekstrarári, eða rétt um 35 milljörðum kr. og er ljóst að eigendurnir vilja draga úr launakostnaði og hagræða í rekstrinum. Körfubolti 30.6.2011 12:45 Arenas farinn að planka Körfuboltastjarnan óstýriláta, Gilbert Arenas, fylgir straumnum og hann er nú farinn að planka líkt og óður væri. Hann birtir ansi skemmtilegar myndir af sér að planka á Twitter-síðu sinni. Körfubolti 28.6.2011 14:30 Artest vill heita Metta World Peace Körfuboltakappinn Ron Artest hjá Los Angeles Lakers fer sínar eigin leiðir og nú hefur hann formlega sótt um að breyta nafni sínu í "Metta World Peace." Körfubolti 24.6.2011 23:30 Irving valinn fyrstur í nýliðavali NBA Cleveland Cavaliers átti fyrsta valrétt í nýliðavali NBA og það kom fáum á óvart að félagið valdi leikstjórnandann Kyrie Irving frá Duke-háskólanum. Körfubolti 24.6.2011 11:30 Fer Steve Nash til New York Knicks? Steve Nash, sem tvívegis hefur verið valinn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur ekki náð því að vinna meistaratitil líkt og fyrrum liðsfélagi hans hjá Dallas – Dirk Nowitzki. Nash hefur leikið með Phoenix Suns undanfarin ár og samningur hans við félagið rennur út eftir næstu leiktíð. Körfubolti 21.6.2011 15:00 U-20 landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið valinn Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið þá tólf leikmenn sem spila fyrir Íslands hönd í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Sarajevo 14.-24. júlí. Körfubolti 18.6.2011 11:45 Kynlífsmyndband með Shaq nefnt í tengslum við mannrán Þótt körfuboltastjarnan Shaquille o'Neal hafi lagt skóna á hilluna er hann ekki horfinn af forsíðum dagblaðanna. Nú hefur nafn hans verið nefnt í kæru á hendur sjö mönnum sem rændu og börðu Robert nokkurn Ross árið 2008. Ross segir mennina hafa verið á höttunum eftir kynlífsmyndbandi með O'Neal. Körfubolti 17.6.2011 16:00 Fá leikmenn Dallas ekki meistarahringa? Mark Cuban eigandi Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari á dögunum segist ekki ætla að láta framleiða hringa fyrir leikmenn sína. Sigurvegarar í NBA-deildinni hafa frá upphafsárum deildarinnar fengið hringa frá eigendum sínum sem tákn um afrekið. Cuban segir hringa vera gamaldags. Körfubolti 16.6.2011 23:30 Jakob Örn samdi við Sundsvall á ný Jakob Örn Sigurðarson hefur samið við sænska meistaraliðið Sundsvall til eins árs en hann var lykilmaður liðsins á síðustu leiktíð. Jakob hefur leikið með sænska liðinu undanfarin tvö tímabil en Hlynur Bæringsson varð meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Körfubolti 16.6.2011 17:00 Dagblað óskar Miami Heat til hamingju með titilinn Tap Miami gegn Dallas í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn fór framhjá fæstum í sólskinsfylkinu Flórída. Þó tókst dagblaðinu The Miami Herald að klúðra málinu. Blaðið birti auglýsingu þar sem liðinu var óskað til hamingju með titilinn, sem það vann ekki. Körfubolti 15.6.2011 09:45 « ‹ ›
Ibaka fær spænskan ríkisborgararétt Serge Ibaka, framherji Oklahoma Thunder, hefur fengið spænskan ríkisborgararétt og mun hjálpa Spánverjum að verja Evrópumeistaratitil sinn í sumar. Körfubolti 15.7.2011 21:15
Naumt tap U20 karlaliðsins í körfu gegn Bosníu Karlalandslið Íslands í körfuknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri beið lægri hlut fyrir Bosníu 78-82 í fyrsta leik liðsins í B-deild Evrópumóts U20 landsliða í Bosníu í gær. Körfubolti 15.7.2011 11:30
Shaq verður með Barkley í sjónvarpinu Shaquille O´Neal ætlar ekki að sitja auðum höndum næsta vetur þó svo skórnir séu farnir upp í hilluna góðu. Shaq er búinn að skrifa undir samning við TNT og verður með þeim Charles Barkley og Kenny Smith í þættinum Inside the NBA. Körfubolti 14.7.2011 20:00
Gunnar Einarsson leggur skóna á hilluna Körfuknattleikskappinn Gunnar Einarsson hefur lagt skóna á hilluna. Gunnar sem er 34 ára er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi. Víkurfréttir greina frá þessu á heimasíðu sinni. Körfubolti 14.7.2011 10:45
