Innlent Alelda jeppi í Garðabæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í jeppa á Reykjanesbraut í norðurátt við Hnoðraholt í Garðabæ um klukkan 7:30 í morgun. Innlent 18.4.2023 08:05 Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tannlækninga 7,1 milljarður Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tannviðgerða og tannréttinga nam 7,1 milljarði króna í fyrra. Þar af voru 450 milljónir vegna tannréttinga. Útgjöldin hafa farið síhækkandi frá 2014, þegar þau voru 2,2 milljarðar króna. Innlent 18.4.2023 06:52 Pantaði tvívegis veitingar og neitaði að greiða fyrir þær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvívegis í gær afskipti af einstakling sem pantaði veitingar á veitingastöðum í póstnúmerinu 108 en neitaði svo að greiða fyrir þær. Innlent 18.4.2023 06:35 Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. Innlent 17.4.2023 23:23 Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. Innlent 17.4.2023 23:00 Konan sem lögregla lýsti eftir fannst heil á húfi Uppfært 9:00: Konan sem lögregla lýst eftir fundin heil á húfi. Innlent 17.4.2023 22:42 Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Innlent 17.4.2023 22:02 Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld. Innlent 17.4.2023 21:16 Skera niður á morgun Fé frá Syðri-Urriðaá verður fellt á morgun, þar sem búið er að leysa förgunarvanda sem varð til þess að ekki var hægt að hefja niðurskurð í dag. Innlent 17.4.2023 21:09 Háskólinn glímir við gervigreindina Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. Innlent 17.4.2023 20:39 Enginn kannast við mann sem framdi vopnað rán í Innri-Njarðvík Laust fyrir klukkan 15 í dag ruddist maður með hettu, sólgleraugu, grímu fyrir vitum og vopnaður hnífi inn í Stapagrill í Innri-Njarðvík og ógnaði starfsfólki. Hann komst á brott með reiðufé úr afgreiðslukassa sjoppunnar. Innlent 17.4.2023 18:53 Tilgangur kærunnar í Blönduósmálinu ekki að koma höggi á aðra aðstandendur Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, mannsins sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana á Blönduósi í ágúst á síðasta ári, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sinnar um að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á máli hans. Brynjar Þór lést eftir árásina. Fjölskyldan vill að allt verði gert til að varpa ljósi á málið og segir ætlunina ekki vera að koma höggi á aðra sem eigi um sárt að binda vegna málsins. Innlent 17.4.2023 18:19 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum. Hún kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.4.2023 18:00 Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. Innlent 17.4.2023 16:44 Íbúar á Austurlandi duglegri við að ganga í hjúskap Alls gengu 4.416 einstaklingar í hjúskap hér á landi árið 2022. 39,2 prósent þeirra gerðu það hjá Þjóðkirkjunni. Íbúar á Austurlandi voru líklegri en aðrir til að ganga í hjúskap á árinu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru duglegri að ganga frá lögskilnaði en aðrir. Innlent 17.4.2023 16:23 Forseti Íslands ræddi um bómullarforeldra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi um snjóruðningsforeldra, þyrluforeldra og Excel-foreldra, sem saman mynda bómullarforeldra, þegar hann ávarpaði nemendur og gesti á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni í vikunni. Innlent 17.4.2023 15:38 Bein útsending: Ræðir við landsmenn um sjálfbært Ísland Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Innlent 17.4.2023 15:00 Gísli Snær segir ekki litið til þess hvar eigi að sýna afurðina Gísli Snær Erlingsson hjá Kvikmyndamiðstöð segir það rangt hjá Magnúsi Ragnarssyni hjá Símanum að horft sé til þess hvar sýna eigi þætti sem styrktir hafa verið af Kvikmyndasjóði. Styrkirnir séu ekki til sjónvarpsstöðvanna heldur er litið fyrst og síðast til möguleika handritsins. Innlent 17.4.2023 14:24 Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. Innlent 17.4.2023 14:08 Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Innlent 17.4.2023 14:03 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Innlent 17.4.2023 13:35 Hópur íbúa ræðir að koma sóknarnefndinni frá á aðalfundi á morgun Fundað hefur verið um það meðal hóps íbúa í Kópavogi að koma sóknarnefnd Digraneskirkju frá. