Erlent Ísraelar áforma stóraukinn landhernað Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti í gær áform hersins um að sækja allt að þrjátíu kílómetra inn í Líbanon. Alþjóðasamfélagið reynir áfram að koma á vopnahléi. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna birtist óvænt í Beirút. Erlent 10.8.2006 07:00 Gyðingar reiðir Norski rithöfundurinn Jostein Gaarder sætir mikilli gagnrýni í heimalandi sínu fyrir grein sem hann skrifaði í Aftenposten á laugardag. Í greininni segir hann Ísrael hafa misst lögmæti sitt sem ríki sakir óheflaðs hernaðar. Norskir gyðingar gagnrýna greinina harðlega og kalla hana versta texta síðan Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf. Gaarder gerði stólpagrín að þeirri hugmynd að guð hafi „valið ákveðna þjóð sem uppáhald, gefið henni kjánalegar steintöflur“. Erlent 10.8.2006 06:45 Geldur fyrir stríðsstuðning Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður demókrata í þrjú kjörtímabil, náði ekki kosningu í forkjöri Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gær. Hann verður því ekki þingframbjóðandi flokksins í Connecticut-ríki fyrir nóvemberkosningarnar, heldur þarf að bjóða fram í eigin nafni. Fyrir einungis þremur árum var Lieberman varaforsetaefni flokksins. Erlent 10.8.2006 06:30 Gosið fitar Mikil neysla gosdrykkja og annara sætra drykkja seinustu fjóra áratugina er ein helsta ástæða gríðarlegs offituvandamáls bandarísku þjóðarinnar, kemur fram í niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar sem gerð var við Harvard-háskólann. Sýnir hún að einn sætur gosdrykkur á dag getur valdið allt að sjö kílóa þyngdaraukningu á einu ári. Erlent 10.8.2006 06:00 Hyggst mæta í Yasukuni-hof Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í gær að hann vildi standa við loforð sitt um að biðjast fyrir í Yasukuni-hofinu hinn 15. ágúst, daginn sem Japanar gáfust upp árið 1945. Erlent 10.8.2006 06:00 Ráðist á hjálparstarfsmenn á Srí Lanka Srí Lanka, ap Sprengja varð fimm manns að bana á yfirráðasvæði Tamílatígra í norðurhluta Srí Lanka seint á þriðjudagskvöld. Fólkið var í sjúkrabíl og meðal þeirra sem létust voru tvær hjúkrunarkonur og einn læknir. Erlent 10.8.2006 05:15 Njósnað um Bretaprins Lögreglan handtók þrjá menn í gær vegna gruns um að þeir hafi staðið fyrir hlerunum í símakerfi skrifstofu Karls Bretaprins. Einum manni á sextugsaldri var sleppt eftir yfirheyrslur en lögreglan segir hann þó ekki lausan allra mála; hann verði kallaður til yfirheyrslu á ný. Einn hinna handteknu mun vera ritstjóri konunglegra tíðinda á slúðurblaðinu breska News of the World. Erlent 10.8.2006 05:00 Ísraelski herinn eflir árásir sínar Ísraelski herinn efldi í kvöld árásir sínar í suðurhluta Líbanon eftir að stjórvöld í Ísrael samþykktu að auka landhernað sinn í Líbanon. Erlent 9.8.2006 22:38 Þrír handteknir grunaðir um að hlera bresku konungsfjölskylduna Breska lögreglan hefur handtekið þrjá menn, þar af einn blaðamann, vegna gruns um að þeir hafi hlerað síma konungsfjölskyldunnar. Málið er litið alvarlegum augum enda er ekki útilokað að það teygi anga sína víðar. Erlent 9.8.2006 19:30 Leiberman tapaði í forkosningum demókrataflokksins Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Lieberman tapaði í gær í forkosningum demókrataflokksins í Connecticut fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða í haust. Erlent 9.8.2006 19:20 Njósnari dæmdur í 13 ára fangelsi Rússneskur herdómstóll dæmdi í dag Sergej Skripal, ofursta í 13 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Breta. Erlent 9.8.2006 19:13 Ekki búist við að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna álykti fyrr en á morgun Þúsund Líbanar og hundrað Ísraelar hafa látið lífið í