Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 72-78 | Snæfell Lengjubikarmeistari

Snæfellskonur unnu fyrsta titilinn í kvennakörfunni eftir sex stiga sigur á Keflavík, 78-72, í æsispennandi úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Þetta er fyrstu titill kvennaliðs Snæfells. Liðin áttu bæði góða spretti og lentu einnig bæði í því að missa miður tíu stiga forskot en Snæfell var sterkari á lokasprettinum.

Körfubolti

Keflavík og Snæfell geta orðið Lengjubikarmeistarar í kvöld

Í kvöld verður spilað um fyrsta bikar vetrarins í kvennakörfunni þegar Keflavík tekur á móti Snæfelli í úrslitaleik Lengjubikarsins en spilað er í Toyota-höll þeirra Keflvíkinga. Þrjú lið sóttu um að halda úrslitaleikinn og ákvað stjórn KKÍ að fela Keflavík umsjónina með leiknum. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Körfubolti

Snæfellskonur komust í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum

Snæfellskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna eftir átta stiga sigur á Haukum, 77-68, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Snæfell er búið að vinna riðilinn þrátt fyrir að eiga einn leik eftir því Valskonur, sem unnu Fjölni í lokaleik sínum, verða alltaf neðar en Snæfell á tapi í innbyrðisleik liðanna.

Körfubolti

Keflavíkurkonur fá að vera á heimavelli í úrslitaleiknum

Körfuknattleiksamband tilkynnti á heimasíðu sinni að úrslitaleikur Lengjubikars kvenna fari fram í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudaginn í næstu viku, þann 27. september. Þrjú lið sóttu um að halda úrslitaleikinn og ákvað stjórn KKÍ að fela Keflavík umsjónina með leiknum.

Körfubolti

ÍR-ingar spila hér eftir í Hertz Hellinum

ÍR-ingar hafa gefið heimavelli sínum nýtt nafn fyrir komandi átök í Dominos deild karla í körfubolta. Þeir spila hér eftir í Hertz Hellinum og ætla ennfremur að vígja nýja stúku í fyrsta leik sem verður á móti Þór Þorlákshöfn.

Körfubolti

Tárin runnu hjá Derrick Rose þegar hann kynnti nýju skóna sína

NBA-körfuboltamaðurinn Derrick Rose er á fullu í endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband í fyrsta leik Chicago Bulls í úrslitakeppninni í vor. Meiðslin hafa reynt mikið á andlegu liðina hjá þessum besta leikmanni NBA-deildarinnar 2010-11 og það kom vel í ljóst þegar hann brotnaði á kynningarfundi á nýju skónum hans.

Körfubolti

Keflavíkurkonur ekki í miklum vandræðum í Garðabænum

Keflavík vann 27 stiga sigur á Stjörnunni, 77-50, í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík lék án Birnu Valgarðsdóttur í leiknum en það kom ekki að sök. Keflavíkurkonur hafa því byrjað tímabilið á tveimur sannfærandi sigrum því þær unnu 30 stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur í fyrsta leik.

Körfubolti

Nýjasta NBA-höllin er tilbúin í Brooklyn

NBA-körfuboltaliðið New Jersey Nets er nú orðið að Brooklyn Nets og spilar því ekki lengur heimaleiki sína í New Jersey heldur í Brooklyn í New York. Nýjasta NBA-höllin er Barclays Center í Brooklyn og hún er líka tilbúin.

Körfubolti

Lengjubikar kvenna í körfu: Útisigrar hjá Snæfelli, KR og Val

Snæfell, KR og Valur unnu öll örugga útisigra í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell vann Fjölni með 30 stigum í Grafarvogi, KR vann Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur með 11 stigum í Ljónagryfjunni og Valur vann 34 stiga sigur á Hamar í Hveragerði. Öll þessi þrjú lið voru að leika sína fyrstu leiki í keppninni sem hófst um síðustu helgi.

Körfubolti