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju verður haldinn klukkan 20 annað kvöld. Innlent 17.4.2023 13:28 Herðist á rembihnútnum sem Lindarhvolsmálið er í Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi var gestur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þar var Lindarhvolsmálið enn og aftur til umfjöllunar. Innlent 17.4.2023 12:17 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um vandræði hjá notendum kreditkorta um helgina en fjölmargir hafa lent í því að vitlaust hafi verið rukkað fyrir færslur þar sem aukastafir hafa færst til. Innlent 17.4.2023 11:37 Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning við ríkið Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu nú í morgun undir nýjan kjarasamning við ríkið í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. Innlent 17.4.2023 11:06 Tindur fékk lifrarpylsu sem þakklætisvott eftir níu ára þjónustu Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur hefur lokið þjónustu sinni hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar hefur hann verið í níu ár en sem þakklætisvott fékk hann frá samstarfsfólki sínu lifrarpylsu. Innlent 17.4.2023 10:50 Fyrsta kjaftasagan hafi farið á flug skömmu eftir tilkynningu lögreglu Bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar segist vona að færsla sem hann skrifaði á Facebook-síðu sína um helgina muni koma í veg fyrir að hlutir endurtaki sig í starfsumhverfi þjálfara á Íslandi. Hann segir fyrstu kjaftasöguna um bróður sinn hafa farið á flug sex tímum eftir að lögreglan lýsti eftir honum. Innlent 17.4.2023 10:18 Bein útsending: Norræn sveitarfélög og loftslagsbreytingar Rætt verður hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum geta undirbúið sig undir áhrif og afleðingar loftslagsbreytinga á norrænni ráðstefnu sem Veðurstofan og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur í dag. Streymt verður frá ráðstefnunni á Vísi og hefst dagskráin klukkan 9:00. Innlent 17.4.2023 08:39 Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stendur Veðurstofa Íslands, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, fyrir norrænni ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23. Innlent 17.4.2023 08:00 Nuddari ákærður fyrir nauðgun Héraðssaksóknari hefur ákært nuddara fyrir að hafi í starfi sínu nauðgað konu á heimili hennar. Honum er gefið að sök að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konuna án hennar samþykkis, með því að kyssa bak hennar, nudda hana milli rasskinna, nudda kynfæri hennar utan klæða og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Innlent 17.4.2023 08:00 « ‹ ›
Alelda jeppi í Garðabæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í jeppa á Reykjanesbraut í norðurátt við Hnoðraholt í Garðabæ um klukkan 7:30 í morgun. Innlent 18.4.2023 08:05
Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tannlækninga 7,1 milljarður Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tannviðgerða og tannréttinga nam 7,1 milljarði króna í fyrra. Þar af voru 450 milljónir vegna tannréttinga. Útgjöldin hafa farið síhækkandi frá 2014, þegar þau voru 2,2 milljarðar króna. Innlent 18.4.2023 06:52
Pantaði tvívegis veitingar og neitaði að greiða fyrir þær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvívegis í gær afskipti af einstakling sem pantaði veitingar á veitingastöðum í póstnúmerinu 108 en neitaði svo að greiða fyrir þær. Innlent 18.4.2023 06:35
Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. Innlent 17.4.2023 23:23
Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. Innlent 17.4.2023 23:00
Konan sem lögregla lýsti eftir fannst heil á húfi Uppfært 9:00: Konan sem lögregla lýst eftir fundin heil á húfi. Innlent 17.4.2023 22:42
Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Innlent 17.4.2023 22:02
Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld. Innlent 17.4.2023 21:16
Skera niður á morgun Fé frá Syðri-Urriðaá verður fellt á morgun, þar sem búið er að leysa förgunarvanda sem varð til þess að ekki var hægt að hefja niðurskurð í dag. Innlent 17.4.2023 21:09
Háskólinn glímir við gervigreindina Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. Innlent 17.4.2023 20:39
Enginn kannast við mann sem framdi vopnað rán í Innri-Njarðvík Laust fyrir klukkan 15 í dag ruddist maður með hettu, sólgleraugu, grímu fyrir vitum og vopnaður hnífi inn í Stapagrill í Innri-Njarðvík og ógnaði starfsfólki. Hann komst á brott með reiðufé úr afgreiðslukassa sjoppunnar. Innlent 17.4.2023 18:53
Tilgangur kærunnar í Blönduósmálinu ekki að koma höggi á aðra aðstandendur Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, mannsins sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana á Blönduósi í ágúst á síðasta ári, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sinnar um að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á máli hans. Brynjar Þór lést eftir árásina. Fjölskyldan vill að allt verði gert til að varpa ljósi á málið og segir ætlunina ekki vera að koma höggi á aðra sem eigi um sárt að binda vegna málsins. Innlent 17.4.2023 18:19