átökum undanfarinna vikna fyrir botni Miðjarðarhafs, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Ekki er búist við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti komið sér saman um ályktun til að binda endi á átökin fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Erlent 9.8.2006 19:05 Síamstvíburar aðskildir Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum segja það hafa gengið framar vonum að aðskilja tvíburasysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem voru samvaxnar fyrir neðan mitti. Aðgerðin var framkvæmd í gær og tók sextán klukkutíma. Erlent 9.8.2006 18:46 Íslenskur mótmælandi í stofufangelsi í Jerúsalem Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael. Erlent 9.8.2006 12:15 Ótrygg söfn í Rússlandi Tilviljun ein réði því að stjórnendur ríkissafnsins í Rússlandi uppgötvuðu að búið var að stela mörg hundruð teikningum eftir virtan rússneskan arkitekt sem voru í eigu safnsins. Upp komst um þjófnaðinn þegar reynt var að selja níu teikningar eftir arkitektinn Yakov Chernkhov á uppboði í Bretlandi í júní. Ekki er vitað nákvæmlega hve mörgum teikningum var stolið en síðan í júní hafa hátt í þrjú hundruð til viðbótar fundist á mörkuðum í Rússlandi og annars staðar og eru þær samanlagt metnar á níutíu og tvær milljónir króna. Erlent 9.8.2006 10:30 Ástralir fjölga í herliði sínu í Afganistan Áströlsk stjórnvöld hafa ákveðið að senda hundrað og fimmtíu hermenn til Afganistan til viðbótar þeim sem þar eru fyrir. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti þetta í morgun. Liðnir mánuðir hafa verið einhverjir þeir blóðugustu í Afganistan síðan fjölþjóðlegt herlið, undir forystu Bandaríkjamanna, steypti stjórn Talíbana árið 2001. Árásir Talíbana í suðri hafa verið nær daglegur viðburður síðustu vikur og kostað fjölmarga lífið. Erlent 9.8.2006 10:00 Hætta á sprengigosi í Mayon Eldfjallasérfræðingar segja hættu á sprengigosi í eldfjallinu Mayon á Filippseyjum, en svo virðist sem eitthvað hafi stöðvað gasflæði frá fjallinu sem hefur gert vart við sig á síðustu dögum. Þetta gæti þýtt að eitthvað hafi stíflað fjallið og spenna magnist þannig að ef gjósi verði eldgos í fjallinu kröftugra en ella. Sérfræðingar benda þó á að þetta gæti einnig þýtt að fjallið hafi hægt á sér. Hættuástandi var lýst yfir á mánudaginn þar sem óttast var að eldgos væri á næsta leyti. Búið er að flytja um fjörutíu þúsund íbúa í tuttugu og fimm þorpum nálægt Mayon á brott frá heimilum sínum. Ekki hafa þó allir flúið heimili sín og margir íbúar við rætur eldfjallsins hafa neitað að færa sig um set. Erlent 9.8.2006 09:30 Ísraelar flýja norðurhluta landsins Fleiri Ísraelar hafa nú flúið þorp og bæi í Norður-Ísrael, en Hizbollah-skæruliðar hafa látið flugskeytum rigna yfir svæðið síðustu daga. Ísraelsk stjórnvöld hafa aðstoðað fólk við að flytja sig um set og hafa boðist til að veita því fjárhagsaðstoð vegna flutninganna. Stjórnvöld hafa tryggt um tuttugu þúsund manns tímabundið húsaskjól. Um það bil þrjú hundruð þúsund íbúar í Norður-Ísrael höfðu þegar yfirgefið heimili sín fyrir brottflutninginn í gær. Það voru að mestu einungis fátækir og sjúkir auk gamalmenna sem sátu eftir. Erlent 9.8.2006 08:52 Líbanar bjóðast til að senda herlið til suðurhlutans Ísraelsk stjórnvöld ákveða í dag hvort herlið þeirra verður sent lengra inn í Líbanon til að berjast við Hizbollah-skæruliða. Frakkar og Bandaríkjamenn endurskoða nú uppkast sitt að ályktun sem lögð verður fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að binda enda á átökin í Líbanon. Erlent 9.8.2006 08:07 Segir Íslendinga hafa keypt gullmola Danska blaðið Jótlandspósturinn segir að Íslendingar hafi keypt gullmola í danska iðnaðinum með kaupunum á Skanvægt