Handbolti

Guðjón Valur með átta mörk - Löwen vann er áfram efst

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Kiel í kvöld ásamt Filip Jicha þegar liðið vann 17 marka stórsigur á Hannover-Burgdorf, 37-20, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Rhein-Neckar Löwen er samt áfram í toppsæti deildarinnar eftir 34-26 sigur í Íslendingaslag.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum

Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti.

Handbolti

Spennandi starf gæti lokkað Kristján út

FH skreið inn í úrslitakeppni Olís-deildar karla en er nú aðeins einum sigri frá því að senda deildarmeistara Hauka í sumarfrí. Það hefur orðið stökkbreyting á leik FH-liðsins síðan Kristján Arason kom til þess að aðstoða þjálfarateymið.

Handbolti

Kristinn hættur hjá Volda

Kristinn Guðmundsson, fyrrum þjálfari HK, er hættur sem þjálfari hjá norska félaginu Volda en hann hóf störf þar síðasta sumar.

Handbolti

Kiel fór örugglega áfram

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu stórsigur, 34-26, á Metalurg Skopje á heimavelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti

Barcelona áfram á útivallarmörkum

Barcelona komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu i handbolta eftir sjö marka sigur, 31-24, á Rhein-Neckar Löwen í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum keppninnar í kvöld.

Handbolti

Flensburg í undanúrslitin

Þýska liðið Flensburg er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta, þrátt fyrir 27-25 tap gegn Vardar Skopje í Makedóníu í dag.

Handbolti

Veszprém sló Paris SG út

Franska liðið Paris SG tapaði í dag á útivelli fyrir ungverska liðinu Veszprém, 31-26, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Handbolti

Lackovic til Vardar Skopje

Króatíski handknattleiksmaðurinn Blazenko Lackovic gengur í raðir makedónska félagsins Vardar Skopje frá þýska liðinu Hamburg að tímabilinu loknu.

Handbolti

Frestar aðgerð út af úrslitakeppninni

"Það á ekki af mér að ganga. Ég fékk heiftarlegt gallsteinakast á skírdag og átti að fara beint í aðgerð. Ég afþakkaði það pent,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, lykilleikmaður í liði Vals, en hún ætlar að reyna að harka af sér og klára úrslitakeppnina.

Handbolti