Körfubolti

Fyrirliðabandið tekið af Fannari

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að Fannar Helgason verði ekki fyrirliði liðsins í ótilgreindan tíma vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Keflavík á dögunum.

Körfubolti

Jón Arnór stigahæstur á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá CAI Zaragoza í tapleik á móti stórliði Barcelona á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina. Barcelona er á toppi deildarinnar og vann leikinn með 19 stigum, 68-49.

Körfubolti

KR-sigur eftir svakalega sigurkörfu - myndir

KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppninni með því að vinna Þór úr Þorlákshöfn 82-79 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. KR-ingar hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni í ár auk þess að vinna tvo síðustu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra.

Körfubolti

Benedikt Guðmundsson: Við stefnum á Íslandsmeistaratitillinn

Benedikt Guðmundsson, þjálfari nýliða Þórs úr Þorlákshöfn, þurfti að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins á móti hans gömlu félögum í KR. KR vann 82-79 og er komið í 1-0 en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í lokaúrslitin.

Körfubolti

Lamar Odom hættur hjá Dallas

Núverandi NBA-meistaralið, Dallas Mavericks, varð í dag fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lamar Odom, leikmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 82-79 | KR komið í 1-0

Joshua Brown skoraði þriggja stiga körfu í blálokin og tryggði KR þriggja stiga sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og þurfti stórkostlega körfu frá Brown til að skilja liðin að.

Körfubolti

NBA: Ellefti sigur San Antonio í röð | Miami vinnur áfram án Wade

San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu.

Körfubolti

NBA: Kobe missti af fyrsta leiknum í tvö ár og Lakers tapaði

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði án Kobe Bryant, Boston Celtics vann flottan sigur á Indiana Pacers, Los Angeles Clippers er áfram í góðum gír eftir áttunda sigurinn í níu leikjum, Memphis Grizzlies vann Dallas Mavericks og Orlando Magic náði að enda fimm leikja taphrinu.

Körfubolti

NBA: Memphis Grizzlies keyrði yfir Miami | Aldrige hetja Portland

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig.

Körfubolti

Montrétturinn er líka undir hjá þeim í kvöld

Það skýrist í kvöld hver tvö síðustu liðin verða í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla þegar oddaleikir átta liða úrslitanna fara fram. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Ásgarði í Garðabæ og Þór fær Snæfell í heimsókn í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn.

Körfubolti

Lið með heimavallarrétt í lokaúrslitum hefur ekki tapað í tíu ár

Njarðvík og Haukar hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en fyrsti leikur liðanna hefst klukkan 19.15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík er bikarmeistari og Haukar sópuðu út Íslandsmeisturum Keflavíkur. Haukar geta orðið Íslandsmeistarar í fjórða sinn á sjö árum en Njarðvík er að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki.

Körfubolti

Magnús missir ekki af oddaleiknum - kæru Stjörnunnar hafnað

Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur komið saman og tekið fyrir kæru sem barst eftir viðureign tvö milli Keflavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Iceland Express deild karla en leikurinn fór fram mánudaginn 2. apríl. Stjörnumenn kærðu meint viljandi olnbogaskot Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða Keflavíkur.

Körfubolti

Troðslustelpan og félagar töpuðu ekki leik í vetur | Baylor meistari

Brittney Griner og félagar hennar í Baylor tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn í kvennaháskólakörfuboltanum í nótt þegar þær unnu 19 stiga sigur á Notre Dame í úrslitaleiknum. Baylor vann alla 40 leiki tímabilsins og varð sjöunda kvennaliðið sem nær því en það fyrsta síðan að liðin fóru að leika 40 leiki.

Körfubolti

NBA: LeBron með 41 stig í sigri Miami Heat

LeBron James var öflugur þegar Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri á Philadelphia 76ers í nótt. Kobe Bryant skoraði mikilvægan þrist í blálokin á sigri Los Angeles Lakers á New Jersey Nets, Orlando Magic tapaði fjórða leiknum í röð og San Antonio Spurs vann áttunda leikinn sinn í röð.

Körfubolti

Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið

Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum.

Körfubolti