um helgina. Í undirfyrirsögn segir að fyrst hafi það verði stórmagasín, síðan flugfélög, dagblaðsútgáfa og nú sé röðin komin að kaupum Íslendinga á iðnaðarfyrirtækjum. Reyndar gleymir blaðið að Íslendingar eiga líka orðið umtalsverðan hlut í dönsku bjórframleiðslunni og eru orðnir umsvifamiklir í fasteignarekstri í Kaupmannahöfn. Erlent 8.8.2006 13:45 Framtíð friðargæslu á Sri Lanka rædd Framtíð friðargæslu á Srí Lanka ræðst á næstu dögum en sendifulltrúi norræna eftirlitsins fundar með fulltrúum stríðandi fylkinga fram eftir vikunni. Tveir hjálparstarfsmenn fundust myrtir í bænum Muttur í morgun. Erlent 8.8.2006 13:00 Orðalag ályktunar rætt Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. Erlent 8.8.2006 12:00 Lamaður maður klífur fjall Svo virtist í gær sem langþráður draumur lamaðs Japana myndi rætast þegar hann var kominn langleiðina upp hæsta fjall Sviss. Seiji Uchida lamaðist í umferðaslysi fyrir rúmum tveimur áratugum en þrátt fyrir það hefur hann haft það að markmiði að klífa fjall. Það var svo fyrir nokkru sem ákveðið var að hann legði í ferð upp Breithorn-fjall sem er rúmir fjögur þúsund metrar á hæð. Erlent 8.8.2006 10:00 Síamstvíbuarar gangast undir erfiða aðgerð Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum reyna nú hvað þeir geta til að aðskilja tvíburarsysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem eru samvaxnar fyrir neðan mitti. Kendra og Maliyah eru fjögurra ára. Þær hafa aðeins tvo fætur og eitt nýra. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið reynt að aðskilja síamstvíbura með aðeins eitt nýra. Erlent 8.8.2006 09:45 Forseti Eþíópíu heimsækir flóðasvæði Björgunarmenn hafa leitað eftirlifenda í rústum húsa eftir að skyndiflóð urðu um tvö hundruð manns að bana í Austur-Eþíópíu um liðna helgi. Vatnsflaumurinn skall á húsum í Dire Dawa, 500 km austur af höfuðborginni Addis Ababa, eftir að nálæg á flæddi yfir bakka sínum snemma í gærmorgun. Töluvert hafði rignt á svæðinu. Erlent 8.8.2006 09:30 Endurtalningar krafist Mörg þúsund stuðningsmenn mexíkóska vinstirmannsins Andres Manuel Lopez Obrador komu saman fyrir utan höfuðstöðvar kjörstjórnar í Mexíkó í gær til að krefjast endurtalningar í forsetakosningum þar í landi. Lopez Obrador var í framboði í þeim kosningum og hefur krafist þess að atkvæði verði öll talin að nýju. Kjörstjórn hefur hins vegar úrskurðað að atkvæði frá níu prósent kjörstaða verði talin á ný. Erlent 8.8.2006 09:15 Njósnavél Hizbolla skotin niður Ísraelsher sendi í gærkvöldi frá sér myndband sem sagt er sýna þegar vél ísrelska flughersins skýtur niður fjarstýrða smávél Hizbollah-skæruliða þar sem henni var flogið undan strönd Ísraels. Erlent 8.8.2006 09:00 Lausn í sjónmáli Fulltrúar ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sitja nú á rökstólum og ræða orðalag ályktunar um vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Sendiherra Þjóðverja segir samkomulag í sjónmáli. Að minnsta kosti 49 almennir borgarar féllu í árásum Ísraelshers á Líbanon í gær. Erlent 8.8.2006 08:45 Fleiri hjálparstarsmenn myrtir á Srí Lanka Frönsk hjálparsamtök á Srí Lanka segja að tveir starfsmenn þeirra til viðbótar hafi fundist látnir í bænum Muttur í nótt. Fimmtán aðrir fundust látnir í höfuðstöðvum samtakanna í bænum í gær. Ekki liggur fyrir hvort stjórnarher landsins eða uppreisnarmenn Tamíltígra bera ábyrgð á morðunum en fulltrúar þeirra saka hvorn annan um morðin. Erlent 8.8.2006 08:30 Sprengjuregnið var óþægilega nálægt Harðir bardagar hafa staðið milli stjórnarhers Srí Lanka og Tamíltígra í norðausturhluta Srí Lanka eftir að Tamíltígrar skrúfuðu fyrir vatnsrennsli til bæjarins. Íslenskur friðargæsluliði lenti í skotárás um helgina. Erlent 8.8.2006 07:30 « ‹ ›