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum. Hún kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.4.2023 18:00
Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. Innlent 17.4.2023 16:44
Íbúar á Austurlandi duglegri við að ganga í hjúskap Alls gengu 4.416 einstaklingar í hjúskap hér á landi árið 2022. 39,2 prósent þeirra gerðu það hjá Þjóðkirkjunni. Íbúar á Austurlandi voru líklegri en aðrir til að ganga í hjúskap á árinu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru duglegri að ganga frá lögskilnaði en aðrir. Innlent 17.4.2023 16:23
Forseti Íslands ræddi um bómullarforeldra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi um snjóruðningsforeldra, þyrluforeldra og Excel-foreldra, sem saman mynda bómullarforeldra, þegar hann ávarpaði nemendur og gesti á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni í vikunni. Innlent 17.4.2023 15:38
Bein útsending: Ræðir við landsmenn um sjálfbært Ísland Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Innlent 17.4.2023 15:00
Gísli Snær segir ekki litið til þess hvar eigi að sýna afurðina Gísli Snær Erlingsson hjá Kvikmyndamiðstöð segir það rangt hjá Magnúsi Ragnarssyni hjá Símanum að horft sé til þess hvar sýna eigi þætti sem styrktir hafa verið af Kvikmyndasjóði. Styrkirnir séu ekki til sjónvarpsstöðvanna heldur er litið fyrst og síðast til möguleika handritsins. Innlent 17.4.2023 14:24
Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. Innlent 17.4.2023 14:08
Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Innlent 17.4.2023 14:03
Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Innlent 17.4.2023 13:35
Hópur íbúa ræðir að koma sóknarnefndinni frá á aðalfundi á morgun Fundað hefur verið um það meðal hóps íbúa í Kópavogi að koma sóknarnefnd Digraneskirkju frá. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju verður haldinn klukkan 20 annað kvöld. Innlent 17.4.2023 13:28
Herðist á rembihnútnum sem Lindarhvolsmálið er í Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi var gestur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þar var Lindarhvolsmálið enn og aftur til umfjöllunar. Innlent 17.4.2023 12:17
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um vandræði hjá notendum kreditkorta um helgina en fjölmargir hafa lent í því að vitlaust hafi verið rukkað fyrir færslur þar sem aukastafir hafa færst til. Innlent 17.4.2023 11:37
Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning við ríkið Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu nú í morgun undir nýjan kjarasamning við ríkið í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. Innlent 17.4.2023 11:06
Tindur fékk lifrarpylsu sem þakklætisvott eftir níu ára þjónustu Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur hefur lokið þjónustu sinni hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar hefur hann verið í níu ár en sem þakklætisvott fékk hann frá samstarfsfólki sínu lifrarpylsu. Innlent 17.4.2023 10:50
Fyrsta kjaftasagan hafi farið á flug skömmu eftir tilkynningu lögreglu Bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar segist vona að færsla sem hann skrifaði á Facebook-síðu sína um helgina muni koma í veg fyrir að hlutir endurtaki sig í starfsumhverfi þjálfara á Íslandi. Hann segir fyrstu kjaftasöguna um bróður sinn hafa farið á flug sex tímum eftir að lögreglan lýsti eftir honum. Innlent 17.4.2023 10:18
Bein útsending: Norræn sveitarfélög og loftslagsbreytingar Rætt verður hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum geta undirbúið sig undir áhrif og afleðingar loftslagsbreytinga á norrænni ráðstefnu sem Veðurstofan og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur í dag. Streymt verður frá ráðstefnunni á Vísi og hefst dagskráin klukkan 9:00. Innlent 17.4.2023 08:39
Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stendur Veðurstofa Íslands, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, fyrir norrænni ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23. Innlent 17.4.2023 08:00
Nuddari ákærður fyrir nauðgun Héraðssaksóknari hefur ákært nuddara fyrir að hafi í starfi sínu nauðgað konu á heimili hennar. Honum er gefið að sök að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konuna án hennar samþykkis, með því að kyssa bak hennar, nudda hana milli rasskinna, nudda kynfæri hennar utan klæða og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Innlent 17.4.2023 08:00