Handbolti Valskonur deildarmeistarar Kvennalið Vals tryggði sér í dag efsta sætið í N1-deildinni með því að bursta HK 38-19 á útivelli. Valur hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur og Kópavogsliðið var lítil fyrirstaða í dag. Handbolti 20.3.2010 17:47 Vignir fer til Hannover í sumar Vignir Svavarsson er búinn að semja við þýska félagið Hannover-Burgdord eins og búist var við og gengur hann til liðs við félagið í sumar. Hjá Hannover hittir hann Aron Kristjánsson sem tekur við stjórnartaumunum þar bráðlega. Handbolti 19.3.2010 13:30 N1-deild karla: Sigrar hjá Haukum, Fram og Val Fjórir leikir fóru fram í N1-deild karla í kvöld. Akureyri vann FH og Haukar, Fram og Valur unnu einnig góða sigra í kvöld. Handbolti 18.3.2010 22:56 Jónatan: Greddan var okkar megin Jónatan Magnússon segir að Akureyringa hafi einfaldlega hungrað meira í sigur en FH-inga. Akureyri vann leik liðanna í kvöld 33-30. Handbolti 18.3.2010 21:56 Einar Andri: Akureyringar voru beittari Einar Andri Einarsson kennir slakri vörn um lélegan leik FH í fyrri hálfleik gegn Akureyri í kvöld. Markmenn liðanna vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Akureyri vann leikinn 33-30. Handbolti 18.3.2010 21:40 Rúnar: Liðið er að þróast mikið Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var brosmildur eftir góðan sigur á FH í kvöld. Lokatölur 33-30 fyrir liðinu hans, sem hefur farið vaxandi og sýnt miklu betri leik en til að mynda fyrir áramót. Handbolti 18.3.2010 21:32 Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Handbolti 18.3.2010 20:51 Tveir nýliðar í kvennalandsliðinu gegn Bretlandi Júlíus Jónasson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið sextán manna hóp fyrir tvo leiki gegn Bretlandi í undankeppni EM. Handbolti 18.3.2010 11:00 N1-deild kvenna: Valur lagði Stjörnuna - Víkingur skoraði 8 mörk Valsstúlkur eru enn ósigraðar í N1-deild kvenna eftir sterkan útisigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Mýrinni í kvöld. Handbolti 16.3.2010 22:11 Ná Stjörnustúlkur nú sigri gegn Val? Þrír leikir eru í N1-deild kvenna í dag. Stórleikur kvöldsins er í Mýrinni í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Val. Handbolti 16.3.2010 15:00 Alfreð: Aron á margt sameiginlegt með Lövgren Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fóru illa að ráði sínu um helgina er liðið tapaði gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Handbolti 15.3.2010 20:30 Aron og Björgvin bestir í umferðum 8-14 HSÍ hélt blaðamannafund í dag og tilkynnti um úrvalslið umferða 8-14 í N1-deild karla. Handbolti 15.3.2010 12:34 Framkonur töpuðu seinni leiknum með sex mörkum og eru úr leik Fram er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir sex marka tap á móti Metalurg, 15-21, í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum sem fram fór í Skopje í Makedóníu. Fram vann fyrri leikinn með þremur mörkum á sama stað í gær en náði ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Handbolti 14.3.2010 18:16 Lino Cervar horfði á Framstelpurnar vinna Metalurg í gær Lino Cervar, landsliðsþjálfari karlaliðs Króatíu, var á meðal áhorfenda þegar Framkonur unnu 29-26 sigur á Metalurg í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Báðir leikir liðanna fara fram í Skopje í Makedóníu. Handbolti 14.3.2010 16:38 Geir Sveinsson tekur við Gróttuliðinu Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Geir Sveinsson til að stýra liðinu út yfirstandandi tímabil í N1 deild karla en þetta kom fyrst fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Handbolti 14.3.2010 12:15 Sigrar hjá Füchse Berlin og Gummersbach í kvöld Íslendingaliðin Füchse Berlin og Gummersbach unnu bæði leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 13.3.2010 21:00 Framkonur unnu fyrri