Ísraelar áforma stóraukinn landhernað Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti í gær áform hersins um að sækja allt að þrjátíu kílómetra inn í Líbanon. Alþjóðasamfélagið reynir áfram að koma á vopnahléi. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna birtist óvænt í Beirút. Erlent 10.8.2006 07:00
Gyðingar reiðir Norski rithöfundurinn Jostein Gaarder sætir mikilli gagnrýni í heimalandi sínu fyrir grein sem hann skrifaði í Aftenposten á laugardag. Í greininni segir hann Ísrael hafa misst lögmæti sitt sem ríki sakir óheflaðs hernaðar. Norskir gyðingar gagnrýna greinina harðlega og kalla hana versta texta síðan Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf. Gaarder gerði stólpagrín að þeirri hugmynd að guð hafi „valið ákveðna þjóð sem uppáhald, gefið henni kjánalegar steintöflur“. Erlent 10.8.2006 06:45
Geldur fyrir stríðsstuðning Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður demókrata í þrjú kjörtímabil, náði ekki kosningu í forkjöri Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gær. Hann verður því ekki þingframbjóðandi flokksins í Connecticut-ríki fyrir nóvemberkosningarnar, heldur þarf að bjóða fram í eigin nafni. Fyrir einungis þremur árum var Lieberman varaforsetaefni flokksins. Erlent 10.8.2006 06:30
Gosið fitar Mikil neysla gosdrykkja og annara sætra drykkja seinustu fjóra áratugina er ein helsta ástæða gríðarlegs offituvandamáls bandarísku þjóðarinnar, kemur fram í niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar sem gerð var við Harvard-háskólann. Sýnir hún að einn sætur gosdrykkur á dag getur valdið allt að sjö kílóa þyngdaraukningu á einu ári. Erlent 10.8.2006 06:00
Hyggst mæta í Yasukuni-hof Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í gær að hann vildi standa við loforð sitt um að biðjast fyrir í Yasukuni-hofinu hinn 15. ágúst, daginn sem Japanar gáfust upp árið 1945. Erlent 10.8.2006 06:00
Ráðist á hjálparstarfsmenn á Srí Lanka Srí Lanka, ap Sprengja varð fimm manns að bana á yfirráðasvæði Tamílatígra í norðurhluta Srí Lanka seint á þriðjudagskvöld. Fólkið var í sjúkrabíl og meðal þeirra sem létust voru tvær hjúkrunarkonur og einn læknir. Erlent 10.8.2006 05:15
Njósnað um Bretaprins Lögreglan handtók þrjá menn í gær vegna gruns um að þeir hafi staðið fyrir hlerunum í símakerfi skrifstofu Karls Bretaprins. Einum manni á sextugsaldri var sleppt eftir yfirheyrslur en lögreglan segir hann þó ekki lausan allra mála; hann verði kallaður til yfirheyrslu á ný. Einn hinna handteknu mun vera ritstjóri konunglegra tíðinda á slúðurblaðinu breska News of the World. Erlent 10.8.2006 05:00
Ísraelski herinn eflir árásir sínar Ísraelski herinn efldi í kvöld árásir sínar í suðurhluta Líbanon eftir að stjórvöld í Ísrael samþykktu að auka landhernað sinn í Líbanon. Erlent 9.8.2006 22:38
Þrír handteknir grunaðir um að hlera bresku konungsfjölskylduna Breska lögreglan hefur handtekið þrjá menn, þar af einn blaðamann, vegna gruns um að þeir hafi hlerað síma konungsfjölskyldunnar. Málið er litið alvarlegum augum enda er ekki útilokað að það teygi anga sína víðar. Erlent 9.8.2006 19:30
Leiberman tapaði í forkosningum demókrataflokksins Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Lieberman tapaði í gær í forkosningum demókrataflokksins í Connecticut fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða í haust. Erlent 9.8.2006 19:20
Njósnari dæmdur í 13 ára fangelsi Rússneskur herdómstóll dæmdi í dag Sergej Skripal, ofursta í 13 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Breta. Erlent 9.8.2006 19:13
