Körfubolti

NBA í nótt: Kobe Bryant fór á kostum

Kobe Bryant fór á kostum í 111-98 sigri LA Lakers gegn Philadelphia á útivelli. Þetta var annar sigurleikur Lakers í röð en slíkt hefur liðið ekki afrekað í fjórar vikur. Bryant skoraði 34 stig. Metta World Peace tók 16 fráköst en það er persónulegt met hjá kappanum.

Körfubolti

Powerade-bikarinn í körfu: Snæfellingar komu fram hefndum

Fimm félög tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta í dag og í kvöld. Stjarnan, Keflavík og Njarðvík áttu ekki í miklum vandræðum í sínum leikjum en það var meiri spenna í Fjárhúsinu í Stykkishólmi og í Röstinni í Grindavík.

Körfubolti

NBA: Níu sigrar í röð hjá Los Angeles Clippers

Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann Milwaukee Bucks örugglega. New York Knicks vann án Carmelo Anthony og er enn ósigrað á heimavelli, Miami Heat vann sinn leik og San Antonio Spurs landaði sigri þrátt fyrir að missa Manu Ginobili meiddan af velli. Minnesota Timberwolves fagnaði líka endurkomu Ricky Rubio með því að vinna Dallas Mavericks í framlengdum leik.

Körfubolti

Leikmenn Bobcats segja að Jordan gæti enn spilað í NBA

Michael Jordan er einn allra besti körfuboltamaður sögunnar og átti frábæran og sigursælan feril í NBA-deildinni. Hann verður fimmtugur í febrúar og er kemur nú að NBA-deildinni sem eigandi Charlotte Bobcats liðsins. Jordan lætur alltaf sjá sig við og við á æfingum liðsins.

Körfubolti

Valskonur í miklu stuði á móti Njarðvík

Valskonur endurheimtu fjórða sætið í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi 39 stiga stórsigur á Njarðvík, 95-56, í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var síðasti leikurinn í kvennakörfunni fyrir jólafrí.

Körfubolti

NBA: Tíu sigrar í röð hjá Thunder og Lakers-liðið vann leik

Oklahoma City Thunder hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn tíunda leik í röð. Los Angeles Lakers endaði fjögurra leikja taphrinu með sigri á Washington, Houston vann Boston, Memphis Grizzlies er að gefa eftir, Brooklyn Nets vann Detroit eftir tvíframlengdan leik og fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í Orlando.

Körfubolti

LeBron fékk fleiri atkvæði en Kobe

Það er byrjað að kjósa í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem er mikil vinsældakosning. NBA-deildin hefur nú gefið út hvernig fyrsta umferð í kjörinu fór. Þar eru kunnugleg nöfn að vanda.

Körfubolti

Valsmenn fyrstir inn í átta liða úrslit Powerade-bikarsins

Valsmenn eru komnir í átta liða úrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir 41 stigs sigur á b-liði KR í Vodafone-höllinni í kvöld, 94-54. 1. deildarlið Valsmanna hefur unnið alla átta deildarleiki sína í vetur og átti ekki í miklum vandræðum með Bumbuna í kvöld.

Körfubolti

Pavel góður í sigri Norrköping

Pavel Ermolinskij átti fínan alhliða leik í tuttugu stiga útisigri Norrköping Dolphins á Jämtland Basket, 91-71, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Norrköping komst þar aftur á sigurbraut eftir tvö deildartöp í röð.

Körfubolti

Jón Arnór og Helena valin körfuknattleiksfólk ársins 2012

Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu.

Körfubolti

Aldrei áður þurft að sitja á bekknum

Helena Sverrisdóttir er farin að spila stærra hlutverk hjá liði sínu Good Angels Kosice í Slóvakíu eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili. Helena er ein af bestu þriggja stiga skyttunum í Euroleague eftir fyrstu sjö umferðirnar og liðið er í góum málum í sínum riðli.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 85-122

Grindavík vann stórsigur á Fjölni í Dominos-deild karla sem fram fór í Dalhúsum í kvöld. Lokatölur urðu 85-122 og voru Íslandsmeistaranir frábærir. Að sama skapi voru heimamenn í Fjölni líklega að leika sinn versta leik í vetur.

Körfubolti

Ricky Rubio gæti leikið á ný um helgina með Minnesota

Ricky Rubio gæti leikið sinn fyrsta leik með Minnesota Timberwolves á laugardaginn en spænski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann sleit krossband í hné þann 9. mars á þessu ári. Rubio var annar í kjörinu á nýliða ársins en hann var með 8,2 stoðsendingar í leik að meðaltali.

Körfubolti

Síðasta umferð Dominos-deildar karla fyrir jól

Í kvöld verður heil umferð í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta eru síðustu deildarleiki liðanna fyrir jól. Allir leikir tíundu umferðar fara fram í kvöld en um helgina verður síðan spilað í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla.

Körfubolti

Öruggur sigur hjá Chelsea gegn Monterry

Chelsea leikur til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu eftir 3-1 sigur gegn Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum. Evrópumeistaralið Chelsea mætir Corinthians frá Brasilíu í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma.

Körfubolti

NBA í nótt: Carmelo með 45 stig - Lakers tapaði enn og aftur

Carmelo Anthony skoraði 45 stig fyrir New York Knicks í 100-97 sigri liðsins gegn Brooklyn í NBA deildinni í nótt. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði á útivelli 100-94 gegn Cleveland þar sem að Kobe Bryant skoraði 42 stig, og Dwight Howard skoraði 19 og tók 20 fráköst fyrir Lakers.

Körfubolti