Körfubolti

Barnið hans Nash er hvítt eftir allt saman

Sögusagnir um að barn Steve Nash og fyrrverandi eiginkonu hans væri svart voru ekki á rökum reistar. Eiginkonan fyrrverandi hefur nú stigið fram í sviðsljósið, birt mynd af sér með börnunum og barnið er svo sannarlega hvítt.

Körfubolti

Bryndís: Stelpurnar dældu boltanum á mig

„Við spiluðum virkilega vel í öðrum leikhluta sem lagði grunninn af þessum sigri,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn gegn Njarðvík. Bryndís átti frábæran leik í kvöld en hún skoraði 24 stig og tók 7 fráköst.

Körfubolti

Sverrir: Gerðum of mikið af grundvallarmistökum

"Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Njarðvík er heldur betur komið upp við vegg en eftir tapið í kvöld þá leiðir Keflavík einvígið 2-0. Leikurinn í kvöld var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unni 67-64.

Körfubolti

Jón Halldór: Þetta er ekki búið og við þurfum að halda haus

"Að koma í þetta feikisterka hús og vinna þetta frábæra lið er góð tilfinning,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík vann frábæran sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 67-64, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og leiða því einvígið 2-0.

Körfubolti

Rodman og Mullin teknir inn í Frægðarhöllina

Ólátabelgurinn Dennis Rodman er á meðal þeirra sem teknir voru inn í Frægðarhöll körfuboltans, Hall of fame, á þessu ári. Rodman er einn skrautlegasti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann var einnig afar farsæll.

Körfubolti

Keflavík nældi í oddaleik - myndir

Leikur Keflavíkur og KR í Sláturhúsinu í Keflavík í gær var stórkostleg skemmtun. Annan leikinn í röð var framlengt hjá liðunum og aftur hafði Keflavík betur. Liðin þurfa því að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitunum gegn Stjörnunni.

Körfubolti

Uconn vann háskólatitilinn í bandaríska körfuboltanum

Connecticut-háskólinn, eða Uconn Huskies, varð í nótt háskólameistari í körfubolta. Uconn lagði þá spútniklið Butler af velli, 53-41, í einum versta úrslitaleik í sögu keppninnar. Staðan í hálfleik var 22-19. Það var lélegasta hálfleiksstaða síðan 1946.

Körfubolti

Bíta Ljónynjurnar enn frá sér?

Annar leikur lokaúrslita í Iceland Express deild kvenna fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld en þar tekur öskubuskulið Njarðvíkur á móti bikarmeisturum Keflavíkur.

Körfubolti

Hrafn: Maður verður að vera ánægður körfuboltans vegna

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var skiljanlega svekktur í leikslok eftir eins stigs tap í framlengdum leik á móti Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. KR hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð í undanúrslitaeinvígi liðanna og framundan er hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitaeinvíginu.

Körfubolti

Gunnar Einarsson: Sagan er bara að endurtaka sig frá 2008

Gunnar Einarsson var einn af fimm Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig eða meira þegar Keflvík vann 104-103 sigur á KR í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar tryggðu sér þar með oddaleik í einvíginu í DHl-höllinni á fimmtudaginn.

Körfubolti

Hörður Axel: Nú er öll pressan á KR

Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær rosalega mikilvægar þriggja stiga körfur í framlengingunni í 104-103 sigri Keflavíkur á KR í kvöld. Keflavík vann þar sinn annan leik í röð í framlengingu og tryggði sér oddaleik á fimmtudagskvöldið. Hörður Axel endaði leikinn með 16 stig og 7 stoðsendingar.

Körfubolti

Umfjöllun: Aftur vann Keflavík í framlengingu

Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka.

Körfubolti

NBA: Dýrt tap hjá Lakers

Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow."

Körfubolti

Helgi Már með 11 stig í sigri Uppsala

Körfuknattleikskappinn Helgi Magnússon skoraði 11 stig í sigri Uppsala gegn Södertälje Kings, 79-60, í 8-liða úrslitum í sænsku deildinni. Þar með náðu Helgi og félagar að knýja fram oddleik í einvígi þessara liða en staðan er nú 2-2.

Körfubolti

Jón Arnór með fjögur stig í tapi Granada

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska körfuknattleiksliðinu Granada, töpuðu í dag fyrir stórliðinu Real Madrid í spænsku deildinni, 65-73. Jón Arnór lék 24 mínútur í liði Granada og skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Körfubolti