Körfubolti

NBA: Bryant og Bynum fóru á kostum í liði LA Lakers

Kobe Bryant var allt í öllu í sóknarleik LA Lakers í 104-100 sigri liðsins gegn Denver í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Lakers er 2-0 yfir en fjóra sigurleiki þarf til að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar. Andrew Bynum var einnig gríðarlega sterkur og skoraði hann 27 stig og tók 9 fráköst fyrir Lakers.

Körfubolti

NBA: Góðir sigrar hjá Boston og Philadelphia á útivelli

Tveir leikir fóru fram í nótt í átta liða úrslitum Austurdeildar í NBA deildinni í körfuknattleik. Philadelphia 76‘ers jafnaði metin gegn Chicago Bulls með 109-92 sigri á útivelli. Boston gerði slíkt hið sama með 87-80 sigri gegn Atlanta á útivelli. Staðan er jöfn í báðum þessum viðureignum, 1-1, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit.

Körfubolti

Pippen: Chicago ennþá sterkastir

Gamla Chicago hetjan, Scottie Pippen, segir Chicago Bulls ennþá vera með sterkasta liðið í úrslitakeppninni í NBA deildinni í ár. Liðið missti á dögunum sinn mikilvægasta leikmann, Derrick Rose út tímabilið og hafa margir afskrifað liðið í baráttunni um titillinn.

Körfubolti

Miami 2-0 yfir gegn New York | Stoudemire missti stjórn á skapi sínu

Miami Heat er með góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í körfubolta eftir 104-94 sigur gegn New York Knicks á heimavelli. Miami er 2-0 yfir en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Austurdeildar. Amar‘e Stoudemire, einn besti leikmaður New York, slasaðist á hendi eftir leikinn og er útlitið því ekki gott fyrir þriðja leikinn sem fram fer í New York.

Körfubolti

NBA: Meistaralið Dallas í slæmri stöðu gegn Oklahoma

Dirk Nowitzki og félagar hans í meistaraliði Dallas Mavericks virðast ætla að fara fljótlega í sumarfrí en liðið er 2-0 undir gegn Oklahoma í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Dallas tapaði 102-99 á útivelli í nótt þar sem að Russell Westbrook skoraði 29 stig fyrir Oklahoma og Kevin Durant skoraði 25. Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas sem fagnaði sínum fyrsta og eina titli í sögu félagsins fyrir ári síðan. Næstu tveir leikir fara fram í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Vesturdeildar.

Körfubolti

Leikur þrjú í rimmu Grindavíkur og Þórs Þ í heild sinni á Vísi

Grindavík og Þór úr Þorlákshöfn léku í þriðja sinn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Leikurinn var sýndur á Stöð 2 sport. Þór hafði betur, 98-91, og er staðan í rimmunni 2-1 fyrir Grindavík. Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi.

Körfubolti

Myndir frá ótrúlegum sigri Þórs í Grindavík

Þórsara unnu í kvöld óvæntan sigur á Grindavík í Röstinni 98-91. Hart var barist suður með sjó en Þórsarar, með bakið upp við vegg, unnu sanngjarnan sjö stiga sigur. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og festi augnablikið á filmu.

Körfubolti

Leikur nr. 2 í úrslitaeinvígi Þórs og Grindavíkur í heild sinni á Vísi

Þór frá Þorlákshöfn og Grindavík mættust í annað sinn á fimmtudaginn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Grindavík hafði betur, 79-64, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport þar sem að Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum. Allur leikurinn er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Næsti leikur fer fram í Grindavík á sunnudaginn og þar geta Grindvíkingar landað Íslandsmeistaratitlinum.

Körfubolti

Er þetta ótrúlegasta þriggja stiga karfa allra tíma? | Skeleskotið

Körfuboltamenn í Eistlandi er ekki mjög þekktir á Íslandi en það gæti verið að nafn Armands Skele verði þekkt stærð í framtíðinn. Bakvörðurinn Skele er leikmaður Kalev/Cramo og hann tók sig til og hitti í körfuna með ótrúlegum hætti í úrslitakeppninni gegn Rakvala Tarvas. Atvikið má sjá í myndbandinu sem segir allt sem segja þarf en þess má geta að með þessu skoti náði Skele að minnka forskot Rakvala Tarvas í þrjú stig, 77-74 og á endanum hafði lið hans betur, 92-84.

Körfubolti

NBA: Durant stigakóngur þriðja árið í röð

Kevin Durant framherji Oklahoma Thunder skoraði flest stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta í deildarkeppninni sem lauk í nótt. Þetta er þriðja tímabili í röð þar sem hinn 23 ára gamli Durant er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Durant, sem er 2.06 m á hæð skoraði 28 stig að meðaltali í leik í vetur en Kobe Bryant leikmaður LA Lakers kom þar næstur með 27,8 stig að meðaltali.

Körfubolti

NBA: Hvaða lið mætast í úrslitakeppninni?

Chicago tryggði sér heimavallarétt í gegnum alla úrslitakeppnina með 107-75 sigri gegn Cleveland í lokaumferð NBA deildarinnar í nótt. Chicago er með bestan árangur allra liða í deildinni. Meistarlið Dallas hefur ekki náð sér á strik í vetur og endaði liðið í 7. sæti Vesturdeildar og miklar líkur á því að liðið nái ekki að komast í gegnum gríðarlega sterka Oklahoma lið í fyrstu umferð.

Körfubolti

Michael Jordan á lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni

Deildarkeppninni í NBA deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum lauk í nótt og er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Charlotte Bobcats, liðið sem Michael Jordan á, náði ekki að landa sigri í lokaumferðinni og er Charlotte þar með lélegasta lið NBA deildarinnar frá upphafi. Liðið tapaði 104-84 gegn New York á útivelli og var þetta 23. tapleikur liðsins í röð.

Körfubolti

Örvar ráðinn til Njarðvíkur

Örvar Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn til síns gamla félags, Njarðvíkur, og mun hann verða aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannessyni næstu tvö árin hið minnsta.

Körfubolti