Körfubolti

Bikarúrslit KKÍ kvenna | Sverrir og Hildur

Nýtt félag mun hampa bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki í körfuknattleik á morgun í Laugardalshöll. Njarðvík og Snæfell úr Stykkishólmi eigast þar við en hvorugt liðið hefur farið alla leið í þessari keppni.

Körfubolti

Bikarúrslit KKÍ karla | Bárður og Sigurður

Tindastóll og Keflavík eigast við í úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik á morgun, Poweradebikarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Tindastóll frá Sauðárkróki kemst alla leið í úrslit en Keflvíkingar hafa 5 sinnum hampað titlinum. Hans Steinar Bjarnason ræddi við Bárð Eyþórsson þjálfara Tindastóls og Sigurð Ingimundarson þjálfara Keflavíkur.

Körfubolti

Lin ævintýrið heldur áfram | nýliðinn tryggði Knicks sigur

Sigurganga New York Knicks heldur áfram í NBA deildinni og ævintýrið heldur áfram hjá leikstjórnandum Jeremy Lin sem tryggði sigurinn gegn Toronto með þriggja stiga skoti 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 90-87 og er þetta sjötti sigurleikur Knicks í röð. Liðið hefur nú unnið 14 leiki en tapað 15. Lin var stigahæstur í liði Knicks með 27 stig og hann gaf að auki 11 stoðsendingar.

Körfubolti

Bryndís er ekki með slitið krossband en Helga er úr leik

KR verður án tveggja lykilmanna á næstunni en liðið stendur í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Varafyrirliðinn Helga Einarsdóttir verður ekkert meira með á tímabilinu vegna meiðsla í baki og Bryndís Guðmundsdóttir missir af næstu þremur til fjórum vikum.

Körfubolti

Tap hjá Brynjari og félögum í Jämtland

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland Basket þurftu að sætta sig við naumt 79-81 tap á útivelli á móti LF Basket í sænska körfuboltanum í kvöld. Jämtland var yfir stóran hluta leiksins en missti leikinn frá sér í lokin.

Körfubolti

Meiðsli Rose ekki alvarleg

Chicago Bulls hefur saknað leikstjórnandans Derrick Rose í síðustu leikjum en Rose er meiddur í baki og hefur verið í miklum rannsóknum vegna meiðslanna.

Körfubolti

Snæfellskonur í Höllina í fyrsta sinn | Unnu Stjörnuna örugglega

Kvennalið Snæfells tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum eftir 46 stiga sigur á 1. deildarliði Stjörnunnar, 101-55, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Sigur Snæfellsliðsins var sannfærandi og öruggur. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Snæfells kemst í bikarúrslitaleikinn.

Körfubolti

Frábær byrjun Solna dugði ekki - sigurgangan á enda

Logi Gunnarsson skoraði 16 stig fyrir Solna Vikings sem tapaði naumlega fyrir toppliði Sodertelje Kings, 84-87, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna Vikings var búið að vinna sjö leiki í röð og var komið upp í 4. sæti deildarinnar.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – KR 95-83

Keflvíkingar komust upp í 2. sætið Iceland Express deildar karla eftir tólf stiga sigur á KR, 95-83, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-17.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75 - 73

Shanae Baker-Brice tryggði Njarðvíkingum sæti í úrslitum Powerade bikarsins í 75-73 sigri Njarðvíkur á Haukum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Haukastúlkur náðu ekki að svara því.

Körfubolti

Lakers að spá í Arenas

Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Gilbert Arenas reynir nú allt hvað hann getur til þess að koma sér aftur inn í NBA-deildina. Hann hefur verið án félags síðan Orlando losaði sig við hann í byrjun desember.

Körfubolti