leikinn í Makedóníu með þremur mörkum Bikarmeistarar Fram eru í ágætum málum eftir fyrri leik sinn á móti Metalurg frá Makedóníu í Áskoraendakeppni Evrópu. Framkonur unnu 29-26 sigur í leik liðanna í Makedóníu í dag þar sem Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í markinu og varði 24 skot. Handbolti 13.3.2010 19:07 Hanna og Arna í stuði í leikjum dagsins í kvennahandboltanum Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 16 mörk í þrettán marka sigri Hauka á HK í Digranesi í N1 deild kvenna í handbolta og Arna Valgerður Erlingsdóttir var með 11 mörk í þriggja marka sigri KA/Þór á FH fyrir norðan. Handbolti 13.3.2010 18:15 Grótta rak Halldór Ingólfsson eftir að hann tók tilboði Hauka Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 hefur handknattleiksdeild Gróttu rekið þjálfarann Halldór Ingólfsson, skömmu eftir að hann tók boði um þjálfa Hauka að loknu yfirstandandi keppnistímabili í N1 deild karla. Handbolti 13.3.2010 13:45 Oddur: Eins og létt æfing Oddur Gretarsson átti enn einn stórleikinn fyrir Akureyri í kvöld. Hann skoraði tólf af 36 mörkum liðsins sem fékk aðeins á sig 21 mark gegn Stjörnunni. Liðið er þar með aftur komið í annað sæti N-1 deildarinnar. Handbolti 12.3.2010 21:32 Patrekur sér ljósa punkta þrátt fyrir fimmtán marka tap Þrátt fyrir fimmtán marka tap sá Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, nokkra ljósa punkta í leik liðsins gegn Akureyri í kvöld. Lokatölur voru 36-21 þar sem Stjörnumenn gerðu aragrúa mistaka. Handbolti 12.3.2010 21:21 Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Handbolti 12.3.2010 21:00 Halldór Ingólfsson tekur við Haukum Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu, verður næsti þjálfari Hauka samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar. Samkvæmt sömu heimildum verður leikmönnum Gróttu tilkynnt þetta í kvöld. Handbolti 12.3.2010 17:41 Bjarni: Erum með lið sem er að verða gott „Við höfum áður verið yfir gegn Haukum og ekki klárað leikinn. Þá vorum við ekki að spila nógu vel og það voru löggildar skýringar á því. Við fórum yfir okkar mistök í þeim leik og sem betur fer lærðum við af mistökunum," sagði FH-ingurinn Bjarni Fritzson sem átti flottan leik í sigri FH á Haukum í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 11.3.2010 22:02 Aron: Mjög hissa á því hvernig við vorum að spila Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki par sáttur við frammistöðu sinna drengja sem steinlágu fyrir FH í kvöld, 31-25. Handbolti 11.3.2010 21:53 Fram vann Val - HK upp í annað sæti með sigri á Gróttu Góður lokasprettur Fram tryggði liðinu sigur gegn Valsmönnum í N1-deildinni í kvöld. Framarar unnu 26-25 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik og nældu í dýrmæt stig í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Handbolti 11.3.2010 21:14 Umfjöllun: FH svaraði loksins fyrir sig FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Handbolti 11.3.2010 20:56 Þorgerður og Lúðvík bæjarstjóri á grillinu í Krikanum Það er þjóðhátíð í Hafnarfirði í kvöld þegar FH tekur á móti Haukum í Krikanum. Venju samkvæmt verða þekktir einstaklingar á grillinu og munu þeir grilla hamborgara ofan í svanga Hafnfirðinga. Handbolti 11.3.2010 14:15 Handboltastríð Hafnarfjarðar - fjórði þáttur í kvöld Það verður stórleikur í Kaplakrika í kvöld í þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast í fjórða sinn á þessu tímabili. Íslands- og bikarmeistarar Hauka eru á toppi N1-deildar karla og hafa unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur en allir leikirnir hafa samt verið jafnir og æsispennandi. Handbolti 11.3.2010 14:00 Alfreð til Noregs Handknattleiksþjálfarinn Alfreð Örn Finnsson tekur við norska handknattleiksliðinu Volda næsta sumar. Handbolti 10.3.2010 15:30 « ‹ ›
