Erlent

Hefur kært Dick Cheney fyrir að leka til fjölmiðla

Valerie Plame, fyrrverandi njósnari hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hefur lagt fram kæru á Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, Karl Rove, ráðgjafa Bandaríkjaforseta, og fleiri embættismenn Hvíta hússins í Washington. Hún sakar þá um að hafa skipulagt hvíslherferð með það að markmiði að eyðileggja feril hennar hjá leyniþjónustunni.

Erlent

Hugarorkan er hreyfiafl

Erlent Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að græða nema og senditæki í heila lamaðs manns sem gera það að verkum að hann getur hreyft músarbendil á tölvuskjá og stjórnað sjónvarpi og vélmenni með hugarorkunni.

Erlent

Hill verður sóttur til saka

Hinn tvítugi varnarliðsmaður, Calvin Hill, sem grunaður er um morðið á flug­liðanum Ashley Turner þann 14. ágúst á varnarsvæðinu í Keflavík, verður sóttur til saka fyrir morðið, en verjendur hans höfðu reynt að fá málinu vísað frá vegna formgalla.

Erlent

Gagnrýndi bændastyrki

Vladimír Pútín gagnrýndi ríkari lönd heims í gær fyrir að sýna tvískinnung í málefnum þróunarríkja og hvatti þau til að láta að því verða að lækka styrki og niðurgreiðslur til landbúnaðarafurða og losa um höft á innflutningi þeirra.

Erlent

Skila ekki hræinu

Milliríkjadeilan um björninn Brúnó, sem ráfaði yfir Alpana til Þýskalands og var skotinn af veiðimönnum, hefur náð nýjum hæðum, en þýsk yfirvöld neita nú að skila hræinu til heimalands bjarnarins, Ítalíu. Brúnó var skotinn að ósk yfirvalda sem óttuðust að hann myndi ráðast á menn, en hann hafði drepið kindur og kanínur á ferðum sínum um Bæjaraland.

Erlent

Eitt af hverjum 100 börnum

Samkvæmt nýrri breskri rannsókn er eitt af hverjum 100 börnum í Bretlandi einhverft. Þetta er mun hærri tala en áður hefur verið stuðst við, en fyrir tíunda áratuginn töldu sérfræðingar að á hverja 10.000 íbúa Bretlands væru fjögur til fimm tilfelli af einhverfu.

Erlent

Dæmdur í ellefu ára fangelsi

Barnaníðingur, sem gengið hefur undir nafninu Alexöndru-maðurinn í sænskum fjölmiðlum, var í Malmö í gær dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa misnotað 58 unglingsstúlkur. Þetta kemur fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter.

Erlent

Olíuverð hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í morgun vegna óróans fyrir botni Miðjarðarhafs. Allt útlit er fyrir að bensínverð hækki enn á ný hér á landi strax eftir helgi.

Erlent

Juventus dæmt niður og svipt tveimur titlum

Ítalska stórliðið Juventus hefur verið dæmt niður í B-deildina þar í landi og verður svipt meistaratitlunum tveimur sem liðið vann í ár og í fyrra og missir þar með sitt sæti í Meistaradeild Evrópu.

Erlent

Flugskeytum rignir yfir Líbanon

Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn.

Erlent

Öryggisráð Sþ á neyðarfundi

Ísraelsmenn hafa gert harðar árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í dag vegna ástandsins. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar.

Erlent

Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig

Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar.

Erlent

Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai

Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar.

Erlent

Tveir grunaðir um ódæðið

Yfirvöld á Indlandi birtu í gær nöfn tveggja ungra manna sem grunaðir eru um hryðjuverk vikunnar, sem urðu um tvöhund­ruð manns að bana. Andhryðjuverkasveit ríkisstjórnarinnar dreifði myndum af mönnunum til fjölmiðla ásamt nöfnum þeirra. Þeir heita Sayyad Zabiuddin og Zulfeqar Fayyaz, en tilkynningunni fylgdu engar frekari upplýsingar um þá.

Erlent

Heillavænleg langtímaáhrif

Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við John Hopkins-háskólann í Baltimore gerðu á áhrifum ofskynjunarsveppa á menn hafa komið þeim í opna skjöldu.

Erlent

Bandaríska þingið á leik

Örlög fanga bandaríska hersins á Kúbu eru komin til kasta Bandaríkjaþings. Bandaríkjastjórn hefur tekið nýja stefnu og veitt þeim stöðu stríðsfanga.

Erlent

Þykir áfall fyrir Tony Blair

Breska lögreglan hefur yfirheyrt 48 manns í tengslum við ásakanir um að Tony Blair forsætisráðherra hafi séð til þess að fjársterkir einstaklingar fengju sæti í lávarðadeild breska þingsins í skiptum fyrir veglegan fjárstuðning við Verkamannaflokkinn.

Erlent

Dick Cheney stefnt

Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar.

Erlent

Þúsundir berjast við bálið

Reykjarmökkur liggur nú yfir Yuccadalnum í Kaliforníu, þar sem skógareldar geysa, um 160 kílómetra austur af Los Angeles. Fjöldi íbúðarhúsa hefur brunnið og hundruðum manna hefur verið skipað að yfirgefa híbýli sín.

Erlent

Ísraelsher hélt áfram árásum á Líbanon

Líbanska ríkisstjórnin hefur óskað eftir vopnahléi, en án árangurs. Valdamenn um allan heim hvetja Ísraelsher og Hezbollah til að draga úr ofbeldinu. Fimmtíu óbreyttir Líbanar fórust í árásunum í gær, þar af mörg börn.

Erlent

Harðar árásir á Líbanon

Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Ísraelar létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við.

Erlent

Konur lesa ekki leiðbeiningarbæklinga

Þrjár af hverjum fjórum konum kunna ekki á farsímann sinn, samkvæmt rannsókn breska fyrirtækisins Comet, sem fjallað er um á fréttasíðu skoska blaðsins Evening Times.

Erlent

Halda sig inni á hótelherbergi

„Við erum heilir á húfi, við höfum haldið okkur inni á hótelinu síðan loftárásirnar hófust,“ segir Már Þórarinsson, einn fjögurra flugvirkja sem eru á vegum Atlanta flugfélagsins í Beirút í Líbanon, en Ísraelsher gerði loftárásir á Rafik Hariri flugvöllinn þar í gær. Mennirnir, þrír Íslendingar og einn Belgi, eru þar staddir við vinnu á Airbus fraktvél félagsins.

Erlent

Beittu neitunarvaldinu á ný

Neitunarvaldi var beitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti í tvö ár í gær þegar Bandaríkin komu í veg fyrir að tillaga Katar og ýmissa Arabaríkja um aðgerðir Ísraelshers á Gaza-ströndinni, yrði að formlegri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Sameinast í harðri andstöðu

Í næsta mánuði stóð til að samkynhneigðir í Ísrael myndu efna til alþjóðlegrar göngu í Jerúsalem. Gangan átti að verða raunverulegt sameiningarafl hinna andstæðu trúarhópa í þessari stríðshrjáðu borg.

Erlent