Körfubolti

Love hótar að fara frá Úlfunum

Bandaríska körfuboltalandsliðið á ÓL er afar vel mannað. Leikmenn liðsins hafa samtals unnið sjö meistaratitla og leikið yfir 700 leiki í úrslitakeppninni. Aðeins einn leikmaður liðsins hefur ekki spilað í úrslitakeppninni.

Körfubolti

LeBron og Kobe á Ólympíuleikana

Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn munu skipa bandaríska körfuboltalandsliðið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Tvær stærstu stjörnur NBA-deildarinnar, LeBron James og Kobe Bryant, verða með á leikunum.

Körfubolti

Ray Allen fer til Miami Heat

Ray Allen ætlar að fara frá Boston Celtic og ganga til liðs við NBA-meistarana í Miami Heat. Hann mun taka á sig launalækkun til að freista þess að vinna annan NBA-meistaratitil.

Körfubolti

Nash nálgast Knicks

Leikstjórnandinn Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum, er sterklega orðaður við New York Knicks í bandarískum fjölmiðlum í dag.

Körfubolti

Böðvar um Helga og Brynjar: Kunna allt upp á tíu

Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að koma heim og spila með KR í Dominos-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir KR-liðið en báðir þessir leikmenn eru uppaldir KR-ingar og því á leiðinni heim í Vesturbæinn. Helgi Már er 30 ára framherji en Brynjar er 24 ára skotbakvörður.

Körfubolti

Helgi Már og Brynjar komnir heim í KR - eiga bara eftir að skrifa undir

Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að spila með KR í í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð en þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR við Íþróttadeild Vísis og Fréttablaðsins. Böðvar segir að Helgi og Brynjar eigi bara eftir að skrifa undir.

Körfubolti

Shouse áfram hjá Stjörnunni

Justin Shouse hefur samið við Stjörnuna á ný og mun því leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Það verður hans fjórða tímabil í Garðabænum og sjöunda á Íslandi.

Körfubolti

Njarðvík semur við tvo Bandaríkjamenn

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við tvo Bandaríkjamenn um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili í Domino´s deildinni. Þeir Cameron Echols og Travis Holmes sem léku með liðinu síðasta vetur munu ekki snúa aftur í haust en Jonathan Jones og Marcus Van koma í þeirra stað og eru hugsaðir fyrir baráttuna í teignum.

Körfubolti

Hakeem hjálpaði LeBron síðasta sumar og nú er komið að Amare

Heiðurshallarmeðlimurinn og tvöfaldi NBA-meistarinn Hakeem Olajuwon fékk mikið hrós fyrir að taka LeBron James hjá Miami Heat í gegn síðasta sumar þar sem hann gaf James góð ráð í réttum hreyfingum undir körfunni. LeBron James skoraði meira inn í teig í vetur en tímabilin á undan sem átti að flestra mati mikinn þátt í því að hann varð NBA-meistari.

Körfubolti

Darrel Lewis til Keflavíkur: Hefur saknað Nonnabita

Darrel Lewis spilar með Keflavík í Dominosdeildinni á næsta tímabili en Lewis er íslenskur ríkisborgari sem getur spilað bæði skotbakvörð og lítinn framherja. Hann var frábær með Grindvíkingum á árunum 2002 til 2005 en hefur síðan spilað á Ítalíu og í Grikklandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

Körfubolti

LeBron James kyssti NBA-bikarinn hjá David Letterman

LeBron James fékk frábærar móttökur úr salnum þegar hann mætti sem gestur í spjallþátt David Letterman á CBS-sjónvarpsstöðinni í vikunni. James vann eins og kunnugt er sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deildinni í síðustu viku en hann fór þá á kostum með liði Miami Heat.

Körfubolti

KKÍ kynnti Domino's-deildirnar í dag

Nýtt nafn á Úrvalsdeildir karla og kvenna í körfuknattleik var kynnt til sögunnar í dag en þær hafa heitið Iceland Express deildirnar undanfarin sjö ár eða frá og með 2005-06 tímabilinu. Næstu þrjú árin munu efstu deildir karla og kvenna hinsvegar bera nafn Domino's og heita Domino's deild karla og Domino's deild kvenna.

Körfubolti

Ray Allen hefur áhuga á því að spila með Miami Heat

Brian Windhorst á ESPN hefur heimildir fyrir því að Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, hafi áhuga á því að spila með Miami Heat á næsta NBA-tímabili. Allen setur það víst ekki fyrir sig að þarna séu erkifjendurnir á ferðinni sem hafa slegið Boston Celtics út úr úrslitakeppninni undanfarin tvö ár.

Körfubolti

Larry Bird hættir sem forseti Indiana Pacers

Larry Bird er ákveðinn að hætta sem forseti NBA-liðsins Indiana Pacers samkvæmt frétt í Indianapolis Star blaðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins er Bird hundrað prósent öruggur á því að snúa ekki aftur til starfa.

Körfubolti

Wade gæti misst af Ólympíuleikunum

Dwyane Wade lék meiddur meira og minna alla úrslitakeppnina í ár. Hann er meiddur á hné og svo gæti farið að meiðslin geri það að verkum að hann geti ekki spilað með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London.

Körfubolti

Níu ár síðan að besti leikmaður deildarinnar varð líka meistari

LeBron James var í nótt kjörinn besti leikmaður NBA-úrslitanna eftir að hann fór fyrir sínum mönnum Miami Heat sem unnu 121-106 sigur á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Miami vann þar með einvígið 4-1 og James er því loksins búinn að krækja í langþráðan meistarahring.

Körfubolti