Valskonur deildarmeistarar Kvennalið Vals tryggði sér í dag efsta sætið í N1-deildinni með því að bursta HK 38-19 á útivelli. Valur hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur og Kópavogsliðið var lítil fyrirstaða í dag. Handbolti 20.3.2010 17:47
Vignir fer til Hannover í sumar Vignir Svavarsson er búinn að semja við þýska félagið Hannover-Burgdord eins og búist var við og gengur hann til liðs við félagið í sumar. Hjá Hannover hittir hann Aron Kristjánsson sem tekur við stjórnartaumunum þar bráðlega. Handbolti 19.3.2010 13:30
N1-deild karla: Sigrar hjá Haukum, Fram og Val Fjórir leikir fóru fram í N1-deild karla í kvöld. Akureyri vann FH og Haukar, Fram og Valur unnu einnig góða sigra í kvöld. Handbolti 18.3.2010 22:56
Jónatan: Greddan var okkar megin Jónatan Magnússon segir að Akureyringa hafi einfaldlega hungrað meira í sigur en FH-inga. Akureyri vann leik liðanna í kvöld 33-30. Handbolti 18.3.2010 21:56
Einar Andri: Akureyringar voru beittari Einar Andri Einarsson kennir slakri vörn um lélegan leik FH í fyrri hálfleik gegn Akureyri í kvöld. Markmenn liðanna vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Akureyri vann leikinn 33-30. Handbolti 18.3.2010 21:40
Rúnar: Liðið er að þróast mikið Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var brosmildur eftir góðan sigur á FH í kvöld. Lokatölur 33-30 fyrir liðinu hans, sem hefur farið vaxandi og sýnt miklu betri leik en til að mynda fyrir áramót. Handbolti 18.3.2010 21:32
Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Handbolti 18.3.2010 20:51
Tveir nýliðar í kvennalandsliðinu gegn Bretlandi Júlíus Jónasson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið sextán manna hóp fyrir tvo leiki gegn Bretlandi í undankeppni EM. Handbolti 18.3.2010 11:00
N1-deild kvenna: Valur lagði Stjörnuna - Víkingur skoraði 8 mörk Valsstúlkur eru enn ósigraðar í N1-deild kvenna eftir sterkan útisigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Mýrinni í kvöld. Handbolti 16.3.2010 22:11
Ná Stjörnustúlkur nú sigri gegn Val? Þrír leikir eru í N1-deild kvenna í dag. Stórleikur kvöldsins er í Mýrinni í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Val. Handbolti 16.3.2010 15:00
Alfreð: Aron á margt sameiginlegt með Lövgren Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fóru illa að ráði sínu um helgina er liðið tapaði gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Handbolti 15.3.2010 20:30
Aron og Björgvin bestir í umferðum 8-14 HSÍ hélt blaðamannafund í dag og tilkynnti um úrvalslið umferða 8-14 í N1-deild karla. Handbolti 15.3.2010 12:34
Framkonur töpuðu seinni leiknum með sex mörkum og eru úr leik Fram er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir sex marka tap á móti Metalurg, 15-21, í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum sem fram fór í Skopje í Makedóníu. Fram vann fyrri leikinn með þremur mörkum á sama stað í gær en náði ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Handbolti 14.3.2010 18:16
Lino Cervar horfði á Framstelpurnar vinna Metalurg í gær Lino Cervar, landsliðsþjálfari karlaliðs Króatíu, var á meðal áhorfenda þegar Framkonur unnu 29-26 sigur á Metalurg í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Báðir leikir liðanna fara fram í Skopje í Makedóníu. Handbolti 14.3.2010 16:38
Geir Sveinsson tekur við Gróttuliðinu Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Geir Sveinsson til að stýra liðinu út yfirstandandi tímabil í N1 deild karla en þetta kom fyrst fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Handbolti 14.3.2010 12:15
Sigrar hjá Füchse Berlin og Gummersbach í kvöld Íslendingaliðin Füchse Berlin og Gummersbach unnu bæði leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 13.3.2010 21:00
