Innlent

Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag.

Innlent

Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum

Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum.

Innlent

Hús sprakk í óveðri á Siglufirði

Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði í gær og nótt og viðbúið er að svo verði áfram, fram eftir degi og til kvölds. Í gærkvöldi reif vindhviða þak af húsi við Aðalgötu.

Innlent

„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans

Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi.

Innlent

Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis

Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Innlent

Óttast ekki að fleiri fái ó­verð­skuldaðar gráður

Nýtt fyrirkomulag við fjármögnun háskólanna var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir að það skili auknum gæðum í íslensku háskólanámi. Forseti landssamtaka íslenskra stúdenta óttast að það verði til þess að færri komist í háskóla en fyrir breytingu.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Á fjórða tug húsa á Seyðisfirði hafa verið rýmd vegna úrkomuspár og hættustig almannavarna hefur tekið gildi. Við verðum í beinni frá björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við fulltrúa almannavarna.

Innlent

Fjölgar í nýrri stjórn SÍF

Embla Möller, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík, hefur verið kosin forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Kosning fór fram á aðalþingi sambandsins í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn. Þangað voru komnir saman um sextíu fulltrúar frá nemendafélögum framhaldsskólanna víðs vegar af landinu.

Innlent

Grípa til rýminga á Seyðisfirði

Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða.

Innlent

Ætla sér að finna nýjan stað fyrir Lilla­róló

Til stendur að reisa íbúðabyggingu á lóðinni við Höfðatún á Hólmavík þar sem hinn svokallaði Lillaróló hefur staðið um árabil og er ljóst að finna þarf nýjan stað undir leikvöllinn. Tveir staðir hafa helst verið nefndir til sögunnar sem mögulegar framtíðarstaðsetningar fyrir Lillaróló.

Innlent

Heimilis­of­beldi ekki talið brot í nánu sam­bandi

Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárásir í garð þáverandi sambýliskonu sinnar. Dómari taldi háttsemi hans ekki falla undir nýlegt lagaákvæði um brot í nánu sambandi.

Innlent

Hvetja til opinnar umræðu án fordóma

Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi.

Innlent

„Kerfið hefur leitt til ákveðinnar sóunar“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem hún segir forsendu þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Gagnsæi hins nýja fyrirkomulags tryggi það að skólarnir sjái að meiri og betri árangur skili þeim auknu fjármagni.

Innlent

Ráðstefnubærinn Siglufjörður – líf og störf heimamanna fylgir með

Um hundrað manna ráðstefna Evrópsku Kítinsamtakanna, „EUCHIS 2023“ fór fram á Siglufirði í síðustu viku dagana 11. til 14. september. Samtökin eru leiðandi á heimsvísu í kítíniðnaðnum og sóttu rúmlega hundrað vísindamenn og fólk úr nýsköpunargeiranum vítt og breitt um heiminn ráðstefnuna, sem þótti takast einstaklega vel. 

Innlent

Viktor Pétur nýr formaður SUS

Viktor Pétur Finnsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og formaður Stefnis FUS í Hafnarfirði, var kjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna af fulltrúum aðildarfélaga á 47. Sambandsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sem fram fór á Hótel Selfoss um helgina.

Innlent

„Það hefur fennt yfir, en sárið er ekki gróið“

Gunnar Alexander Ólafsson, aðstandandi konu sem lést eftir röð mistaka á Landspítala árið 2013, segist hafa ákveðið að halda erindi um málið til þess að unnt verði að draga lærdóm af því og að slíkt muni ekki endurtaka sig.

Innlent

Óttast að and­leg veikindi hafi tekið sig upp á ný

Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 

Innlent

Blöskraði aga­leysið í grunn­skólanum og breytti um stefnu

„Því miður er orðið minna og minna um að börn og unglingar og, þá sér í lagi strákar, fái að tuskast aðeins til og kynnast sínum eigin styrk og veikleikum,“ segir Sigursteinn Snorrason baradagalistaþjálfari og eigandi bardagaskólans Mudo Gym. Sigursteinn varð fyrir einelti í grunnskóla og var það ein stærsta ástæða þess að hann byrjaði að æfa bardagalistir.

Innlent

Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum

Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng.

Innlent