Körfubolti

Ekki ódýrt að ganga í skóm LeBron James

LeBron James er besti körfuboltamaður heims í dag. NBA-meistari, Ólympíumeistari, bestur í NBA-deildinni. Árið 2012 hefur verið magnað hjá kappanum og nýjust fréttirnar tengdar honum eru í kringum nýju skónna hans, LeBron X, sem eru á leiðinni á markað.

Körfubolti

Hlynur lofar því að troða í upphituninni

"Já og já,“ sagði Hlynur Bæringsson landsliðsmaður í körfuknattleik þegar hann var inntur eftir því hvort leikmenn liðsins væri klárir í slaginn gegn Ísrael og hvort Ísland gæti unnið þá í Laugardalshöllinni í kvöld. Liðin eigast við í undankeppni Evrópumótsins en Ísland er með einn sigur eftir tvær umferðir en Ísrael hefur tapað báðum viðureignum sínum í riðlinum.

Körfubolti

Ægir Þór ætlar að nýta hraða sinn gegn Ísrael

Ægir Þór Steinarsson leikstjórnandi íslenska landsliðsins í körfuknattleik fær eflaust stórt hlutverk í kvöld þegar Ísland tekur á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll. Ægir fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í 81-75 sigri Íslands gegn Slóvakíu á útivelli s.l. laugardag eftir að Pavel Ermolinskij meiddist í upphitun. Pavel verður ekki með í kvöld og það er ljóst að það mun mikið mæða á Ægi.

Körfubolti

Jón Arnór býst við hörkuleik gegn Ísrael í kvöld

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í íslenska körfuknattleikslandsliðinu mæta Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld. Ísland náði frábærum úrslitum gegn Slóvakíu á útivelli s.l. laugardag með 81-75 sigri. Þar fór Jón Arnór á kostum og skoraði hann 28 stig. Landsliðsmaðurinn vonast eftir góðum stuðningi frá íslenskum áhorfendum í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15.

Körfubolti

Pavel verður hvíldur á móti Ísrael á morgun

Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Ísrael í Laugardalshöllinni á morgun en hann er ekki orðinn nógu góður af nárameiðslunum sem hann varð fyrir í upphitun fyrir Slóvakíuleikinn á laugardaginn.

Körfubolti

LeBron vill spila á ÓL 2016

LeBron James er ekki búinn að fá nóg af Ólympíuleikunum og hefur þegar gefið það út að hann sé klár í að spila í Rio de Janeiro árið 2016.

Körfubolti

Jón Arnór: Ég skal bjóða Miðjunni á leikinn

Íslenska körfuboltalandsliðið fylgdi á eftir frábærum seinni hálfleik á móti Serbum á þriðjudaginn var með því að vinna stórglæsilegan útisigur á Slóvakíu á laugardaginn. "Ég myndi segja að þetta væri stórt skref fram á við. Þetta er miklu erfiðari leikur en leikurinn við Serbíu í Höllinni. Við vorum að koma hingað í útileik og vissum ekki mikið um liðið. Þetta var því miklu meiri leikur heldur en í Höllinni,“ sagði Jón Arnór Stefánsson besti maður íslenska liðsins í þessum 81-75 sigri á Slóvökum.

Körfubolti

Keyrði í þrjá og hálfan tíma á leikinn

Helena Sverrisdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins og leikmaður slóvakíska liðsins Good Angels Kosice, var meðal áhorfenda á körfuboltalandsleik Slóvaku og Íslands í Levice á laugardaginn. Hún ók í þrjá og hálfan tíma frá Kosice til að horfa á leikinn.

Körfubolti

Kobe Bryant með 68 stig á 15 mínútum

Kobe Bryant, helsta stjarna Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum, efndi til sýningar á góðgerðaleik í Kína með Nike um helgina. Bryant lék í 15 mínútur og skoraði 68 stig fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda.

Körfubolti

Don Nelson hættur

Don Nelson tilkynnti um helgina að hann er hættur þjálfun. Enginn þjálfari hefur sigrað fleiri leiki á sínum ferli en þjálfarinn litríki sem lauk ferlinum hjá Golden State Warriors.

Körfubolti

Ibaka framlengir við Oklahoma

Samkvæmt heimildum ESPN er Oklahoma Thunder búið að ná samkomulagi við Serge Ibaka um nýjan fjögurra ára samning. Samningurinn er metinn á 48 milljónir dollara.

Körfubolti

Logi er veikur

Logi Gunnarsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu þegar liðið mætir Slóvakíu á laugardaginn.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Serbía 79-91

Ísland tapaði fyrir Serbíu 91-78 í fyrsta leik A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta í kvöld en getur engu að síður borið höfuðið hátt eftir leikinn. Liðið barðist af krafti en slakur annar leikhluti varð liðinu að falli í kvöld.

Körfubolti

Verður örugglega troðið í grillið á okkur

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra.

Körfubolti