Framkonur unnu fyrri leikinn í Makedóníu með þremur mörkum Bikarmeistarar Fram eru í ágætum málum eftir fyrri leik sinn á móti Metalurg frá Makedóníu í Áskoraendakeppni Evrópu. Framkonur unnu 29-26 sigur í leik liðanna í Makedóníu í dag þar sem Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í markinu og varði 24 skot. Handbolti 13.3.2010 19:07
Hanna og Arna í stuði í leikjum dagsins í kvennahandboltanum Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 16 mörk í þrettán marka sigri Hauka á HK í Digranesi í N1 deild kvenna í handbolta og Arna Valgerður Erlingsdóttir var með 11 mörk í þriggja marka sigri KA/Þór á FH fyrir norðan. Handbolti 13.3.2010 18:15
Grótta rak Halldór Ingólfsson eftir að hann tók tilboði Hauka Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 hefur handknattleiksdeild Gróttu rekið þjálfarann Halldór Ingólfsson, skömmu eftir að hann tók boði um þjálfa Hauka að loknu yfirstandandi keppnistímabili í N1 deild karla. Handbolti 13.3.2010 13:45
Oddur: Eins og létt æfing Oddur Gretarsson átti enn einn stórleikinn fyrir Akureyri í kvöld. Hann skoraði tólf af 36 mörkum liðsins sem fékk aðeins á sig 21 mark gegn Stjörnunni. Liðið er þar með aftur komið í annað sæti N-1 deildarinnar. Handbolti 12.3.2010 21:32
Patrekur sér ljósa punkta þrátt fyrir fimmtán marka tap Þrátt fyrir fimmtán marka tap sá Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, nokkra ljósa punkta í leik liðsins gegn Akureyri í kvöld. Lokatölur voru 36-21 þar sem Stjörnumenn gerðu aragrúa mistaka. Handbolti 12.3.2010 21:21
Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Handbolti 12.3.2010 21:00
Halldór Ingólfsson tekur við Haukum Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu, verður næsti þjálfari Hauka samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar. Samkvæmt sömu heimildum verður leikmönnum Gróttu tilkynnt þetta í kvöld. Handbolti 12.3.2010 17:41
Bjarni: Erum með lið sem er að verða gott „Við höfum áður verið yfir gegn Haukum og ekki klárað leikinn. Þá vorum við ekki að spila nógu vel og það voru löggildar skýringar á því. Við fórum yfir okkar mistök í þeim leik og sem betur fer lærðum við af mistökunum," sagði FH-ingurinn Bjarni Fritzson sem átti flottan leik í sigri FH á Haukum í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 11.3.2010 22:02
Aron: Mjög hissa á því hvernig við vorum að spila Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki par sáttur við frammistöðu sinna drengja sem steinlágu fyrir FH í kvöld, 31-25. Handbolti 11.3.2010 21:53
Fram vann Val - HK upp í annað sæti með sigri á Gróttu Góður lokasprettur Fram tryggði liðinu sigur gegn Valsmönnum í N1-deildinni í kvöld. Framarar unnu 26-25 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik og nældu í dýrmæt stig í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Handbolti 11.3.2010 21:14
Umfjöllun: FH svaraði loksins fyrir sig FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Handbolti 11.3.2010 20:56
Þorgerður og Lúðvík bæjarstjóri á grillinu í Krikanum Það er þjóðhátíð í Hafnarfirði í kvöld þegar FH tekur á móti Haukum í Krikanum. Venju samkvæmt verða þekktir einstaklingar á grillinu og munu þeir grilla hamborgara ofan í svanga Hafnfirðinga. Handbolti 11.3.2010 14:15
Handboltastríð Hafnarfjarðar - fjórði þáttur í kvöld Það verður stórleikur í Kaplakrika í kvöld í þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast í fjórða sinn á þessu tímabili. Íslands- og bikarmeistarar Hauka eru á toppi N1-deildar karla og hafa unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur en allir leikirnir hafa samt verið jafnir og æsispennandi. Handbolti 11.3.2010 14:00
Alfreð til Noregs Handknattleiksþjálfarinn Alfreð Örn Finnsson tekur við norska handknattleiksliðinu Volda næsta sumar. Handbolti 10.3.2010 15:30