Ekki búist við að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna álykti fyrr en á morgun Þúsund Líbanar og hundrað Ísraelar hafa látið lífið í átökum undanfarinna vikna fyrir botni Miðjarðarhafs, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Ekki er búist við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti komið sér saman um ályktun til að binda endi á átökin fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Erlent 9.8.2006 19:05
Síamstvíburar aðskildir Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum segja það hafa gengið framar vonum að aðskilja tvíburasysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem voru samvaxnar fyrir neðan mitti. Aðgerðin var framkvæmd í gær og tók sextán klukkutíma. Erlent 9.8.2006 18:46
Íslenskur mótmælandi í stofufangelsi í Jerúsalem Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael. Erlent 9.8.2006 12:15
Ótrygg söfn í Rússlandi Tilviljun ein réði því að stjórnendur ríkissafnsins í Rússlandi uppgötvuðu að búið var að stela mörg hundruð teikningum eftir virtan rússneskan arkitekt sem voru í eigu safnsins. Upp komst um þjófnaðinn þegar reynt var að selja níu teikningar eftir arkitektinn Yakov Chernkhov á uppboði í Bretlandi í júní. Ekki er vitað nákvæmlega hve mörgum teikningum var stolið en síðan í júní hafa hátt í þrjú hundruð til viðbótar fundist á mörkuðum í Rússlandi og annars staðar og eru þær samanlagt metnar á níutíu og tvær milljónir króna. Erlent 9.8.2006 10:30
Ástralir fjölga í herliði sínu í Afganistan Áströlsk stjórnvöld hafa ákveðið að senda hundrað og fimmtíu hermenn til Afganistan til viðbótar þeim sem þar eru fyrir. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti þetta í morgun. Liðnir mánuðir hafa verið einhverjir þeir blóðugustu í Afganistan síðan fjölþjóðlegt herlið, undir forystu Bandaríkjamanna, steypti stjórn Talíbana árið 2001. Árásir Talíbana í suðri hafa verið nær daglegur viðburður síðustu vikur og kostað fjölmarga lífið. Erlent 9.8.2006 10:00
Hætta á sprengigosi í Mayon Eldfjallasérfræðingar segja hættu á sprengigosi í eldfjallinu Mayon á Filippseyjum, en svo virðist sem eitthvað hafi stöðvað gasflæði frá fjallinu sem hefur gert vart við sig á síðustu dögum. Þetta gæti þýtt að eitthvað hafi stíflað fjallið og spenna magnist þannig að ef gjósi verði eldgos í fjallinu kröftugra en ella. Sérfræðingar benda þó á að þetta gæti einnig þýtt að fjallið hafi hægt á sér. Hættuástandi var lýst yfir á mánudaginn þar sem óttast var að eldgos væri á næsta leyti. Búið er að flytja um fjörutíu þúsund íbúa í tuttugu og fimm þorpum nálægt Mayon á brott frá heimilum sínum. Ekki hafa þó allir flúið heimili sín og margir íbúar við rætur eldfjallsins hafa neitað að færa sig um set. Erlent 9.8.2006 09:30
Ísraelar flýja norðurhluta landsins Fleiri Ísraelar hafa nú flúið þorp og bæi í Norður-Ísrael, en Hizbollah-skæruliðar hafa látið flugskeytum rigna yfir svæðið síðustu daga. Ísraelsk stjórnvöld hafa aðstoðað fólk við að flytja sig um set og hafa boðist til að veita því fjárhagsaðstoð vegna flutninganna. Stjórnvöld hafa tryggt um tuttugu þúsund manns tímabundið húsaskjól. Um það bil þrjú hundruð þúsund íbúar í Norður-Ísrael höfðu þegar yfirgefið heimili sín fyrir brottflutninginn í gær. Það voru að mestu einungis fátækir og sjúkir auk gamalmenna sem sátu eftir. Erlent 9.8.2006 08:52
Líbanar bjóðast til að senda herlið til suðurhlutans Ísraelsk stjórnvöld ákveða í dag hvort herlið þeirra verður sent lengra inn í Líbanon til að berjast við Hizbollah-skæruliða. Frakkar og Bandaríkjamenn endurskoða nú uppkast sitt að ályktun sem lögð verður fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að binda enda á átökin í Líbanon. Erlent 9.8.2006 08:07