Rambis rekinn frá Minnesota NBA-liðið Minnesota Timberwolves er búið að reka þjálfara félagsins, Kurt Rambis, sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Körfubolti 12.7.2011 20:45
Njarðvíkingar fengu gull í San-Marínó Strákarnir í 10. flokki Njarðvíkur í körfubolta hrósuðu sigri á körfuboltamóti í San Marínó sem lauk á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu tvö ítölsk lið auk 16 ára landsliðs San Marínó. Körfubolti 12.7.2011 16:15
Óvíst hvort Yao Ming sé hættur Umboðsmaður NBA-leikmannsins Yao Ming, John Huizinga, vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að leikmaðurinn væri búinn að leggja skónna á hilluna. Körfubolti 10.7.2011 23:30
Yao Ming leggur skóna á hilluna Kínverski körfuknattleiksmaðurinn Yao Ming hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ming hefur glímt við erfið meiðsli undanfarið og missti af nánast öllu síðasta tímabili hjá Houston Rockets í NBA deildinni. Körfubolti 10.7.2011 10:30
Kobe gæti farið til Tyrklands Svo gæti farið að fjölmargir leikmenn NBA-deildarinnar spili í Evrópu í vetur. Það er nefnilega verkbann í NBA-deildinni sem stendur og ef það ílengist munu margir fara til Evrópu í millitíðinni. Körfubolti 8.7.2011 18:30
Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is. Körfubolti 7.7.2011 15:26
Ari verður aðstoðarmaður Hrafns hjá kvennaliði KR Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR í körfuknattleik kvenna. Hrafn Kristjánsson verður áfram aðalþjálfari liðsins og Guðmundur Daði Kristjánsson er styrktarþjálfari. Ari skrifaði undir samning til tveggja ára hjá KR en hann hefur mikla reynslu af þjálfun eftir að hafa þjálfað mfl. lið Hamars og Vals á undanförnum árum. Körfubolti 6.7.2011 12:45
Ólafur afhenti Rússum sigurverðlaunin Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær. Rússar og Tyrkir áttust við í úrslitaleiknum og þar höfðu Rússar betur 59-42 og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe og forseti Íþrótta – og ólympíusambands Íslands afhenti sigurvegurunum verðlaunin í leikslok en mótið fór fram í Póllandi. Körfubolti 4.7.2011 21:15
Real Madrid með risatilboð í Fernandez Spænski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Rudy Fernandez, sem nýverið fór til meistaralið Dallas Mavericks í NBA deildinni í leikmannaskiptum gæti staldrað stutt við í Dallas ef marka má fregnir spænskra fjölmiðla. Fernandez hefur fengið risatilboð frá Real Madrid í heimalandinu og ef af þessu verður yrði Fernandez tekjuhæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi. Körfubolti 4.7.2011 16:45
Bandaríkjamaður á að fylla skarð Pavels KR er búið að finna arftaka Pavel Ermolinskij. Sá heitir Dewayne Reed og hann kemur frá Auburn-háskólanum í Bandaríkjunum. Körfubolti 3.7.2011 22:19
Kobe sagður hafa farið í aðgerð í Þýskalandi Los Angeles Times greinir frá því í dag að körfuboltamaðurinn Kobe Bryant hafi farið í aðgerð í Þýskalandi til þess að styrkja á sér hægra hnéð. Körfubolti 2.7.2011 20:30
Pistillinn: Ekki væla yfir dómaranum í fjölmiðlum Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt "per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Körfubolti 2.7.2011 10:30
Pavel Ermolinskij gengur til liðs við Sundsvall Íslenski landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Pavel Ermolinskij, hefur samið við sænska meistaraliðið Sundsvall Dragons til eins árs og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Pavel verður þriðji íslenski leikmaðurinn hjá félaginu. Körfubolti 1.7.2011 19:28
Fyrrum leikmaður Jazz handtekinn með fullt hús af kannabisplöntum Lögreglan í Púerto Ríkó hefur handtekið Jose Ortiz, fyrrum leikmann NBA-liðsins Utah Jazz, en 218 maríjúana-plöntur fundust á heimili hans. Körfubolti 1.7.2011 18:00
