Peter Öqvist: Frábær gluggi fyrir leikmenn Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 13:45 Peter Öqvist á landsliðsæfingu í gær. Mynd/Anton „Ég elska nýja fyrirkomulagið því það þýðir að heimsklassalandslið á borð við Serbíu koma í heimsókn til Íslands," segir landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik, Svínn Peter Öqvist. Íslendingar mæta Serbum í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld en mikið álag verður á landsliðsmönnum Íslands og annarra Evrópuþjóða næstu fjórar vikurnar. Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt frá því sem áður var þegar spilað var í styrkleikaskiptum deildum. Nú er öllum landsliðum Evrópu, að frátöldum þeim sem þegar hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni með góðum árangri á síðasta heimsmeistaramóti, raðað í riðla í undankeppninni. Fyrirkomulagið er hið sama og í undankeppnum knattspyrnulandsliða. Tvö efstu landsliðin komast í lokakeppnina og mögulega þjóðin í 3. sæti líka. „Tíu dagar á 26 dögum er ekki auðvelt en áskorunin er afar áhugaverð," segir Öqvist sem hefur ýmsar væntingar til íslensku strákanna í keppninni. „Við lögðum grunninn að nýju kerfi á síðasta ári og nú er komið að því að sjá hvar við stöndum. Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og í raun ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Öqvist. „Ég vil byggja upp orðspor að það sé ekki auðvelt að koma til Íslands og spila gegn íslenska liðinu. Ég vil að fólk beri virðingu fyrir landsliði Íslands," segir Öqvist sem telur leikmenn Íslands hafa að miklu að keppa í undankeppninni. „Þetta er frábær gluggi fyrir leikmennina. Fjölmargir munu fylgjast með leikjunum. Sumir leikmennirnir eru á góðum stað en fyrir aðra leikmenn landsliðsins getur keppnin opnað nýjar dyr," segir Öqvist. Landsleikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20. Körfubolti Tengdar fréttir Verður örugglega troðið í grillið á okkur Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. 14. ágúst 2012 07:00 Logi Gunnars: Landsleikirnir á móti stóru þjóðunum standa upp úr "Þetta lið er með þeim bestu í heimi. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna er maður í þessu og reynir að vera með í eins mörgum leikjum og maður getur. Maður vill mæla sig á móti þeim bestu," segir landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson. 14. ágúst 2012 12:15 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég elska nýja fyrirkomulagið því það þýðir að heimsklassalandslið á borð við Serbíu koma í heimsókn til Íslands," segir landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik, Svínn Peter Öqvist. Íslendingar mæta Serbum í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld en mikið álag verður á landsliðsmönnum Íslands og annarra Evrópuþjóða næstu fjórar vikurnar. Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt frá því sem áður var þegar spilað var í styrkleikaskiptum deildum. Nú er öllum landsliðum Evrópu, að frátöldum þeim sem þegar hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni með góðum árangri á síðasta heimsmeistaramóti, raðað í riðla í undankeppninni. Fyrirkomulagið er hið sama og í undankeppnum knattspyrnulandsliða. Tvö efstu landsliðin komast í lokakeppnina og mögulega þjóðin í 3. sæti líka. „Tíu dagar á 26 dögum er ekki auðvelt en áskorunin er afar áhugaverð," segir Öqvist sem hefur ýmsar væntingar til íslensku strákanna í keppninni. „Við lögðum grunninn að nýju kerfi á síðasta ári og nú er komið að því að sjá hvar við stöndum. Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og í raun ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Öqvist. „Ég vil byggja upp orðspor að það sé ekki auðvelt að koma til Íslands og spila gegn íslenska liðinu. Ég vil að fólk beri virðingu fyrir landsliði Íslands," segir Öqvist sem telur leikmenn Íslands hafa að miklu að keppa í undankeppninni. „Þetta er frábær gluggi fyrir leikmennina. Fjölmargir munu fylgjast með leikjunum. Sumir leikmennirnir eru á góðum stað en fyrir aðra leikmenn landsliðsins getur keppnin opnað nýjar dyr," segir Öqvist. Landsleikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20.
Körfubolti Tengdar fréttir Verður örugglega troðið í grillið á okkur Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. 14. ágúst 2012 07:00 Logi Gunnars: Landsleikirnir á móti stóru þjóðunum standa upp úr "Þetta lið er með þeim bestu í heimi. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna er maður í þessu og reynir að vera með í eins mörgum leikjum og maður getur. Maður vill mæla sig á móti þeim bestu," segir landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson. 14. ágúst 2012 12:15 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Sjá meira
Verður örugglega troðið í grillið á okkur Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. 14. ágúst 2012 07:00
Logi Gunnars: Landsleikirnir á móti stóru þjóðunum standa upp úr "Þetta lið er með þeim bestu í heimi. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna er maður í þessu og reynir að vera með í eins mörgum leikjum og maður getur. Maður vill mæla sig á móti þeim bestu," segir landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson. 14. ágúst 2012 12:15