Segir Íslendinga hafa keypt gullmola Danska blaðið Jótlandspósturinn segir að Íslendingar hafi keypt gullmola í danska iðnaðinum með kaupunum á Skanvægt um helgina. Í undirfyrirsögn segir að fyrst hafi það verði stórmagasín, síðan flugfélög, dagblaðsútgáfa og nú sé röðin komin að kaupum Íslendinga á iðnaðarfyrirtækjum. Reyndar gleymir blaðið að Íslendingar eiga líka orðið umtalsverðan hlut í dönsku bjórframleiðslunni og eru orðnir umsvifamiklir í fasteignarekstri í Kaupmannahöfn. Erlent 8.8.2006 13:45
Framtíð friðargæslu á Sri Lanka rædd Framtíð friðargæslu á Srí Lanka ræðst á næstu dögum en sendifulltrúi norræna eftirlitsins fundar með fulltrúum stríðandi fylkinga fram eftir vikunni. Tveir hjálparstarfsmenn fundust myrtir í bænum Muttur í morgun. Erlent 8.8.2006 13:00
Orðalag ályktunar rætt Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. Erlent 8.8.2006 12:00
Lamaður maður klífur fjall Svo virtist í gær sem langþráður draumur lamaðs Japana myndi rætast þegar hann var kominn langleiðina upp hæsta fjall Sviss. Seiji Uchida lamaðist í umferðaslysi fyrir rúmum tveimur áratugum en þrátt fyrir það hefur hann haft það að markmiði að klífa fjall. Það var svo fyrir nokkru sem ákveðið var að hann legði í ferð upp Breithorn-fjall sem er rúmir fjögur þúsund metrar á hæð. Erlent 8.8.2006 10:00
Síamstvíbuarar gangast undir erfiða aðgerð Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum reyna nú hvað þeir geta til að aðskilja tvíburarsysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem eru samvaxnar fyrir neðan mitti. Kendra og Maliyah eru fjögurra ára. Þær hafa aðeins tvo fætur og eitt nýra. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið reynt að aðskilja síamstvíbura með aðeins eitt nýra. Erlent 8.8.2006 09:45
Forseti Eþíópíu heimsækir flóðasvæði Björgunarmenn hafa leitað eftirlifenda í rústum húsa eftir að skyndiflóð urðu um tvö hundruð manns að bana í Austur-Eþíópíu um liðna helgi. Vatnsflaumurinn skall á húsum í Dire Dawa, 500 km austur af höfuðborginni Addis Ababa, eftir að nálæg á flæddi yfir bakka sínum snemma í gærmorgun. Töluvert hafði rignt á svæðinu. Erlent 8.8.2006 09:30
Endurtalningar krafist Mörg þúsund stuðningsmenn mexíkóska vinstirmannsins Andres Manuel Lopez Obrador komu saman fyrir utan höfuðstöðvar kjörstjórnar í Mexíkó í gær til að krefjast endurtalningar í forsetakosningum þar í landi. Lopez Obrador var í framboði í þeim kosningum og hefur krafist þess að atkvæði verði öll talin að nýju. Kjörstjórn hefur hins vegar úrskurðað að atkvæði frá níu prósent kjörstaða verði talin á ný. Erlent 8.8.2006 09:15
Njósnavél Hizbolla skotin niður Ísraelsher sendi í gærkvöldi frá sér myndband sem sagt er sýna þegar vél ísrelska flughersins skýtur niður fjarstýrða smávél Hizbollah-skæruliða þar sem henni var flogið undan strönd Ísraels. Erlent 8.8.2006 09:00
Lausn í sjónmáli Fulltrúar ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sitja nú á rökstólum og ræða orðalag ályktunar um vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Sendiherra Þjóðverja segir samkomulag í sjónmáli. Að minnsta kosti 49 almennir borgarar féllu í árásum Ísraelshers á Líbanon í gær. Erlent 8.8.2006 08:45
Fleiri hjálparstarsmenn myrtir á Srí Lanka Frönsk hjálparsamtök á Srí Lanka segja að tveir starfsmenn þeirra til viðbótar hafi fundist látnir í bænum Muttur í nótt. Fimmtán aðrir fundust látnir í höfuðstöðvum samtakanna í bænum í gær. Ekki liggur fyrir hvort stjórnarher landsins eða uppreisnarmenn Tamíltígra bera ábyrgð á morðunum en fulltrúar þeirra saka hvorn annan um morðin. Erlent 8.8.2006 08:30
Sprengjuregnið var óþægilega nálægt Harðir bardagar hafa staðið milli stjórnarhers Srí Lanka og Tamíltígra í norðausturhluta Srí Lanka eftir að Tamíltígrar skrúfuðu fyrir vatnsrennsli til bæjarins. Íslenskur friðargæsluliði lenti í skotárás um helgina. Erlent 8.8.2006 07:30