Handbolti

Fram aftur eitt á toppnum

Fram lagði Fylki með níu marka mun 29-20 í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Fram er því aftur eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Handbolti

Kiel lagði PSG án Arons

Þýskalandsmeistarar Kiel í handbolta lögðu franska stórliðið PSG 33-29 í toppleik A-riðil í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld í Þýskalandi.

Handbolti

Valur vann öruggan sigur á HK

Valur átti í engum vandræðum með að leggja HK í 12. umferð Olís deildar karla í handbolta í dag. Valur vann tólf marka sigur 37-25 en staðan í hálfleik var 18-11.

Handbolti

Guif stendur vel að vígi

Sænska liðið Eskilstuna Guif sem Kristján Andrésson þjálfar stendur vel að vígi eftir átta marka sigur á spænska liðinu Bada Huesca 32-24 í fyrri leik liðanna í þriðju umferð EHF-bikarsins í Svíþjóð í dag.

Handbolti

Vignir skoraði fjögur í naumu tapi

Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland sem tapaði naumlega 25-23 fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dag.

Handbolti

Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur.

Handbolti

Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til

Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar.

Handbolti

Hafnarfjarðarliðin mætast í níunda sinn á árinu 2014

Stórleikur kvöldsins í Olís-deild karla er heimsókn FH-inga til Hauka í Schenker-höllina á Ásvöllum. Leikur Hafnarfjarðarliðanna hefst klukkan 20.00. Það er jafnan mikil hátíð í Hafnarfirði í kringum leiki liðanna enda erfitt að finna meiri ríg milli félaga á Íslandi.

Handbolti