NBA leikmenn í verkfall - deilan í hnút Leikmannasamtökin í NBA deildinni í körfubolta gefa ekkert eftir í kjaraviðræðum við NBA deildina og það er ljóst að á miðnætti í kvöld skellur á verkfall – það fyrsta í 13 ár. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar tilkynnti í gær að þriggja tíma samningafundur hefði ekki skilað árangri og næsta skref væri verkfall leikmanna sem hefst á miðnætti. Körfubolti 1.7.2011 12:45
Bjarni Magnússon tekur við kvennaliði Hauka Bjarni Magnússon hefur verið ráðinn sem þjálfari meistraflokks liðs Hauka í kvennakörfuboltanum en hann tekur við af Henning Henningssyni sem sagði starfi sínu lausu. Bjarni var aðstoðarþjálfari Fjölnis í úrvalsdeild karla á síðustu leiktíð en hann lék með ÍA, Haukum og Grindavík í úrvalsdeildinni. Körfubolti 1.7.2011 10:45
Gríðarlegur taprekstur hjá 22 NBA liðum Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. Núgildandi samningur NBA við leikmannasamtökin er að renna út og hafa viðræður gengið hægt um nýjan samning. NBA liðin töpuðu samtals um 300 milljónum bandaríkjadala á síðasta rekstrarári, eða rétt um 35 milljörðum kr. og er ljóst að eigendurnir vilja draga úr launakostnaði og hagræða í rekstrinum. Körfubolti 30.6.2011 12:45
Arenas farinn að planka Körfuboltastjarnan óstýriláta, Gilbert Arenas, fylgir straumnum og hann er nú farinn að planka líkt og óður væri. Hann birtir ansi skemmtilegar myndir af sér að planka á Twitter-síðu sinni. Körfubolti 28.6.2011 14:30
Artest vill heita Metta World Peace Körfuboltakappinn Ron Artest hjá Los Angeles Lakers fer sínar eigin leiðir og nú hefur hann formlega sótt um að breyta nafni sínu í "Metta World Peace." Körfubolti 24.6.2011 23:30
Irving valinn fyrstur í nýliðavali NBA Cleveland Cavaliers átti fyrsta valrétt í nýliðavali NBA og það kom fáum á óvart að félagið valdi leikstjórnandann Kyrie Irving frá Duke-háskólanum. Körfubolti 24.6.2011 11:30
Fer Steve Nash til New York Knicks? Steve Nash, sem tvívegis hefur verið valinn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur ekki náð því að vinna meistaratitil líkt og fyrrum liðsfélagi hans hjá Dallas – Dirk Nowitzki. Nash hefur leikið með Phoenix Suns undanfarin ár og samningur hans við félagið rennur út eftir næstu leiktíð. Körfubolti 21.6.2011 15:00
U-20 landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið valinn Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið þá tólf leikmenn sem spila fyrir Íslands hönd í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Sarajevo 14.-24. júlí. Körfubolti 18.6.2011 11:45
Kynlífsmyndband með Shaq nefnt í tengslum við mannrán Þótt körfuboltastjarnan Shaquille o'Neal hafi lagt skóna á hilluna er hann ekki horfinn af forsíðum dagblaðanna. Nú hefur nafn hans verið nefnt í kæru á hendur sjö mönnum sem rændu og börðu Robert nokkurn Ross árið 2008. Ross segir mennina hafa verið á höttunum eftir kynlífsmyndbandi með O'Neal. Körfubolti 17.6.2011 16:00
Fá leikmenn Dallas ekki meistarahringa? Mark Cuban eigandi Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari á dögunum segist ekki ætla að láta framleiða hringa fyrir leikmenn sína. Sigurvegarar í NBA-deildinni hafa frá upphafsárum deildarinnar fengið hringa frá eigendum sínum sem tákn um afrekið. Cuban segir hringa vera gamaldags. Körfubolti 16.6.2011 23:30
Jakob Örn samdi við Sundsvall á ný Jakob Örn Sigurðarson hefur samið við sænska meistaraliðið Sundsvall til eins árs en hann var lykilmaður liðsins á síðustu leiktíð. Jakob hefur leikið með sænska liðinu undanfarin tvö tímabil en Hlynur Bæringsson varð meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Körfubolti 16.6.2011 17:00
Dagblað óskar Miami Heat til hamingju með titilinn Tap Miami gegn Dallas í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn fór framhjá fæstum í sólskinsfylkinu Flórída. Þó tókst dagblaðinu The Miami Herald að klúðra málinu. Blaðið birti auglýsingu þar sem liðinu var óskað til hamingju með titilinn, sem það vann ekki. Körfubolti 15.6.2011 09:45